Kraftaverkakötturinn Grána gamla lifði af alvarlega árás Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. september 2022 23:30 Margrét Sif Sigurðardóttir sjálfboðaliði hjá Villiköttum, Matthías Margrétarson, Eva Dalrós Haraldsdóttir og Kolbrún Eva Viktorsdóttir eigandi Gránu. Vísir/Egill Það þykir kraftaverki líkast að átján ára köttur hafi lifað af alvarlega árás sem talin er vera eftir hund. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem köttur er illa leikinn eftir slíka árás. Eigandinn biðlar til hundaeigenda að passa upp á dýrin sín. Kisan Grána varð fyrir alvarlegri árás fyrir rúmri viku þegar hún skrapp í sinn daglega tíu mínútna göngutúr. Henni tókst við illan leik að komast heim, mikið særð og vönkuð. Annað bitsárið á Gránu.Vísir „Hún hafði verið illa bitinn. Það er augljóst að þetta er eftir hundskjaft. Það er hola á hausnum á henni og stórt sár undir kjálkanum,“ segir Kolbrún Eva Viktorsdóttir eigandi Gránu. Blóðsýkingin kom upp eftir að Grána kom heim af dýraspítala. Kötturinn er átján ára þannig að þetta leit ekkert sérlega vel út. „Þá var hún orðin þreföld í framan, bara eins og fílakötturinn og ég hringi í Neyðarvaktina og þeir vilja fá hana strax inn,“ segir Kolbrún. Grána þurfti meiri meðhöndlun og öflugan sýklalyfjakúr. Kolbrún segir bata hennar framar öllum vonum. Kraftaverkakötturinn Grána.Vísir/Egill „Ef þetta hefði verið níræð kona hún hefði ekki jafnað sig eftir svona,“ segir Kolbrún. Kolbrún segir árásir sem þessar ekki einsdæmi í hverfinu og biðlar til hundaeigenda að passa upp á dýrin sín. hún hafi fengið skilboð frá kattaeigenda um svipaða árás. „Fjórum dögum áður en þetta gerist lendir kötturinn hennar í nákvæmlega eins,“ segir hún. Kolbrún vonar að Grána eigi nokkur góð ár eftir enda dásamlegur köttur. „Hún er eiginlega eins og hundur, eltir mig út um allt. Þegar ég fer í vinnunna þá eltir hún mig og vill koma upp í bíl með mér. Ef hún fær það ekki þá bíður hún eftir mér á planinu eða á húddum annarra bíla þangað til ég kem heim. Þessi kisa hefur fylgt mér stóran hluta lífs míns og ég lít nánast á hana eins og mitt eigið afkvæmi. Fyrst áttu mamma og pabbi hana en ég fékk hana svo til mín. Ég er að vona að hún verði að minnsta kosti 25 ára, ég mun gera mitt til að svo verði enda er ég sjúkraliði,“ segir Kolbrún og hlær. Tók að sér fimm munaðarlausa kettlinga Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Grána vekur athygli en fyrir tólf árum komst hún í fréttir Stöðvar 2 þegar hún tók að sér fimm munaðarlausa kettlinga sem fundust í bílhræi ásamt því að hafa sína þrjá á spena. Kettlingarnir komust á legg og er einn þeirra í eigu Margrétar Sifjar Sigurðardóttur mágkonu Kolbrúnar. Grána tók að sér fimm munaðarlausa kettlinga árið 2012 ásamt því að eiga þrjá sjálf. Sannkallað kærleiksbúnt. Vísir Margrét segist strax hafa gert sér grein fyrir að það kostaði sitt að gera að sárum Gránu og hóf því söfnun fyrir kostnaðinum sem fer fram á Facebook. „Kostnaðurinn við að geta að sárum Gránu og taka á blóðsýkingunni er á annað hundrað þúsund. Ég hóf því söfnun fyrir þessu á Facebook. Þetta er svo mikil undrakisa að við viljum allt fyrir hana gera. Það sem kemur umfram fer þá í söfnunarsjóð Villikatta þar sem ég er sjálfboðaliði,“ segir Margrét. Dýr Dýraheilbrigði Kettir Gæludýr Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Kisan Grána varð fyrir alvarlegri árás fyrir rúmri viku þegar hún skrapp í sinn daglega tíu mínútna göngutúr. Henni tókst við illan leik að komast heim, mikið særð og vönkuð. Annað bitsárið á Gránu.Vísir „Hún hafði verið illa bitinn. Það er augljóst að þetta er eftir hundskjaft. Það er hola á hausnum á henni og stórt sár undir kjálkanum,“ segir Kolbrún Eva Viktorsdóttir eigandi Gránu. Blóðsýkingin kom upp eftir að Grána kom heim af dýraspítala. Kötturinn er átján ára þannig að þetta leit ekkert sérlega vel út. „Þá var hún orðin þreföld í framan, bara eins og fílakötturinn og ég hringi í Neyðarvaktina og þeir vilja fá hana strax inn,“ segir Kolbrún. Grána þurfti meiri meðhöndlun og öflugan sýklalyfjakúr. Kolbrún segir bata hennar framar öllum vonum. Kraftaverkakötturinn Grána.Vísir/Egill „Ef þetta hefði verið níræð kona hún hefði ekki jafnað sig eftir svona,“ segir Kolbrún. Kolbrún segir árásir sem þessar ekki einsdæmi í hverfinu og biðlar til hundaeigenda að passa upp á dýrin sín. hún hafi fengið skilboð frá kattaeigenda um svipaða árás. „Fjórum dögum áður en þetta gerist lendir kötturinn hennar í nákvæmlega eins,“ segir hún. Kolbrún vonar að Grána eigi nokkur góð ár eftir enda dásamlegur köttur. „Hún er eiginlega eins og hundur, eltir mig út um allt. Þegar ég fer í vinnunna þá eltir hún mig og vill koma upp í bíl með mér. Ef hún fær það ekki þá bíður hún eftir mér á planinu eða á húddum annarra bíla þangað til ég kem heim. Þessi kisa hefur fylgt mér stóran hluta lífs míns og ég lít nánast á hana eins og mitt eigið afkvæmi. Fyrst áttu mamma og pabbi hana en ég fékk hana svo til mín. Ég er að vona að hún verði að minnsta kosti 25 ára, ég mun gera mitt til að svo verði enda er ég sjúkraliði,“ segir Kolbrún og hlær. Tók að sér fimm munaðarlausa kettlinga Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Grána vekur athygli en fyrir tólf árum komst hún í fréttir Stöðvar 2 þegar hún tók að sér fimm munaðarlausa kettlinga sem fundust í bílhræi ásamt því að hafa sína þrjá á spena. Kettlingarnir komust á legg og er einn þeirra í eigu Margrétar Sifjar Sigurðardóttur mágkonu Kolbrúnar. Grána tók að sér fimm munaðarlausa kettlinga árið 2012 ásamt því að eiga þrjá sjálf. Sannkallað kærleiksbúnt. Vísir Margrét segist strax hafa gert sér grein fyrir að það kostaði sitt að gera að sárum Gránu og hóf því söfnun fyrir kostnaðinum sem fer fram á Facebook. „Kostnaðurinn við að geta að sárum Gránu og taka á blóðsýkingunni er á annað hundrað þúsund. Ég hóf því söfnun fyrir þessu á Facebook. Þetta er svo mikil undrakisa að við viljum allt fyrir hana gera. Það sem kemur umfram fer þá í söfnunarsjóð Villikatta þar sem ég er sjálfboðaliði,“ segir Margrét.
Dýr Dýraheilbrigði Kettir Gæludýr Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira