Hjartabankinn - banki allra launþega Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 2. september 2022 19:01 Hjartabankinn er banki sem mig langar að labba inn í. Þar bíða mín starfsmenn sem eiga auðvelt að kalla fram bros þar sem þeim líður vel í vinnunni og þar sem þeim líður vel með þau störf sem þau inna af hendi. Þar bíður mín kaffi og hjartalaga súkkulaðimolar sem ég get ekki staðist um leið og ég lofa sjálfri mér að synda tvær aukaferðir seinna í sundinu. Hjartabanki er banki sem er annt um þá sem labba inn um þeirra dyr og sýnir það með allri sinni framkomu. Hjartabanki er falleg hugmynd sem er ekkert svo fjarlægur draumur ef málin spilast á ákveðinn veg í komandi kjaraviðræðum. Inn í lífeyrissjóði streyma 23 milljarðar í hverjum mánuði. Allur peningurinn kemur við inn í bönkunum og við það myndast margföldunaráhrif í bankakerfinu sem gerir bönkunum kleift að lána út verulegar fjárhæðir. Já og áður en þið besservissið, þá veit ég að þetta er ekki svona einfalt, en látum þetta fara út í loftið. Ef lífeyrissjóðir myndu stofna sinn eigin banka sem þeir ættu að fullu þá taka þeir af bönkunum valkosti til útlánastarfsemi. Hlutdeild lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa gæti aukist úr 22% í 100%. Ekki aðeins myndi þessi breyting skerða möguleika bankanna til útlánastarfsemi þá gæti nýji bankinn leyft sér að bjóða upp á annars konar útlán. Útlán sem byggja á öðrum grunni en það sem við þekkjum til í dag. Hægt væri að nota einfalda fasta vexti á lánin, eða breytilega vexti út frá viðmiðunum Seðlabankans. Hægt væri að ráða til sín snillinga sem reikna aðra vísitölu en þá sem við erum að nýtast við í dag. Hagstofan hefur ekki einkarétt á að setja fram vísitölu. Og nýju vístöluna mætti binda við útlán húsnæðislána. Það er hægt að gera alls konar skemmtilega hluti með nýjan banka. Mig langar til að benda á að ávöxtunarviðmið af útlánastarfsemi lífeyrissjóða er 3,5%. Það þarf ekki hærri ávöxtun, það þarf ekki að hafa græðgi í fyrirrúmi í útlánastarfsemi. Það er hægt að finna sanngjarnan milliveg. Sem er eitthvað sem hinn nýji banki gæti haft til viðmiðunar í sinni útlánastarfsemi. Ég er sammála þér Villi. Hækkun á lánsbyrði í boði Seðlabankans er fjárhagslegt ofbeldi á íslensk heimili. Búið er að tala fyrir breytingum á fyrirkomulagi húsnæðislána áratugum saman. Enginn með völd virðist þó vilja breyta þessu fyrirkomulagi. Ríkisstjórnin vill ekki standa fyrir breytingum, Seðlabankinn er mjög skotinn í uppáhalds valdatæki sínu í baráttu við verðbólguna og bankarnir og lífeyrissjóðir sitja bara hjá mjög ánægðir með sinn hlut í kökunni. Alls konar hagfræðingar og beturvitringar standa upp reglulega og verja fyrirkomulagið eins og það er, en staðreyndin er að þetta er fjárhagslegt ofbeldi. Ef menn eru ekki tilbúnir til að vinna með núverandi kerfi til að leita betri lausna fyrir íslensk heimili þá er spurning hvort það sé ekki kominn tími til að hugsa málin út frá öðru sjónarhorni. Þegar allt er komið í óskiljanlega klessu þá er stundum best að henda öllu í ruslið og byrja upp á nýtt. Stundum þurfa menn bara að ráðast að gera hlutina í stað þess að mikla vandann svona fyrir sér. Nýjar lausnir koma í ljós um leið og verkið er hafið. Hvað er rétt að gera fyrir þann sem upplifir langvarandi ofbeldi sem virðist engan enda ætla að taka? Ef við viljum stoppa ofbeldið þá verðum við að vera hugrökk og labba í burtu. Við getum tekið völdin sem við höfum veitt öðrum tilbaka og skapað okkar eigið fjármálaafl. Fjármálaafl sem slær í takti við hjarta launþega, Hjartabankann. Hættum að láta ríkisstjórnina, Seðlabankann, banka og lífeyrissjóði stjórnast með okkur með fjárhagslegu ofbeldi. Förum okkar eigin leiðir og sköpum okkar eigin valkosti með þeim peningum sem við höfum í hendi okkar. Draga verður lífeyrissjóði að samningsborðinu. Við getum ekki leyft risanum lengur að liggja í leti og fela sig frá samfélagslegri ábyrgð. Lífeyrissjóðurinn er okkar, en ekki bankanna. Ekki leyfa bönkunum að græða lengur pening á okkar kostnað. Villi, Ragnar og Sólveig. Þið eruð búin að vera svo sterk undanfarin ár. Og á næstu mánuðum mun verða reynt verulega á styrkinn ykkar. Það verður fullt af höndum upp á lofti ykkur til hjálpar ef þið leitið eftir því, en þið þurfið kannski að stíga fyrsta skrefið. Ég sendi á ykkur kærleiksengla. Vonandi finnst betri lausn en sú sem stendur til boða í dag. Að lokum, takk fyrir mig. Höfundur er launþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Guðný Björnsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Hjartabankinn er banki sem mig langar að labba inn í. Þar bíða mín starfsmenn sem eiga auðvelt að kalla fram bros þar sem þeim líður vel í vinnunni og þar sem þeim líður vel með þau störf sem þau inna af hendi. Þar bíður mín kaffi og hjartalaga súkkulaðimolar sem ég get ekki staðist um leið og ég lofa sjálfri mér að synda tvær aukaferðir seinna í sundinu. Hjartabanki er banki sem er annt um þá sem labba inn um þeirra dyr og sýnir það með allri sinni framkomu. Hjartabanki er falleg hugmynd sem er ekkert svo fjarlægur draumur ef málin spilast á ákveðinn veg í komandi kjaraviðræðum. Inn í lífeyrissjóði streyma 23 milljarðar í hverjum mánuði. Allur peningurinn kemur við inn í bönkunum og við það myndast margföldunaráhrif í bankakerfinu sem gerir bönkunum kleift að lána út verulegar fjárhæðir. Já og áður en þið besservissið, þá veit ég að þetta er ekki svona einfalt, en látum þetta fara út í loftið. Ef lífeyrissjóðir myndu stofna sinn eigin banka sem þeir ættu að fullu þá taka þeir af bönkunum valkosti til útlánastarfsemi. Hlutdeild lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa gæti aukist úr 22% í 100%. Ekki aðeins myndi þessi breyting skerða möguleika bankanna til útlánastarfsemi þá gæti nýji bankinn leyft sér að bjóða upp á annars konar útlán. Útlán sem byggja á öðrum grunni en það sem við þekkjum til í dag. Hægt væri að nota einfalda fasta vexti á lánin, eða breytilega vexti út frá viðmiðunum Seðlabankans. Hægt væri að ráða til sín snillinga sem reikna aðra vísitölu en þá sem við erum að nýtast við í dag. Hagstofan hefur ekki einkarétt á að setja fram vísitölu. Og nýju vístöluna mætti binda við útlán húsnæðislána. Það er hægt að gera alls konar skemmtilega hluti með nýjan banka. Mig langar til að benda á að ávöxtunarviðmið af útlánastarfsemi lífeyrissjóða er 3,5%. Það þarf ekki hærri ávöxtun, það þarf ekki að hafa græðgi í fyrirrúmi í útlánastarfsemi. Það er hægt að finna sanngjarnan milliveg. Sem er eitthvað sem hinn nýji banki gæti haft til viðmiðunar í sinni útlánastarfsemi. Ég er sammála þér Villi. Hækkun á lánsbyrði í boði Seðlabankans er fjárhagslegt ofbeldi á íslensk heimili. Búið er að tala fyrir breytingum á fyrirkomulagi húsnæðislána áratugum saman. Enginn með völd virðist þó vilja breyta þessu fyrirkomulagi. Ríkisstjórnin vill ekki standa fyrir breytingum, Seðlabankinn er mjög skotinn í uppáhalds valdatæki sínu í baráttu við verðbólguna og bankarnir og lífeyrissjóðir sitja bara hjá mjög ánægðir með sinn hlut í kökunni. Alls konar hagfræðingar og beturvitringar standa upp reglulega og verja fyrirkomulagið eins og það er, en staðreyndin er að þetta er fjárhagslegt ofbeldi. Ef menn eru ekki tilbúnir til að vinna með núverandi kerfi til að leita betri lausna fyrir íslensk heimili þá er spurning hvort það sé ekki kominn tími til að hugsa málin út frá öðru sjónarhorni. Þegar allt er komið í óskiljanlega klessu þá er stundum best að henda öllu í ruslið og byrja upp á nýtt. Stundum þurfa menn bara að ráðast að gera hlutina í stað þess að mikla vandann svona fyrir sér. Nýjar lausnir koma í ljós um leið og verkið er hafið. Hvað er rétt að gera fyrir þann sem upplifir langvarandi ofbeldi sem virðist engan enda ætla að taka? Ef við viljum stoppa ofbeldið þá verðum við að vera hugrökk og labba í burtu. Við getum tekið völdin sem við höfum veitt öðrum tilbaka og skapað okkar eigið fjármálaafl. Fjármálaafl sem slær í takti við hjarta launþega, Hjartabankann. Hættum að láta ríkisstjórnina, Seðlabankann, banka og lífeyrissjóði stjórnast með okkur með fjárhagslegu ofbeldi. Förum okkar eigin leiðir og sköpum okkar eigin valkosti með þeim peningum sem við höfum í hendi okkar. Draga verður lífeyrissjóði að samningsborðinu. Við getum ekki leyft risanum lengur að liggja í leti og fela sig frá samfélagslegri ábyrgð. Lífeyrissjóðurinn er okkar, en ekki bankanna. Ekki leyfa bönkunum að græða lengur pening á okkar kostnað. Villi, Ragnar og Sólveig. Þið eruð búin að vera svo sterk undanfarin ár. Og á næstu mánuðum mun verða reynt verulega á styrkinn ykkar. Það verður fullt af höndum upp á lofti ykkur til hjálpar ef þið leitið eftir því, en þið þurfið kannski að stíga fyrsta skrefið. Ég sendi á ykkur kærleiksengla. Vonandi finnst betri lausn en sú sem stendur til boða í dag. Að lokum, takk fyrir mig. Höfundur er launþegi.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar