Kynntur sem nýr ökumaður Alpine en mun aka fyrir McLaren Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2022 23:00 Oscar Piastri mun aka fyrir McLaren, en ekki Alpine eins og liðið hafði kynnt. Clive Mason/Getty Images Ástralski ökumaðurinn Oscar Piastri mun aka fyrir McLaren á næsta tímabili í Formúlu 1, þrátt fyrir að hafa verið kynntur sem nýr ökumaður Alpine-liðsins fyrr í sumar. Hann kemur í stað Daniel Ricciardo sem yfirgefu McLaren-liðið eftir tímabilið. Fyrr í sumar fór af stað vægast sagt furðuleg atburðarrás sem hófst á því að fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel tilkynnti að yfirstandanda tímabil yrði hans seinasta á ferlinum. Í kjölfarið var tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso kynntur sem eftirmaður Vettels, en brottför Alonso frá Alpine þýddi að laust sæti var í liðinu á næsta tímabili. Alpine nýtti því tækifærið og kynnti eftirmann Alonso til sögunnar: Oscar Piastri, 21 árs varaökumann liðsins og ríkjandi heimsmeistara í Formúlu 2. Vandamálið var hins vegar að Piastri hafði ekki hugmynd um að hann ætti að taka við sætinu og þar sem ekki hafi verið talað við hann áður en tilkynningin var send út ákvað hann að hann myndi ekki keyra fyrir liðið. Alpine-liðið vildi meina að samkvæmt samningi Piastri við liði bæri honum skylda að taka sætið. Piastri og hans fólk benti þó á að sú klásúla í samningi hans hafi runnið út þremur dögum áður en tilkynningin var send út. Samninganefnd Formúlunnar (e. Contract Recognition Board, CRB) hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Piastri og hans fólk hafi haft rétt fyrir sér og því sé honum frjálst að semja við önnur lið. „Eini samningurinn sem við tökum gildan er samningurinn milli McLaren og Piastri sem undirritaður var þann 4. júlí árið 2022. Piastri getur því keyrt fyrir McLaren tímabilin 2023 og 2024,“ sagði í yfirlýsingu CRB. Þessu furðulega máli er þar með lokið og mun Oscar Piastri taka sæti Daniel Ricciardo í McLaren-liðinu á næsta tímabili, en Alpine leitar enn að eftirmanni Alonso. Akstursíþróttir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Fyrr í sumar fór af stað vægast sagt furðuleg atburðarrás sem hófst á því að fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel tilkynnti að yfirstandanda tímabil yrði hans seinasta á ferlinum. Í kjölfarið var tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso kynntur sem eftirmaður Vettels, en brottför Alonso frá Alpine þýddi að laust sæti var í liðinu á næsta tímabili. Alpine nýtti því tækifærið og kynnti eftirmann Alonso til sögunnar: Oscar Piastri, 21 árs varaökumann liðsins og ríkjandi heimsmeistara í Formúlu 2. Vandamálið var hins vegar að Piastri hafði ekki hugmynd um að hann ætti að taka við sætinu og þar sem ekki hafi verið talað við hann áður en tilkynningin var send út ákvað hann að hann myndi ekki keyra fyrir liðið. Alpine-liðið vildi meina að samkvæmt samningi Piastri við liði bæri honum skylda að taka sætið. Piastri og hans fólk benti þó á að sú klásúla í samningi hans hafi runnið út þremur dögum áður en tilkynningin var send út. Samninganefnd Formúlunnar (e. Contract Recognition Board, CRB) hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Piastri og hans fólk hafi haft rétt fyrir sér og því sé honum frjálst að semja við önnur lið. „Eini samningurinn sem við tökum gildan er samningurinn milli McLaren og Piastri sem undirritaður var þann 4. júlí árið 2022. Piastri getur því keyrt fyrir McLaren tímabilin 2023 og 2024,“ sagði í yfirlýsingu CRB. Þessu furðulega máli er þar með lokið og mun Oscar Piastri taka sæti Daniel Ricciardo í McLaren-liðinu á næsta tímabili, en Alpine leitar enn að eftirmanni Alonso.
Akstursíþróttir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira