Ísland eitt landa leggur ekki gjöld á innfluttar unnar landbúnaðarvörur Erna Bjarnadóttir skrifar 6. september 2022 10:30 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur uppteknum hætti við að þyrla upp moldviðri í umræðu um tolla á innfluttar vörur. Þar hefur hann nýverið nefnt til sögunnar tolla á hráefni í bakkelsi og súkkulaði. Í frétt á www.visir.is, föstudaginn 2. september sl. er hermt að í skriflegu svari fjármálaráðherra til fréttastofunnar um málið segi m.a. „…að stjórnvöld mættu vera virkari í að laga tollasamninga að þörfum nútímans. Það sé til dæmis slæmt að íslenskir bakarar þurfi hráefni til baksturs sem sé tollað inn í landið, á sama tíma og fullunnar bakaðar vörur koma án tolla inn í landi. Með því ívilni tollafyrirkomulagið erlendu vinnuafli umfram innlent og það sé óásættanlegt.“ Enn og aftur er hér farið fram með málflutningi sem þarf að skoða nánar. Þegar íslenska tollskráin er skoðuð og borin saman við önnur EFTA lönd og ESB sést fljótt að ekkert þeirra landa kemst með tærnar þar sem Ísland hefur hælana í að afnema tolla á vörur sem innihalda landbúnaðarhráefni, oft kallað unnar landbúnaðarvörur. Hér er t.d. um að ræða vörur eins og croissant, samlokur og súkkulaði. En einnig getur þetta átt við samlokur, pizzur og aðrar vörur sem innihalda t.d. minna en 20% kjöt eða ost. Noregur – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Unnar landbúnaðarvörur falla undir bókun 3 við EES samninginn en ekki samninginn sjálfan. Því gilda ekki sömu kjör í viðskiptum ESB og Noregs annars vegar og ESB og Íslands hins vegar. Samkvæmt tilkynningu Noregs til EFTA leggur Noregur á verðjöfnunargjöld á ýmsar unnar landbúnaðarvörur sem eru upprunnar í ESB. Álagning þessara verðjöfnunargjalda er þannig uppbyggð að þau eru lögð á landbúnaðarhráefni í unnum landbúnaðarvörum – m.ö.o. gjald er lagt á tiltekin landbúnaðarhráefni sem njóta tollverndar. Hér er hægt að taka dæmi um súkkulaði í tollflokki 1806.9090 sem flutt er til Noregs frá ESB. Á grundvelli norskra verðjöfnunarreglna er lagður tollur á tiltekin innihaldsefni sem teljast landbúnaðarhráefni: Þannig leggst verðjöfnunargjald að fjárhæð 2,34 NOK/kg á súkkulaði í þessum tollflokki við innflutning til Noregs. ESB – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Sambærilegar reglur gilda í ESB um álagningu verðjöfnunargjalda á innflutt unnin matvæli. Um innflutning vara inn á innri markað ESB gildir reglugerð ESB nr. 510/2014 um viðskiptafyrirkomulag sem gildir um tilteknar vörur sem verða til við vinnslu landbúnaðarvara. Samkvæmt þessari reglugerð leggur ESB sérstök gjöld á erlendar innfluttar vörur til að ná frekar markmiðum sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar við tollameðferð þessara erlendu landbúnaðarvara. Þannig eru lögð á verðjöfnunargjöld, sem sett eru í sameiginlegu tollskránni, en þau samanstanda af verðtolli og landbúnaðarþætti sem er hluti af verðtollinum. Tollskrá ESB er þannig virkur hluti af landbúnaðarstefnu ESB. Sviss – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Sviss er aðili að EFTA samtökunum en ekki að EES samningum. Engu að síður hefur Sviss sett sambærilegar reglur varðandi álagningu verðjöfnunargjalda og gilda í Noregi og ESB. Þannig hefur Sviss birt sérstaka tilkynningu um það hvernig unnar landbúnaðarvörur verða tollafgreiddar. Í þessari tilkynningu kemur fram að landbúnaðarstefna landsins hafi það að markmiði að tryggja framleiðslu tiltekinna landbúnaðarvara. Með vísan til þess og að teknu tilliti til þess hversu hár framleiðslukostnaðar í Sviss er í alþjóðlegu samhengi sé nauðsynlegt að innleiða verðjöfnunarreglur til hagsbóta fyrir svissneska framleiðendur landbúnaðarvara. Umræðan er á villigötum Eins og rakið er hér að framan tryggja þau lönd sem við berum okkur hvað oftast saman við, með m.a. tollum og verðjöfnunargjöldum, að samkeppnisstaða innlends landbúnaðar sé jöfnuð gagnvart innflutningi. Ísland hefur hins vegar gengið svo langt að afnema tolla á stórum hluta unninna landbúnaðarvara frá ESB og fleiri ríkjum, við gerð tvíhliða samninga um viðskipti. Því mætti allt eins spyrja: Af hverju eru ekki lögð á verðjöfnunargjöld á Íslandi á landbúnaðarhráefni í t.d. innfluttu croissant, súkkulaði og samlokum? Eins og að framan er rakið er það sú aðferð sem umrædd lönd nota til að stuðla að öflugum innlendum landbúnaði og standa við bakið á innlendu vinnuafli. Ef Noregur gerir það, ESB gerir það og líka Sviss, af hverju gerir Ísland það ekki? Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skattar og tollar Landbúnaður Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur uppteknum hætti við að þyrla upp moldviðri í umræðu um tolla á innfluttar vörur. Þar hefur hann nýverið nefnt til sögunnar tolla á hráefni í bakkelsi og súkkulaði. Í frétt á www.visir.is, föstudaginn 2. september sl. er hermt að í skriflegu svari fjármálaráðherra til fréttastofunnar um málið segi m.a. „…að stjórnvöld mættu vera virkari í að laga tollasamninga að þörfum nútímans. Það sé til dæmis slæmt að íslenskir bakarar þurfi hráefni til baksturs sem sé tollað inn í landið, á sama tíma og fullunnar bakaðar vörur koma án tolla inn í landi. Með því ívilni tollafyrirkomulagið erlendu vinnuafli umfram innlent og það sé óásættanlegt.“ Enn og aftur er hér farið fram með málflutningi sem þarf að skoða nánar. Þegar íslenska tollskráin er skoðuð og borin saman við önnur EFTA lönd og ESB sést fljótt að ekkert þeirra landa kemst með tærnar þar sem Ísland hefur hælana í að afnema tolla á vörur sem innihalda landbúnaðarhráefni, oft kallað unnar landbúnaðarvörur. Hér er t.d. um að ræða vörur eins og croissant, samlokur og súkkulaði. En einnig getur þetta átt við samlokur, pizzur og aðrar vörur sem innihalda t.d. minna en 20% kjöt eða ost. Noregur – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Unnar landbúnaðarvörur falla undir bókun 3 við EES samninginn en ekki samninginn sjálfan. Því gilda ekki sömu kjör í viðskiptum ESB og Noregs annars vegar og ESB og Íslands hins vegar. Samkvæmt tilkynningu Noregs til EFTA leggur Noregur á verðjöfnunargjöld á ýmsar unnar landbúnaðarvörur sem eru upprunnar í ESB. Álagning þessara verðjöfnunargjalda er þannig uppbyggð að þau eru lögð á landbúnaðarhráefni í unnum landbúnaðarvörum – m.ö.o. gjald er lagt á tiltekin landbúnaðarhráefni sem njóta tollverndar. Hér er hægt að taka dæmi um súkkulaði í tollflokki 1806.9090 sem flutt er til Noregs frá ESB. Á grundvelli norskra verðjöfnunarreglna er lagður tollur á tiltekin innihaldsefni sem teljast landbúnaðarhráefni: Þannig leggst verðjöfnunargjald að fjárhæð 2,34 NOK/kg á súkkulaði í þessum tollflokki við innflutning til Noregs. ESB – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Sambærilegar reglur gilda í ESB um álagningu verðjöfnunargjalda á innflutt unnin matvæli. Um innflutning vara inn á innri markað ESB gildir reglugerð ESB nr. 510/2014 um viðskiptafyrirkomulag sem gildir um tilteknar vörur sem verða til við vinnslu landbúnaðarvara. Samkvæmt þessari reglugerð leggur ESB sérstök gjöld á erlendar innfluttar vörur til að ná frekar markmiðum sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar við tollameðferð þessara erlendu landbúnaðarvara. Þannig eru lögð á verðjöfnunargjöld, sem sett eru í sameiginlegu tollskránni, en þau samanstanda af verðtolli og landbúnaðarþætti sem er hluti af verðtollinum. Tollskrá ESB er þannig virkur hluti af landbúnaðarstefnu ESB. Sviss – viðskiptakjör með unnar landbúnaðarvörur Sviss er aðili að EFTA samtökunum en ekki að EES samningum. Engu að síður hefur Sviss sett sambærilegar reglur varðandi álagningu verðjöfnunargjalda og gilda í Noregi og ESB. Þannig hefur Sviss birt sérstaka tilkynningu um það hvernig unnar landbúnaðarvörur verða tollafgreiddar. Í þessari tilkynningu kemur fram að landbúnaðarstefna landsins hafi það að markmiði að tryggja framleiðslu tiltekinna landbúnaðarvara. Með vísan til þess og að teknu tilliti til þess hversu hár framleiðslukostnaðar í Sviss er í alþjóðlegu samhengi sé nauðsynlegt að innleiða verðjöfnunarreglur til hagsbóta fyrir svissneska framleiðendur landbúnaðarvara. Umræðan er á villigötum Eins og rakið er hér að framan tryggja þau lönd sem við berum okkur hvað oftast saman við, með m.a. tollum og verðjöfnunargjöldum, að samkeppnisstaða innlends landbúnaðar sé jöfnuð gagnvart innflutningi. Ísland hefur hins vegar gengið svo langt að afnema tolla á stórum hluta unninna landbúnaðarvara frá ESB og fleiri ríkjum, við gerð tvíhliða samninga um viðskipti. Því mætti allt eins spyrja: Af hverju eru ekki lögð á verðjöfnunargjöld á Íslandi á landbúnaðarhráefni í t.d. innfluttu croissant, súkkulaði og samlokum? Eins og að framan er rakið er það sú aðferð sem umrædd lönd nota til að stuðla að öflugum innlendum landbúnaði og standa við bakið á innlendu vinnuafli. Ef Noregur gerir það, ESB gerir það og líka Sviss, af hverju gerir Ísland það ekki? Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun