„Þetta er stórkostlegur staður en þetta getur orðið besti staður á jörðinni“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. september 2022 22:30 Unnur Ösp og Haraldur voru hæstánægð með nýju rampana. Hundrað og þrítugasti rampur verkefnisins Römpum upp Íslands var tekinn í notkun í dag við sumarbúðir fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal. Ramparnir sem áður voru við sumarbúðirnar voru komnir til ára sinna og því ljóst að þörf væri á breytingum. Foreldrar stefna á að bæta aðstöðuna enn frekar þar sem ramparnir eru aðeins fyrsta skrefið. Árlega sækja hundruð fatlaðra barna og ungmenna í sumarbúðir við Reykjadal en ramparnir þar voru komnir til ára sinna. Fyrir tæplega tveimur vikum ákvað leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir að þörf væri á breytingum eftir að hafa sótt dóttur sína þaðan. „Maður er alltaf svo meir í þessu augnabliki af því að það er svo frábært starfsfólk hérna og stemning. En þegar ég var að keyra var ég svolítið hugsi yfir ástandinu og húsnæðinu og svona aðgengismálum og það hellist yfir mig einhver svona réttlát reiði,“ segir Unnur. Hún lýsir því að hún hafi í „hvatvísiskasti“ ákveðið að senda athafnamanninum Haraldi Þorleifssyni, sem er með verkefnið Römpum upp Reykjavík, skilaboð og voru viðbrögðin framar vonum. Það var sól og blíða meðan Jón Jónsson skemmti krökkunum og öðrum viðstöddum. Mynd/Römpum upp Ísland „Hann svaraði mér um hæl, spurði bara; hvað þarf að gera, sendu mér myndir og mál. Og nokkrum dögum síðar sagði hann; við hefjumst handa á morgun,“ útskýrir Unnur. „Maður fór náttúrulega bara að hágráta heima hjá sér. Hann er engum líkur.“ „Ég er alls ekki einn í þessu, það er fullt af góðu fólki sem vinnur í þessu. En ég kom bara boltanum áfram og við kláruðum þetta bara mjög hratt,“ segir Haraldur en ramparnir voru tilbúnir innan við tveimur vikum eftir að Unnur hafði samband. Haraldur og Guðni Th. ræða við dóttur Unnar, sem vígði nýjasta rampinn. Mynd/Römpum upp Ísland Nýju ramparnir voru síðan vígðir í dag en alls hafa 130 rampar verið settir upp, af þúsund sem til stendur að setja upp á næstu fjórum árum sem hluti af verkefninu. Að sögn Haralds eru þeir að setja upp einn til tvo rampa á dag og býst hann við að þeir nái markmiði sínu á undan áætlun. Gleðin leyndi sér ekki meðal viðstaddra í Reykjadal í dag og var það við hæfi að dóttir Unnar vígði nýjasta rampinn. Forseti Íslands kom einnig með hvatningarorð og Jón Jónsson skemmti krökkunum sem gæddu sér á ís meðan sólin lék við þau. Forsetinn var léttur í bragði. Mynd/Römpum upp Ísland „Það er ótrúlega gaman að sjá krakkana sem eru greinilega að njóta sín mjög vel. Það að aðgengið sé ekki í lagi er náttúrulega frekar sorglegt en það er hægt að laga svona hluti frekar auðveldlega,“ segir Haraldur. Unnur segir þau hvergi nærri hætt en laga þurfi ýmsa aðra hluti og hafi hópur foreldra þegar tekið saman höndum. „Okkur langar að nota svona brjálæðina og framtakssemina í Haraldi okkur til hvatningar til að halda áfram og gera hérna bara flottasta ævintýraland á Íslandi,“ segir Unnur. „Þetta er stórkostlegur staður en þetta getur orðið besti staður á jörðinni ef að við hóum saman góðu fólki og tökum allt í gegn hérna,“ segir hún enn fremur. Málefni fatlaðs fólks Börn og uppeldi Mosfellsbær Tengdar fréttir Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. 11. mars 2022 21:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Árlega sækja hundruð fatlaðra barna og ungmenna í sumarbúðir við Reykjadal en ramparnir þar voru komnir til ára sinna. Fyrir tæplega tveimur vikum ákvað leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir að þörf væri á breytingum eftir að hafa sótt dóttur sína þaðan. „Maður er alltaf svo meir í þessu augnabliki af því að það er svo frábært starfsfólk hérna og stemning. En þegar ég var að keyra var ég svolítið hugsi yfir ástandinu og húsnæðinu og svona aðgengismálum og það hellist yfir mig einhver svona réttlát reiði,“ segir Unnur. Hún lýsir því að hún hafi í „hvatvísiskasti“ ákveðið að senda athafnamanninum Haraldi Þorleifssyni, sem er með verkefnið Römpum upp Reykjavík, skilaboð og voru viðbrögðin framar vonum. Það var sól og blíða meðan Jón Jónsson skemmti krökkunum og öðrum viðstöddum. Mynd/Römpum upp Ísland „Hann svaraði mér um hæl, spurði bara; hvað þarf að gera, sendu mér myndir og mál. Og nokkrum dögum síðar sagði hann; við hefjumst handa á morgun,“ útskýrir Unnur. „Maður fór náttúrulega bara að hágráta heima hjá sér. Hann er engum líkur.“ „Ég er alls ekki einn í þessu, það er fullt af góðu fólki sem vinnur í þessu. En ég kom bara boltanum áfram og við kláruðum þetta bara mjög hratt,“ segir Haraldur en ramparnir voru tilbúnir innan við tveimur vikum eftir að Unnur hafði samband. Haraldur og Guðni Th. ræða við dóttur Unnar, sem vígði nýjasta rampinn. Mynd/Römpum upp Ísland Nýju ramparnir voru síðan vígðir í dag en alls hafa 130 rampar verið settir upp, af þúsund sem til stendur að setja upp á næstu fjórum árum sem hluti af verkefninu. Að sögn Haralds eru þeir að setja upp einn til tvo rampa á dag og býst hann við að þeir nái markmiði sínu á undan áætlun. Gleðin leyndi sér ekki meðal viðstaddra í Reykjadal í dag og var það við hæfi að dóttir Unnar vígði nýjasta rampinn. Forseti Íslands kom einnig með hvatningarorð og Jón Jónsson skemmti krökkunum sem gæddu sér á ís meðan sólin lék við þau. Forsetinn var léttur í bragði. Mynd/Römpum upp Ísland „Það er ótrúlega gaman að sjá krakkana sem eru greinilega að njóta sín mjög vel. Það að aðgengið sé ekki í lagi er náttúrulega frekar sorglegt en það er hægt að laga svona hluti frekar auðveldlega,“ segir Haraldur. Unnur segir þau hvergi nærri hætt en laga þurfi ýmsa aðra hluti og hafi hópur foreldra þegar tekið saman höndum. „Okkur langar að nota svona brjálæðina og framtakssemina í Haraldi okkur til hvatningar til að halda áfram og gera hérna bara flottasta ævintýraland á Íslandi,“ segir Unnur. „Þetta er stórkostlegur staður en þetta getur orðið besti staður á jörðinni ef að við hóum saman góðu fólki og tökum allt í gegn hérna,“ segir hún enn fremur.
Málefni fatlaðs fólks Börn og uppeldi Mosfellsbær Tengdar fréttir Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. 11. mars 2022 21:03 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Ísland verður rampað upp með þúsund römpum Átaksverkefnið „Römpum upp Ísland“ hófst formlega í dag en tilgangur verkefnisins er að setja upp þúsund rampa um land allt til að auðvelda hreyfihömluðum að komast ferða sinna. Verkefnið kostar um fjögur hundruð milljónir króna og mun taka fjögur ár. 11. mars 2022 21:03