Erlent

Sá eftir því að hafa flúið dýra­garð þegar það fór að rigna

Bjarki Sigurðsson skrifar
Apinn fékk regnkápu og var að lokum fylgt heim.
Apinn fékk regnkápu og var að lokum fylgt heim.

Simpansi flúði dýragarð í borginni Karkív í Úkraínu í gær og hafði engan áhuga á því að snúa aftur þangað. Þegar það fór að rigna sá hann þó eftir því og fékk regnkápu hjá starfsmanni dýragarðsins sem fylgdi honum aftur heim á hjóli.

Í myndbandi sem hefur verið birt í úkraínskum fjölmiðlum má sjá simpansann ganga um götur borgarinnar. Þá sést þegar starfsmaður dýragarðsins reynir að fá simpansann til að koma með sér aftur í dýragarðinn.

Hann vildi engan veginn fara heim úr bæjarferð sinni alveg strax en stuttu síðar fór að rigna. Simpansanum var þá ekki skemmt og hljóp í átt að starfsmanninum. Sá gat gefið honum gula regnkápu til að skýla honum frá rigningunni.

Þegar búið var að stytta upp skilaði simpansanum jakkanum sem hann hafði fengið að láni. Hann samþykkti að fara aftur heim og fékk far þangað á reiðhjóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×