Innlent

Vatn flæddi inn í hús og bíla

Samúel Karl Ólason skrifar
Íbúar fylgdust með störfum slökkviliðsmanna.
Íbúar fylgdust með störfum slökkviliðsmanna. Vísir/Vilhelm

Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð.

Lögnin fór í sundur upp úr klukkan tíu og voru slökkviliðsmenn frá tveimur stöðvum sendir á vettvang á tveimur dælubílum. Þeir réðu þó við lítið meðan vatnið streymdi stríðum straumum úr leiðslunni.

Starfsmönnum Veitna tókst þó að skrúfa fyrir lögnina um klukkan ellefu og tóku við vettvangi af slökkviliðinu upp um miðnætti. Samkvæmt slökkviliðinu fengu Veitur verktaka á svæðið til að dæla vatninu á brott og hefur sömuleiðis verið unnið að því að laga lekann umfangsmikla.

Á vef Ríkisútvarpsins segir að ekki hafi orðið skerðingar á vatni til húsa í Reykjavík vegna lekans. Þar segir einnig að áfram verði unnið að viðgerð á leiðslunni í dag.


Tengdar fréttir

Vatnslögn fór í sundur og vatn flæðir um Hvassaleiti og Kringluna

Stór kaldavatnslögn fór í sundur upp úr klukkan tíu í Hvassaleitinu og flæðir nú vatn um svæðið líkt og um straumþunga á sé að ræða. Bæði lögreglumenn og fulltrúar slökkviliðs eru mættir á svæðið til að gæta öryggis og reyna að leysa vandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×