Tónlist

Reykj­a­vík­ur­dæt­ur fórn­uð­u Król­a

Samúel Karl Ólason skrifar
Reykjavíkurdætur og Króli á Októberfest í gær.
Reykjavíkurdætur og Króli á Októberfest í gær.

Kuflklæddar Reykjavíkurdætur leiddu lafandi hræddan Króla á svið á Októberfest í gær og „fórnuðu“ honum. Þær átu Króla lifandi á sviðið á meðan þær fluttu lagið A song to kill boys to.

Eftir sat Króli alblóðugur og að virtist líflaus. Króla var þó auðvitað ekki fórnað í alvörunni og steig hann seinna á svið á Októberfest með Jóa seinna um kvöldið.

Dæturnar segjast hafa fórnað allskonar karlmönnum út um allan heim á tónleikaferðalögum og að áhorfendum þyki það alltaf jafn mögnuð upplifun. Yfirleitt sé fórnarlambið valið úr salnum en þetta sé í annað sinn sem það var ákveðið fyrirfram.

„Einu sinni fengum við Ólaf Darra til að vera með okkur, það er saga sem við munum segja barnabörnum okkar. Nú bætist Króli við þá sögu. Þeir eru báðir miklir aðdáendur hljómsveitarinnar og hafa verið í um áratug þannig að við vissum að þeir væru báðir pottþétt til í að láta fórna sér í þágu showsins,“ segir í tilkynningu frá dætrunum.

Frá Októberfest í gær.

Reykjavíkurdætur segjast þessa dagana vinna að nýju efni fyrir plötu sem til stendur að gefa út næsta vor. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.