Ísland eitt landa leggur ekki gjöld á innfluttar unnar landbúnaðarvörur Erna Bjarnadóttir skrifar 6. september 2022 10:30 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur uppteknum hætti við að þyrla upp moldviðri í umræðu um tolla á innfluttar vörur. Þar hefur hann nýverið nefnt til sögunnar tolla á hráefni í bakkelsi og súkkulaði. Í frétt á www.visir.is, föstudaginn 2. september sl. er hermt að í skriflegu svari fjármálaráðherra til fréttastofunnar um málið segi m.a. „…að stjórnvöld mættu vera virkari í að laga tollasamninga að þörfum nútímans. Það sé til dæmis slæmt að íslenskir bakarar þurfi hráefni til baksturs sem sé tollað inn í landið, á sama tíma og fullunnar bakaðar vörur koma án tolla inn í landi. Með því ívilni tollafyrirkomulagið erlendu vinnuafli umfram innlent og það sé óásættanlegt.“ Enn og aftur er hér farið fram með málflutningi sem þarf að skoða nánar. Þegar íslenska tollskráin er skoðuð og borin saman við önnur EFTA lönd og ESB sést fljótt að ekkert þeirra landa kemst með tærnar þar sem Ísland hefur hælana í að afnema tolla á vörur sem innihalda landbúnaðarhráefni, oft kallað unnar landbúnaðarvörur. Hér er t.d. um að ræða vörur eins og croissant, samlokur og súkkulaði. En einnig getur þetta átt við samlokur, pizzur og aðrar vörur sem innihalda t.d. minna en 20% kjöt eða ost. Noregur – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Unnar landbúnaðarvörur falla undir bókun 3 við EES samninginn en ekki samninginn sjálfan. Því gilda ekki sömu kjör í viðskiptum ESB og Noregs annars vegar og ESB og Íslands hins vegar. Samkvæmt tilkynningu Noregs til EFTA leggur Noregur á verðjöfnunargjöld á ýmsar unnar landbúnaðarvörur sem eru upprunnar í ESB. Álagning þessara verðjöfnunargjalda er þannig uppbyggð að þau eru lögð á landbúnaðarhráefni í unnum landbúnaðarvörum – m.ö.o. gjald er lagt á tiltekin landbúnaðarhráefni sem njóta tollverndar. Hér er hægt að taka dæmi um súkkulaði í tollflokki 1806.9090 sem flutt er til Noregs frá ESB. Á grundvelli norskra verðjöfnunarreglna er lagður tollur á tiltekin innihaldsefni sem teljast landbúnaðarhráefni: Þannig leggst verðjöfnunargjald að fjárhæð 2,34 NOK/kg á súkkulaði í þessum tollflokki við innflutning til Noregs. ESB – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Sambærilegar reglur gilda í ESB um álagningu verðjöfnunargjalda á innflutt unnin matvæli. Um innflutning vara inn á innri markað ESB gildir reglugerð ESB nr. 510/2014 um viðskiptafyrirkomulag sem gildir um tilteknar vörur sem verða til við vinnslu landbúnaðarvara. Samkvæmt þessari reglugerð leggur ESB sérstök gjöld á erlendar innfluttar vörur til að ná frekar markmiðum sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar við tollameðferð þessara erlendu landbúnaðarvara. Þannig eru lögð á verðjöfnunargjöld, sem sett eru í sameiginlegu tollskránni, en þau samanstanda af verðtolli og landbúnaðarþætti sem er hluti af verðtollinum. Tollskrá ESB er þannig virkur hluti af landbúnaðarstefnu ESB. Sviss – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Sviss er aðili að EFTA samtökunum en ekki að EES samningum. Engu að síður hefur Sviss sett sambærilegar reglur varðandi álagningu verðjöfnunargjalda og gilda í Noregi og ESB. Þannig hefur Sviss birt sérstaka tilkynningu um það hvernig unnar landbúnaðarvörur verða tollafgreiddar. Í þessari tilkynningu kemur fram að landbúnaðarstefna landsins hafi það að markmiði að tryggja framleiðslu tiltekinna landbúnaðarvara. Með vísan til þess og að teknu tilliti til þess hversu hár framleiðslukostnaðar í Sviss er í alþjóðlegu samhengi sé nauðsynlegt að innleiða verðjöfnunarreglur til hagsbóta fyrir svissneska framleiðendur landbúnaðarvara. Umræðan er á villigötum Eins og rakið er hér að framan tryggja þau lönd sem við berum okkur hvað oftast saman við, með m.a. tollum og verðjöfnunargjöldum, að samkeppnisstaða innlends landbúnaðar sé jöfnuð gagnvart innflutningi. Ísland hefur hins vegar gengið svo langt að afnema tolla á stórum hluta unninna landbúnaðarvara frá ESB og fleiri ríkjum, við gerð tvíhliða samninga um viðskipti. Því mætti allt eins spyrja: Af hverju eru ekki lögð á verðjöfnunargjöld á Íslandi á landbúnaðarhráefni í t.d. innfluttu croissant, súkkulaði og samlokum? Eins og að framan er rakið er það sú aðferð sem umrædd lönd nota til að stuðla að öflugum innlendum landbúnaði og standa við bakið á innlendu vinnuafli. Ef Noregur gerir það, ESB gerir það og líka Sviss, af hverju gerir Ísland það ekki? Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skattar og tollar Landbúnaður Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur uppteknum hætti við að þyrla upp moldviðri í umræðu um tolla á innfluttar vörur. Þar hefur hann nýverið nefnt til sögunnar tolla á hráefni í bakkelsi og súkkulaði. Í frétt á www.visir.is, föstudaginn 2. september sl. er hermt að í skriflegu svari fjármálaráðherra til fréttastofunnar um málið segi m.a. „…að stjórnvöld mættu vera virkari í að laga tollasamninga að þörfum nútímans. Það sé til dæmis slæmt að íslenskir bakarar þurfi hráefni til baksturs sem sé tollað inn í landið, á sama tíma og fullunnar bakaðar vörur koma án tolla inn í landi. Með því ívilni tollafyrirkomulagið erlendu vinnuafli umfram innlent og það sé óásættanlegt.“ Enn og aftur er hér farið fram með málflutningi sem þarf að skoða nánar. Þegar íslenska tollskráin er skoðuð og borin saman við önnur EFTA lönd og ESB sést fljótt að ekkert þeirra landa kemst með tærnar þar sem Ísland hefur hælana í að afnema tolla á vörur sem innihalda landbúnaðarhráefni, oft kallað unnar landbúnaðarvörur. Hér er t.d. um að ræða vörur eins og croissant, samlokur og súkkulaði. En einnig getur þetta átt við samlokur, pizzur og aðrar vörur sem innihalda t.d. minna en 20% kjöt eða ost. Noregur – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Unnar landbúnaðarvörur falla undir bókun 3 við EES samninginn en ekki samninginn sjálfan. Því gilda ekki sömu kjör í viðskiptum ESB og Noregs annars vegar og ESB og Íslands hins vegar. Samkvæmt tilkynningu Noregs til EFTA leggur Noregur á verðjöfnunargjöld á ýmsar unnar landbúnaðarvörur sem eru upprunnar í ESB. Álagning þessara verðjöfnunargjalda er þannig uppbyggð að þau eru lögð á landbúnaðarhráefni í unnum landbúnaðarvörum – m.ö.o. gjald er lagt á tiltekin landbúnaðarhráefni sem njóta tollverndar. Hér er hægt að taka dæmi um súkkulaði í tollflokki 1806.9090 sem flutt er til Noregs frá ESB. Á grundvelli norskra verðjöfnunarreglna er lagður tollur á tiltekin innihaldsefni sem teljast landbúnaðarhráefni: Þannig leggst verðjöfnunargjald að fjárhæð 2,34 NOK/kg á súkkulaði í þessum tollflokki við innflutning til Noregs. ESB – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Sambærilegar reglur gilda í ESB um álagningu verðjöfnunargjalda á innflutt unnin matvæli. Um innflutning vara inn á innri markað ESB gildir reglugerð ESB nr. 510/2014 um viðskiptafyrirkomulag sem gildir um tilteknar vörur sem verða til við vinnslu landbúnaðarvara. Samkvæmt þessari reglugerð leggur ESB sérstök gjöld á erlendar innfluttar vörur til að ná frekar markmiðum sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar við tollameðferð þessara erlendu landbúnaðarvara. Þannig eru lögð á verðjöfnunargjöld, sem sett eru í sameiginlegu tollskránni, en þau samanstanda af verðtolli og landbúnaðarþætti sem er hluti af verðtollinum. Tollskrá ESB er þannig virkur hluti af landbúnaðarstefnu ESB. Sviss – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Sviss er aðili að EFTA samtökunum en ekki að EES samningum. Engu að síður hefur Sviss sett sambærilegar reglur varðandi álagningu verðjöfnunargjalda og gilda í Noregi og ESB. Þannig hefur Sviss birt sérstaka tilkynningu um það hvernig unnar landbúnaðarvörur verða tollafgreiddar. Í þessari tilkynningu kemur fram að landbúnaðarstefna landsins hafi það að markmiði að tryggja framleiðslu tiltekinna landbúnaðarvara. Með vísan til þess og að teknu tilliti til þess hversu hár framleiðslukostnaðar í Sviss er í alþjóðlegu samhengi sé nauðsynlegt að innleiða verðjöfnunarreglur til hagsbóta fyrir svissneska framleiðendur landbúnaðarvara. Umræðan er á villigötum Eins og rakið er hér að framan tryggja þau lönd sem við berum okkur hvað oftast saman við, með m.a. tollum og verðjöfnunargjöldum, að samkeppnisstaða innlends landbúnaðar sé jöfnuð gagnvart innflutningi. Ísland hefur hins vegar gengið svo langt að afnema tolla á stórum hluta unninna landbúnaðarvara frá ESB og fleiri ríkjum, við gerð tvíhliða samninga um viðskipti. Því mætti allt eins spyrja: Af hverju eru ekki lögð á verðjöfnunargjöld á Íslandi á landbúnaðarhráefni í t.d. innfluttu croissant, súkkulaði og samlokum? Eins og að framan er rakið er það sú aðferð sem umrædd lönd nota til að stuðla að öflugum innlendum landbúnaði og standa við bakið á innlendu vinnuafli. Ef Noregur gerir það, ESB gerir það og líka Sviss, af hverju gerir Ísland það ekki? Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun