Dagur fordæmir árás á sósíalista en Brynjar talar um hræsni Bjarki Sigurðsson skrifar 5. september 2022 11:37 Húsnæði Sósíalistaflokksins var grýtt á meðan Gunnar Smári var þar að taka viðtal. Borgarstjóri fordæmir atvikið en Brynjar sakar Gunnar um hræsni. Vísir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir það vera óhugnanlegt að heyra af skemmdarverkum sem gerð voru á húsnæði Sósíalistaflokksins á laugardaginn. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, sakar Gunnar Smára um hræsni. Á laugardaginn birti Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, færslu í Facebook-hóp flokksins þar sem hann greindi frá því að einhver hafi grýtt húsnæði sem flokkurinn leigir í Bolholti. Þá sagði hann einnig frá hótunum sem hann hafði fengið úti á götu, við heimili sitt og á netinu. Maður hafði sent á hann skilaboð þar sem hann sagði sósíalista vera „siðblind helvíti“ og hótaði að ráðast á Gunnar Smára með vopnum. Skilaboðin sendi Gunnar á lögregluna sem er með þau til skoðunar. Búið var að setja viðarplötu við brotna gluggann og spreyja á hana: „Hatrið mun ekki sigra!“Vísir/Vilhelm Gunnar segist ekki vita hver grýtti húsnæðið en grunar að annar mannanna sem hafði staðið í hótunum við sig beri ábyrgð á því. Hann segist oft hafa verið hótað en aldrei dottið í hug að tilkynna það til lögreglu fyrr en nú. „Heiftin í þessum mönnum og talsmáti, og fullvissa þeirra um að sósíalistar sé skepnur og svívirðingar, veldur því að ég óttast að þetta sé ekki bara belgingur, eins og hótanir eru oftast,“ segir í færslu Gunnars Smára. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tjáði sig um skemmdarverkin og hótanirnar á Facebook-síðu sinni í gær. Hann segir kvart Gunnars Smára um haturorðræðu vera „eins og að síbrotamaður kvarti yfir því að einhver hafi stolið af honum einni krónu“. „Ef það er einhver huggun fyrir Gunnar Smára þá hefur Bjarni Ben örugglega þurft að þola meiri hatursumræðu og hótanir en hann. Meira að segja ég þarf að þola margt í þessum efnum og ekki væli ég yfir því þótt ég væli oft,“ segir Brynjar og segir Facebook-hóp Sósíalistaflokksins vera „ein samfelld hatursorðræða. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fordæmir hins vegar skemmdarverkin en hann þekkir það hvernig það er að verða fyrir skemmdarverkum vegna stjórnmálaskoðana. Skotið var á bíl hans í byrjun síðasta árs. „Ógnanir, hótanir, árásir og ofbeldi á að fordæma, skilyrðislaust, hver sem í hlut á en það er grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi að mynda órofa samstöðu gegn slíku þegar stjórnmálaflokkar og stjórnmálafólk er annars vegar,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína. Hann segir umræðuna þurfa að batna og koma upp úr skotgröfunum. Algjör samstaða þurfi að ríkja þvert á alla pólitík og flokkslínur gegn ofbeldi og hótunum. Sósíalistaflokkurinn Skotið á bíl borgarstjóra Reykjavík Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Á laugardaginn birti Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, færslu í Facebook-hóp flokksins þar sem hann greindi frá því að einhver hafi grýtt húsnæði sem flokkurinn leigir í Bolholti. Þá sagði hann einnig frá hótunum sem hann hafði fengið úti á götu, við heimili sitt og á netinu. Maður hafði sent á hann skilaboð þar sem hann sagði sósíalista vera „siðblind helvíti“ og hótaði að ráðast á Gunnar Smára með vopnum. Skilaboðin sendi Gunnar á lögregluna sem er með þau til skoðunar. Búið var að setja viðarplötu við brotna gluggann og spreyja á hana: „Hatrið mun ekki sigra!“Vísir/Vilhelm Gunnar segist ekki vita hver grýtti húsnæðið en grunar að annar mannanna sem hafði staðið í hótunum við sig beri ábyrgð á því. Hann segist oft hafa verið hótað en aldrei dottið í hug að tilkynna það til lögreglu fyrr en nú. „Heiftin í þessum mönnum og talsmáti, og fullvissa þeirra um að sósíalistar sé skepnur og svívirðingar, veldur því að ég óttast að þetta sé ekki bara belgingur, eins og hótanir eru oftast,“ segir í færslu Gunnars Smára. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tjáði sig um skemmdarverkin og hótanirnar á Facebook-síðu sinni í gær. Hann segir kvart Gunnars Smára um haturorðræðu vera „eins og að síbrotamaður kvarti yfir því að einhver hafi stolið af honum einni krónu“. „Ef það er einhver huggun fyrir Gunnar Smára þá hefur Bjarni Ben örugglega þurft að þola meiri hatursumræðu og hótanir en hann. Meira að segja ég þarf að þola margt í þessum efnum og ekki væli ég yfir því þótt ég væli oft,“ segir Brynjar og segir Facebook-hóp Sósíalistaflokksins vera „ein samfelld hatursorðræða. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, fordæmir hins vegar skemmdarverkin en hann þekkir það hvernig það er að verða fyrir skemmdarverkum vegna stjórnmálaskoðana. Skotið var á bíl hans í byrjun síðasta árs. „Ógnanir, hótanir, árásir og ofbeldi á að fordæma, skilyrðislaust, hver sem í hlut á en það er grundvallaratriði í lýðræðissamfélagi að mynda órofa samstöðu gegn slíku þegar stjórnmálaflokkar og stjórnmálafólk er annars vegar,“ skrifar Dagur á Facebook-síðu sína. Hann segir umræðuna þurfa að batna og koma upp úr skotgröfunum. Algjör samstaða þurfi að ríkja þvert á alla pólitík og flokkslínur gegn ofbeldi og hótunum.
Sósíalistaflokkurinn Skotið á bíl borgarstjóra Reykjavík Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira