Patrekur segir Birgittu ekki hafa átt neðanbeltishöggin skilið Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 3. september 2022 07:00 Patrekur segið málið hafa verið misskilning. Vísir Íslensku raunveruleikaþættirnir Æði sem sýndir eru á Stöð 2 hafa notið mikilla vinsælda en fjórar seríur hafa verið framleiddar. Á dögunum lýsti Patrekur Jamie úr Æði hópnum, yfir óánægju sinni vegna ummæla sem Birgitta Líf, meðlimur LXS vinkvennahópsins sem er miðpunktur nýrrar raunveruleikaseríu lét falla. Patrekur segir nú málið hafa verið misskilning. Í ummælum Birgittu Lífar má hvergi heyra raunveruleikaþátt Patreks nefndan á nafn en hann tók ummælunum sem skoti sem væri beint að honum og hans vinum í Æði. Í samtali við Ísland í dag í vikunni sagði Birgitta, „þetta eru raunveruleikaþættir um líf okkar og kannski svona mest alvöru raunveruleikaþættir sem hafa verið gerðir. Ekkert leikið, ekkert „script-að“, ekkert tekið aftur.“ Í kjölfarið fór Patrekur á Instagram og lét í sér heyra, hann sagði meðal annars að hann og vinir hans hefðu opinberað sig fyrir framan myndavélina og ummæli Birgittu væru kjaftshögg. „Við höfum gert mjög mikið fyrir minnihlutahópa hér á landi og það er ekki í lagi að þið séuð að taka það frá okkur,“ skrifaði Patrekur. Í kjölfarið baðst Birgitta Líf afsökunar á ummælum sínum í Veislunni á FM957 og útskýrði hvað hún meinti með ummælunum. „Þarna er ég, að ég hélt, að segja hvað okkur finnst LXS vera, hvað við lögðum upp með framleiðslunni hvernig þetta ætti að vera. Aldrei að tala illa gagnvart neinum öðrum,“ sagði Birgitta. Í útvarpsþættinum FM95Blö í dag sagðist Patrekur ekki lengur pirraður út í út í stelpurnar í LXS hópnum, ágreiningurinn hafi verið misskilningur. Hann viðurkenndi að hann hefði komið komið nokkrum „low blows“ eða neðanbeltishöggum að á Instagram. Birgitta Líf hafi ekki átt ummælin skilið en hann biðjist afsökunar á þeim. „Við erum náttúrulega alveg vinir, þetta eru tveir vinahópar basically. Við djömmum saman og höfum farið til útlanda einhver af okkur,“ segir Patrekur. Hann segist hafa rætt við Birgittu og Sunnevu sem báðar eru í LXS þáttunum og nú sé málið útkljáð. Viðtalið við Patrek í FM957 má hlusta á hér að neðan en viðtalið hefst á 37:44. LXS Æði Bíó og sjónvarp Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Í ummælum Birgittu Lífar má hvergi heyra raunveruleikaþátt Patreks nefndan á nafn en hann tók ummælunum sem skoti sem væri beint að honum og hans vinum í Æði. Í samtali við Ísland í dag í vikunni sagði Birgitta, „þetta eru raunveruleikaþættir um líf okkar og kannski svona mest alvöru raunveruleikaþættir sem hafa verið gerðir. Ekkert leikið, ekkert „script-að“, ekkert tekið aftur.“ Í kjölfarið fór Patrekur á Instagram og lét í sér heyra, hann sagði meðal annars að hann og vinir hans hefðu opinberað sig fyrir framan myndavélina og ummæli Birgittu væru kjaftshögg. „Við höfum gert mjög mikið fyrir minnihlutahópa hér á landi og það er ekki í lagi að þið séuð að taka það frá okkur,“ skrifaði Patrekur. Í kjölfarið baðst Birgitta Líf afsökunar á ummælum sínum í Veislunni á FM957 og útskýrði hvað hún meinti með ummælunum. „Þarna er ég, að ég hélt, að segja hvað okkur finnst LXS vera, hvað við lögðum upp með framleiðslunni hvernig þetta ætti að vera. Aldrei að tala illa gagnvart neinum öðrum,“ sagði Birgitta. Í útvarpsþættinum FM95Blö í dag sagðist Patrekur ekki lengur pirraður út í út í stelpurnar í LXS hópnum, ágreiningurinn hafi verið misskilningur. Hann viðurkenndi að hann hefði komið komið nokkrum „low blows“ eða neðanbeltishöggum að á Instagram. Birgitta Líf hafi ekki átt ummælin skilið en hann biðjist afsökunar á þeim. „Við erum náttúrulega alveg vinir, þetta eru tveir vinahópar basically. Við djömmum saman og höfum farið til útlanda einhver af okkur,“ segir Patrekur. Hann segist hafa rætt við Birgittu og Sunnevu sem báðar eru í LXS þáttunum og nú sé málið útkljáð. Viðtalið við Patrek í FM957 má hlusta á hér að neðan en viðtalið hefst á 37:44.
LXS Æði Bíó og sjónvarp Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira