Nennum Nýsköpun Svava Björk Ólafsdóttir skrifar 5. september 2022 17:30 Nýsköpun er nauðsynleg, annars stöndum við í stað. Oft er talað um að krísa sé móðir tækifæranna og ýti undir að nýjar hugmyndir og aðferðir líti dagsins ljós, þá af nauðsyn. Í velmegun og stöðugleika eru vandamálin og áskoranirnar ekki alveg jafn aðkallandi. En við lifum svo sannarlega ekki á tímum stöðugleika þó svo við búum við öll heimsins gæði. Jörðin skelfur og brennur og átök geisa. Við erum mitt í stórri krísu og yfir okkur vofir loftslagsváin. Við þurfum nýjar lausnir, sem leysa af hólmi núverandi aðferðir, ferla og samfélagssýn sem eru á góðri leið að tortíma veruleikanum okkar. Við erum svo heppin að vera rík af náttúrulegum auðlindum. Nýtum þær miklu betur og þróum skilvirkari aðferðir. Við fáum hins vegar engar nýjar hugmyndir og komum litlu í verk án verðmætustu auðlindarinnar, fólksins í landinu. Stöndum í lappirnar og nýtum sköpunarkraftinn sem býr innra með okkur, við verðum öll að vera hluti af lausninni. Nennum nýsköpun, hugsum út fyrir boxið og gerum hlutina öðruvísi - “við höfum alltaf gert þetta svona” er svo sannarlega ekki að virka. Fræðum og þjálfum íslensku þjóðina í frumkvöðlafærni, skapandi hugsun og nýsköpun. Það þarf ekki einn nýsköpunaráfanga í skóla eða einn starfsdag með fókus á nýsköpun inn í fyrirtæki, þó það geti verið ágætis byrjun. Það þarf nýsköpun inn í alla króka og kima samfélagsins. Þvert á allt. Inn í leikskólana og grunnskólana, sorpmálin, Alþingi, hjúkrunarheimilin, orkumálin og heimilin í landinu. Því nýsköpun á heima alls staðar. Hún kemur okkur upp úr sama gamla farinu og við verðum öll að ýta bílnum, því hann er þungur og hefur setið lengi fastur. Nýsköpun er ekki næs heldur nauðsyn og nú er kominn tími til að vera dramatísk. Ef ekki núna, hvenær þá? Veröldin okkar býr við mikla krísu og við þurfum að nýta hugvitið og drifkraftinn og hugsa í lausnum. Ímyndið ykkur heila þjóð með lausnamiðað hugarfar og óbilandi sköpunargleði. Við verðum óstöðvandi, eða í það minnsta náum mögulega að lifa af. Nennum nýsköpun. Höfundur er meðstofnandi RATA, Norðanáttar og Hugmyndasmiða og sérfræðingur í nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Loftslagsmál Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Nýsköpun er nauðsynleg, annars stöndum við í stað. Oft er talað um að krísa sé móðir tækifæranna og ýti undir að nýjar hugmyndir og aðferðir líti dagsins ljós, þá af nauðsyn. Í velmegun og stöðugleika eru vandamálin og áskoranirnar ekki alveg jafn aðkallandi. En við lifum svo sannarlega ekki á tímum stöðugleika þó svo við búum við öll heimsins gæði. Jörðin skelfur og brennur og átök geisa. Við erum mitt í stórri krísu og yfir okkur vofir loftslagsváin. Við þurfum nýjar lausnir, sem leysa af hólmi núverandi aðferðir, ferla og samfélagssýn sem eru á góðri leið að tortíma veruleikanum okkar. Við erum svo heppin að vera rík af náttúrulegum auðlindum. Nýtum þær miklu betur og þróum skilvirkari aðferðir. Við fáum hins vegar engar nýjar hugmyndir og komum litlu í verk án verðmætustu auðlindarinnar, fólksins í landinu. Stöndum í lappirnar og nýtum sköpunarkraftinn sem býr innra með okkur, við verðum öll að vera hluti af lausninni. Nennum nýsköpun, hugsum út fyrir boxið og gerum hlutina öðruvísi - “við höfum alltaf gert þetta svona” er svo sannarlega ekki að virka. Fræðum og þjálfum íslensku þjóðina í frumkvöðlafærni, skapandi hugsun og nýsköpun. Það þarf ekki einn nýsköpunaráfanga í skóla eða einn starfsdag með fókus á nýsköpun inn í fyrirtæki, þó það geti verið ágætis byrjun. Það þarf nýsköpun inn í alla króka og kima samfélagsins. Þvert á allt. Inn í leikskólana og grunnskólana, sorpmálin, Alþingi, hjúkrunarheimilin, orkumálin og heimilin í landinu. Því nýsköpun á heima alls staðar. Hún kemur okkur upp úr sama gamla farinu og við verðum öll að ýta bílnum, því hann er þungur og hefur setið lengi fastur. Nýsköpun er ekki næs heldur nauðsyn og nú er kominn tími til að vera dramatísk. Ef ekki núna, hvenær þá? Veröldin okkar býr við mikla krísu og við þurfum að nýta hugvitið og drifkraftinn og hugsa í lausnum. Ímyndið ykkur heila þjóð með lausnamiðað hugarfar og óbilandi sköpunargleði. Við verðum óstöðvandi, eða í það minnsta náum mögulega að lifa af. Nennum nýsköpun. Höfundur er meðstofnandi RATA, Norðanáttar og Hugmyndasmiða og sérfræðingur í nýsköpun.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun