Nennum Nýsköpun Svava Björk Ólafsdóttir skrifar 5. september 2022 17:30 Nýsköpun er nauðsynleg, annars stöndum við í stað. Oft er talað um að krísa sé móðir tækifæranna og ýti undir að nýjar hugmyndir og aðferðir líti dagsins ljós, þá af nauðsyn. Í velmegun og stöðugleika eru vandamálin og áskoranirnar ekki alveg jafn aðkallandi. En við lifum svo sannarlega ekki á tímum stöðugleika þó svo við búum við öll heimsins gæði. Jörðin skelfur og brennur og átök geisa. Við erum mitt í stórri krísu og yfir okkur vofir loftslagsváin. Við þurfum nýjar lausnir, sem leysa af hólmi núverandi aðferðir, ferla og samfélagssýn sem eru á góðri leið að tortíma veruleikanum okkar. Við erum svo heppin að vera rík af náttúrulegum auðlindum. Nýtum þær miklu betur og þróum skilvirkari aðferðir. Við fáum hins vegar engar nýjar hugmyndir og komum litlu í verk án verðmætustu auðlindarinnar, fólksins í landinu. Stöndum í lappirnar og nýtum sköpunarkraftinn sem býr innra með okkur, við verðum öll að vera hluti af lausninni. Nennum nýsköpun, hugsum út fyrir boxið og gerum hlutina öðruvísi - “við höfum alltaf gert þetta svona” er svo sannarlega ekki að virka. Fræðum og þjálfum íslensku þjóðina í frumkvöðlafærni, skapandi hugsun og nýsköpun. Það þarf ekki einn nýsköpunaráfanga í skóla eða einn starfsdag með fókus á nýsköpun inn í fyrirtæki, þó það geti verið ágætis byrjun. Það þarf nýsköpun inn í alla króka og kima samfélagsins. Þvert á allt. Inn í leikskólana og grunnskólana, sorpmálin, Alþingi, hjúkrunarheimilin, orkumálin og heimilin í landinu. Því nýsköpun á heima alls staðar. Hún kemur okkur upp úr sama gamla farinu og við verðum öll að ýta bílnum, því hann er þungur og hefur setið lengi fastur. Nýsköpun er ekki næs heldur nauðsyn og nú er kominn tími til að vera dramatísk. Ef ekki núna, hvenær þá? Veröldin okkar býr við mikla krísu og við þurfum að nýta hugvitið og drifkraftinn og hugsa í lausnum. Ímyndið ykkur heila þjóð með lausnamiðað hugarfar og óbilandi sköpunargleði. Við verðum óstöðvandi, eða í það minnsta náum mögulega að lifa af. Nennum nýsköpun. Höfundur er meðstofnandi RATA, Norðanáttar og Hugmyndasmiða og sérfræðingur í nýsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Loftslagsmál Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Nýsköpun er nauðsynleg, annars stöndum við í stað. Oft er talað um að krísa sé móðir tækifæranna og ýti undir að nýjar hugmyndir og aðferðir líti dagsins ljós, þá af nauðsyn. Í velmegun og stöðugleika eru vandamálin og áskoranirnar ekki alveg jafn aðkallandi. En við lifum svo sannarlega ekki á tímum stöðugleika þó svo við búum við öll heimsins gæði. Jörðin skelfur og brennur og átök geisa. Við erum mitt í stórri krísu og yfir okkur vofir loftslagsváin. Við þurfum nýjar lausnir, sem leysa af hólmi núverandi aðferðir, ferla og samfélagssýn sem eru á góðri leið að tortíma veruleikanum okkar. Við erum svo heppin að vera rík af náttúrulegum auðlindum. Nýtum þær miklu betur og þróum skilvirkari aðferðir. Við fáum hins vegar engar nýjar hugmyndir og komum litlu í verk án verðmætustu auðlindarinnar, fólksins í landinu. Stöndum í lappirnar og nýtum sköpunarkraftinn sem býr innra með okkur, við verðum öll að vera hluti af lausninni. Nennum nýsköpun, hugsum út fyrir boxið og gerum hlutina öðruvísi - “við höfum alltaf gert þetta svona” er svo sannarlega ekki að virka. Fræðum og þjálfum íslensku þjóðina í frumkvöðlafærni, skapandi hugsun og nýsköpun. Það þarf ekki einn nýsköpunaráfanga í skóla eða einn starfsdag með fókus á nýsköpun inn í fyrirtæki, þó það geti verið ágætis byrjun. Það þarf nýsköpun inn í alla króka og kima samfélagsins. Þvert á allt. Inn í leikskólana og grunnskólana, sorpmálin, Alþingi, hjúkrunarheimilin, orkumálin og heimilin í landinu. Því nýsköpun á heima alls staðar. Hún kemur okkur upp úr sama gamla farinu og við verðum öll að ýta bílnum, því hann er þungur og hefur setið lengi fastur. Nýsköpun er ekki næs heldur nauðsyn og nú er kominn tími til að vera dramatísk. Ef ekki núna, hvenær þá? Veröldin okkar býr við mikla krísu og við þurfum að nýta hugvitið og drifkraftinn og hugsa í lausnum. Ímyndið ykkur heila þjóð með lausnamiðað hugarfar og óbilandi sköpunargleði. Við verðum óstöðvandi, eða í það minnsta náum mögulega að lifa af. Nennum nýsköpun. Höfundur er meðstofnandi RATA, Norðanáttar og Hugmyndasmiða og sérfræðingur í nýsköpun.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar