Þurfa að afsanna fullyrðingar Íslandsmeistaranna Valur Páll Eiríksson skrifar 5. september 2022 14:01 Breiðablik er með pálmann í höndunum fyrir lokakaflann í Bestu deildinni en leikur kvöldsins getur haft mikið að segja. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Stórleikur er á dagskrá í Bestu deild karla í kvöld er Breiðablik og Valur eigast við á Kópavogsvelli klukkan 19:15. Blikar geta komist í vænlega stöðu á toppi deildarinnar með sigri. Breiðablik stendur vel að vígi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn sem liðið þráir eftir að hafa séð eftir honum í hendur Víkinga í fyrra, þar sem aðeins einu stigi munaði á liðunum. Blikar hafa unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni eftir óvænt stórtap fyrir Stjörnunni og jafntefli við Víkinga. Leikmenn liðsins vilja eflaust halda sigurhrinunni gangandi, og sýna hvað í þeim býr eftir slæmt 3-0 tap fyrir Víkingi í undanúrslitum bikarkeppninnar á miðvikudaginn var. Tapið þýðir að Blikar hafa einungis deildarkeppnina að einbeita sér að og þar er titillinn í þeirra höndum. Breiðablik er með 45 stig á toppi deildarinnar og geta náð ellefu stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri í kvöld. Bæði KA og Víkingur töpuðu stigum í gær en sýndu þó bæði mikinn karakter þar sem þau jöfnuðu bæði leiki sína í uppbótartíma. Valsarar geta að sama skapi nýtt sér töpuð stig liðanna og blandað sér af fullum krafti í baráttu um titilinn og Evrópusæti með sigri í kvöld. Eftir þrjá sigra í röð hafa fylgt tvö svekkjandi jafntefli í síðustu leikjum en Valsmenn komast aðeins stigi á eftir Víkingi með sigri í kvöld, og tíu stigum frá Blikum á toppnum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ætlaði sér sigur í bikarleiknum við Breiðablik í síðustu viku. Hann sagði sigur þar muna hjálpa Víkingum í baráttunni í deildinni og brjóta hjörtu Blika, sem gætu koðnað niður í kjölfarið. Nú er Kópavogspilta að afsanna fullyrðingar þjálfara Íslandsmeistaranna og sýna hvað í þeim býr. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og hefst bein útsending klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stúkan fer yfir leikinn og umferðina alla að leik loknum. Besta deild karla Breiðablik Valur Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
Breiðablik stendur vel að vígi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn sem liðið þráir eftir að hafa séð eftir honum í hendur Víkinga í fyrra, þar sem aðeins einu stigi munaði á liðunum. Blikar hafa unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni eftir óvænt stórtap fyrir Stjörnunni og jafntefli við Víkinga. Leikmenn liðsins vilja eflaust halda sigurhrinunni gangandi, og sýna hvað í þeim býr eftir slæmt 3-0 tap fyrir Víkingi í undanúrslitum bikarkeppninnar á miðvikudaginn var. Tapið þýðir að Blikar hafa einungis deildarkeppnina að einbeita sér að og þar er titillinn í þeirra höndum. Breiðablik er með 45 stig á toppi deildarinnar og geta náð ellefu stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri í kvöld. Bæði KA og Víkingur töpuðu stigum í gær en sýndu þó bæði mikinn karakter þar sem þau jöfnuðu bæði leiki sína í uppbótartíma. Valsarar geta að sama skapi nýtt sér töpuð stig liðanna og blandað sér af fullum krafti í baráttu um titilinn og Evrópusæti með sigri í kvöld. Eftir þrjá sigra í röð hafa fylgt tvö svekkjandi jafntefli í síðustu leikjum en Valsmenn komast aðeins stigi á eftir Víkingi með sigri í kvöld, og tíu stigum frá Blikum á toppnum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ætlaði sér sigur í bikarleiknum við Breiðablik í síðustu viku. Hann sagði sigur þar muna hjálpa Víkingum í baráttunni í deildinni og brjóta hjörtu Blika, sem gætu koðnað niður í kjölfarið. Nú er Kópavogspilta að afsanna fullyrðingar þjálfara Íslandsmeistaranna og sýna hvað í þeim býr. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og hefst bein útsending klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stúkan fer yfir leikinn og umferðina alla að leik loknum.
Besta deild karla Breiðablik Valur Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira