Hvað er að frétta hjá borgarstjórn? Ómar Már Jónsson skrifar 6. september 2022 10:01 Nú þegar um þrír og hálfur mánuður frá því að ný borgarstjórn tók við keflinu er mikilvægt að fara yfir stöðuna. Hvað er að frétta, hvernig gengur? Það blasir við að það mætti ganga betur. Ömurleg er staða foreldra vegna brostina loforða um leikskólapláss, áframhaldandi skortur á íbúðum og lóðum til úthlutunar og alvarlegur skortur á viðhaldi á mannvirkjum og lagnakerfum borgarinnar svo fátt eitt sé nefnt. Á framkvæmdahlið borgarinnar er fátt að gerast. En hvernig gengur fjárhagslega? Fyrir kosningarnar í maí voru nokkrir, ekki margir þó, bæði úr meirihluta borgarinnar og einnig þekktur sveitarstjórnarmaður af Suðurlandi sem leituðust við að vitna til um styrka fjárhagsstöðu borgarinnar. Menn kepptust við að segja að þar væri ekkert til að hafa áhyggjur af, borgin væri fjárhagslega sterk. Nýlega lét borgarstjóri hafa eftir sér að: ,,Ársreikningur Reykjavíkur skilar gríðarlega sterkri niðurstöðu við krefjandi aðstæður.“ Nú þegar 6 mánaða uppgjör borgarinnar liggur fyrir að svo er ekki. Það sem blasir við er alvarleg fjárhagsleg staða og um leið óvissa um fjárhagslegt sjálfstæði hennar. Það er síðan annað mál, sem hefur verið viðvarandi hjá borginni, er hversu góða mynd gefa ársreikningar og árshlutauppgjör í raun af stöðunni. Það er eitt af meginverkefnum sveitarstjórna að segja satt og rétt frá fjárhagsstöðu hverju sinni. Það er verið að sýsla með skatttekjur borgaranna og eiga þeir rétt á því að ársreikningar skýri á sem gleggstan hátt frá því hvernig fjárhagurinn er hverju sinni. Ársreikningar eiga ekki að vera þannig að ,,hafa skal það sem betur hljómar”, heldur lifandi upplýsingatæki sem er samanburðarhæft við önnur sveitarfélög hér á landi sem og við þann rekstur sem heyrir undir EFTA eins og lög áskilja. Helstu tölur Rekstrartap A-hlutans fyrstu sex mánuði ársins eru tæpir 9 milljarðar króna eða um 12% af tekjum. Það er þrátt fyrir milljarða aukingu á fasteignatekjum vegna skorts á húsnæði. Veltufé frá rekstri er neikvætt um -5% sem þýðir einfaldlega að það þarf að taka lán fyrir öllum fjárfestingum, öllum afborgunum lána og um 5% af rekstrarútgjöldum. Reiknaður hagnaður Félagsbústaða vegna hækkunar á fasteignamati nemur um 20 milljörðum króna á síðasta ári. Það eru ekki tekjur í banka, heldur reiknuð ágiskuð stærð sem leiðir til þess að samstæðureikningurinn sýnir mun betri niðurstöðu fyrir vikið en raunin er. Langtímaskuldir milli ára jukust um 41 milljarða á síðasta ári sem virðist vera það eina sem borgarstjórn er fær um að gera við þessar aðstæður. Gjörningur sem mun einungis auka við núverandi vanda. Við uppgjörsaðferð borgarinnar, að reikna hækkun á verðmati eigna sem tekjur, hafa verið gerðar alvarlegar athugasemdir sem eru til sérstakrar skoðunar hjá eftirlitsnefnd EFTA. Þannig er óheimilt að fela hallarekstur samstæðunnar með fegrun vegna ytri markaðssaðstæða hverju sinni, síst hjá opinberri rekstrareiningu. Allur rekstur skal notast við varfærnisreglu þegar kemur að því að færa virði eigna. Niðurstaðan sýnir að ef engin veruleg breyting hefur orðið á fjárhagsstöðu borgarinnar nú þegar komið er fram á níunda mánuð ársins þá er það alvarlegur hlutur vegna þess að í framangreindri upptalningu eru sterkar vísbendingar um að borgin sé í raun ekki hæf til að sinna lögbundnum verkefnum sínum, viðhaldsverkefnum eða annarri lögbundinni þjónustu, nema með áframhaldandi lántökum. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2021 og árshlutauppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins virðist lítið vera í fréttum er varðar jákvæða breytingu á fjárhagslegri stöðu borgarinnar og er það miður. Hún er í sama fasa og a.m.k. síðustu átta ár. Það sem gæti mögulega orðið í fréttum á komandi mánuðum er að eftirlitnefnd með fjármálum sveitarfélaga banki upp á hjá borgarstjórn og gangi heldur lengra en að spyrja einungis hvað sé að frétta. Höfundur er framkvæmdastjóri og efsti maður á lista Miðflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Reykjavík Borgarstjórn Miðflokkurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar um þrír og hálfur mánuður frá því að ný borgarstjórn tók við keflinu er mikilvægt að fara yfir stöðuna. Hvað er að frétta, hvernig gengur? Það blasir við að það mætti ganga betur. Ömurleg er staða foreldra vegna brostina loforða um leikskólapláss, áframhaldandi skortur á íbúðum og lóðum til úthlutunar og alvarlegur skortur á viðhaldi á mannvirkjum og lagnakerfum borgarinnar svo fátt eitt sé nefnt. Á framkvæmdahlið borgarinnar er fátt að gerast. En hvernig gengur fjárhagslega? Fyrir kosningarnar í maí voru nokkrir, ekki margir þó, bæði úr meirihluta borgarinnar og einnig þekktur sveitarstjórnarmaður af Suðurlandi sem leituðust við að vitna til um styrka fjárhagsstöðu borgarinnar. Menn kepptust við að segja að þar væri ekkert til að hafa áhyggjur af, borgin væri fjárhagslega sterk. Nýlega lét borgarstjóri hafa eftir sér að: ,,Ársreikningur Reykjavíkur skilar gríðarlega sterkri niðurstöðu við krefjandi aðstæður.“ Nú þegar 6 mánaða uppgjör borgarinnar liggur fyrir að svo er ekki. Það sem blasir við er alvarleg fjárhagsleg staða og um leið óvissa um fjárhagslegt sjálfstæði hennar. Það er síðan annað mál, sem hefur verið viðvarandi hjá borginni, er hversu góða mynd gefa ársreikningar og árshlutauppgjör í raun af stöðunni. Það er eitt af meginverkefnum sveitarstjórna að segja satt og rétt frá fjárhagsstöðu hverju sinni. Það er verið að sýsla með skatttekjur borgaranna og eiga þeir rétt á því að ársreikningar skýri á sem gleggstan hátt frá því hvernig fjárhagurinn er hverju sinni. Ársreikningar eiga ekki að vera þannig að ,,hafa skal það sem betur hljómar”, heldur lifandi upplýsingatæki sem er samanburðarhæft við önnur sveitarfélög hér á landi sem og við þann rekstur sem heyrir undir EFTA eins og lög áskilja. Helstu tölur Rekstrartap A-hlutans fyrstu sex mánuði ársins eru tæpir 9 milljarðar króna eða um 12% af tekjum. Það er þrátt fyrir milljarða aukingu á fasteignatekjum vegna skorts á húsnæði. Veltufé frá rekstri er neikvætt um -5% sem þýðir einfaldlega að það þarf að taka lán fyrir öllum fjárfestingum, öllum afborgunum lána og um 5% af rekstrarútgjöldum. Reiknaður hagnaður Félagsbústaða vegna hækkunar á fasteignamati nemur um 20 milljörðum króna á síðasta ári. Það eru ekki tekjur í banka, heldur reiknuð ágiskuð stærð sem leiðir til þess að samstæðureikningurinn sýnir mun betri niðurstöðu fyrir vikið en raunin er. Langtímaskuldir milli ára jukust um 41 milljarða á síðasta ári sem virðist vera það eina sem borgarstjórn er fær um að gera við þessar aðstæður. Gjörningur sem mun einungis auka við núverandi vanda. Við uppgjörsaðferð borgarinnar, að reikna hækkun á verðmati eigna sem tekjur, hafa verið gerðar alvarlegar athugasemdir sem eru til sérstakrar skoðunar hjá eftirlitsnefnd EFTA. Þannig er óheimilt að fela hallarekstur samstæðunnar með fegrun vegna ytri markaðssaðstæða hverju sinni, síst hjá opinberri rekstrareiningu. Allur rekstur skal notast við varfærnisreglu þegar kemur að því að færa virði eigna. Niðurstaðan sýnir að ef engin veruleg breyting hefur orðið á fjárhagsstöðu borgarinnar nú þegar komið er fram á níunda mánuð ársins þá er það alvarlegur hlutur vegna þess að í framangreindri upptalningu eru sterkar vísbendingar um að borgin sé í raun ekki hæf til að sinna lögbundnum verkefnum sínum, viðhaldsverkefnum eða annarri lögbundinni þjónustu, nema með áframhaldandi lántökum. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2021 og árshlutauppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins virðist lítið vera í fréttum er varðar jákvæða breytingu á fjárhagslegri stöðu borgarinnar og er það miður. Hún er í sama fasa og a.m.k. síðustu átta ár. Það sem gæti mögulega orðið í fréttum á komandi mánuðum er að eftirlitnefnd með fjármálum sveitarfélaga banki upp á hjá borgarstjórn og gangi heldur lengra en að spyrja einungis hvað sé að frétta. Höfundur er framkvæmdastjóri og efsti maður á lista Miðflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar