Kristján Þórður býður sig ekki fram til forseta ASÍ Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2022 10:13 Kristján Þórður Snæbjarnarson er forseti ASÍ og Rafiðnaðarsambandsins. Vísir/Vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi. Kristján Þórður greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni, en hann tók við forsetaembættinu í síðasta mánuði eftir að Drífa Snædal tilkynnti um afsögn sína þann 10. ágúst síðastliðinn. Kristján Þórður segir hafa fengið mikla hvatningu eftir að hafa fengið forsetaembættið óvænt í fangið, en að hann hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér í forsetann að svo stöddu heldur einbeita sér að verkefnum RSÍ. „Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna,“ segir Kristján Þórður. Lesa má færslu Kristjáns Þórðar í heild sinni að neðan: Kæru félagar, Þann 10. ágúst fékk ég óvænt verkefni í fangið þegar forseti ASÍ sagði af sér. Frá þeim tíma hef ég sinnt starfi forseta ASÍ sem hefur reynst mjög áhugavert verkefni. Það að stuðla að auknu samtali á milli ólíkra hópa innan ASÍ hefur verið mjög gefandi og augljóst að verkalýðshreyfingin á spennandi tíma fyrir höndum. Ég hef átt mörg góð samtöl við fólk víða í samfélaginu um þetta verkefni og fengið miklar hvatningar fram á við. Ég hef því þurft að gera upp við mig hvað ég hyggist gera á næstu mánuðum en sú ákvörðun er að sjálfsögðu verulega flókin þar sem verkefnin eru spennandi bæði það að starfa fyrir Rafiðnaðarsamband Íslands sem og að vinna fyrir stærstu heildarsamtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Verkefnin framundan hjá RSÍ eru gríðarlega stór og gefandi, gerð kjarasamninga með beinum samskiptum við svo fjölbreyttan og öflugan hóp félagsfólks. Auk þess er gríðarlegur fjöldi skemmtilegra verkefna í daglegu starfi sambandsins sem kemur á borðið hjá mér. Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í embætti forseta ASÍ að svo stöddu heldur einbeita mér að verkefnum RSÍ. Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir alla þá hvatningu sem ég hef fengið að undanförnu og það mun efla okkur fram á við. Enn hefur enginn tilkynnt um framboð til forseta ASÍ. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur verið orðaður við embættið og hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagt að hann vilji sjá Ragnar Þór í embættinu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt að hún ætli sér ekki að bjóða sig fram í embættið. ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Sjá meira
Kristján Þórður greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni, en hann tók við forsetaembættinu í síðasta mánuði eftir að Drífa Snædal tilkynnti um afsögn sína þann 10. ágúst síðastliðinn. Kristján Þórður segir hafa fengið mikla hvatningu eftir að hafa fengið forsetaembættið óvænt í fangið, en að hann hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér í forsetann að svo stöddu heldur einbeita sér að verkefnum RSÍ. „Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna,“ segir Kristján Þórður. Lesa má færslu Kristjáns Þórðar í heild sinni að neðan: Kæru félagar, Þann 10. ágúst fékk ég óvænt verkefni í fangið þegar forseti ASÍ sagði af sér. Frá þeim tíma hef ég sinnt starfi forseta ASÍ sem hefur reynst mjög áhugavert verkefni. Það að stuðla að auknu samtali á milli ólíkra hópa innan ASÍ hefur verið mjög gefandi og augljóst að verkalýðshreyfingin á spennandi tíma fyrir höndum. Ég hef átt mörg góð samtöl við fólk víða í samfélaginu um þetta verkefni og fengið miklar hvatningar fram á við. Ég hef því þurft að gera upp við mig hvað ég hyggist gera á næstu mánuðum en sú ákvörðun er að sjálfsögðu verulega flókin þar sem verkefnin eru spennandi bæði það að starfa fyrir Rafiðnaðarsamband Íslands sem og að vinna fyrir stærstu heildarsamtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Verkefnin framundan hjá RSÍ eru gríðarlega stór og gefandi, gerð kjarasamninga með beinum samskiptum við svo fjölbreyttan og öflugan hóp félagsfólks. Auk þess er gríðarlegur fjöldi skemmtilegra verkefna í daglegu starfi sambandsins sem kemur á borðið hjá mér. Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í embætti forseta ASÍ að svo stöddu heldur einbeita mér að verkefnum RSÍ. Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir alla þá hvatningu sem ég hef fengið að undanförnu og það mun efla okkur fram á við. Enn hefur enginn tilkynnt um framboð til forseta ASÍ. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur verið orðaður við embættið og hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagt að hann vilji sjá Ragnar Þór í embættinu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt að hún ætli sér ekki að bjóða sig fram í embættið.
Kæru félagar, Þann 10. ágúst fékk ég óvænt verkefni í fangið þegar forseti ASÍ sagði af sér. Frá þeim tíma hef ég sinnt starfi forseta ASÍ sem hefur reynst mjög áhugavert verkefni. Það að stuðla að auknu samtali á milli ólíkra hópa innan ASÍ hefur verið mjög gefandi og augljóst að verkalýðshreyfingin á spennandi tíma fyrir höndum. Ég hef átt mörg góð samtöl við fólk víða í samfélaginu um þetta verkefni og fengið miklar hvatningar fram á við. Ég hef því þurft að gera upp við mig hvað ég hyggist gera á næstu mánuðum en sú ákvörðun er að sjálfsögðu verulega flókin þar sem verkefnin eru spennandi bæði það að starfa fyrir Rafiðnaðarsamband Íslands sem og að vinna fyrir stærstu heildarsamtök launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Verkefnin framundan hjá RSÍ eru gríðarlega stór og gefandi, gerð kjarasamninga með beinum samskiptum við svo fjölbreyttan og öflugan hóp félagsfólks. Auk þess er gríðarlegur fjöldi skemmtilegra verkefna í daglegu starfi sambandsins sem kemur á borðið hjá mér. Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í embætti forseta ASÍ að svo stöddu heldur einbeita mér að verkefnum RSÍ. Ég mun þó áfram gefa kost á mér til þátttöku í forystu ASÍ sem 1. varaforseti enda mikil þörf á að tryggja að rödd iðn- og tæknifólks heyrist innan heildarsamtakanna. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir alla þá hvatningu sem ég hef fengið að undanförnu og það mun efla okkur fram á við.
ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Sjá meira