Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2022 10:00 HK hefur spilað samfleytt í efstu deild síðan 2005. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að liðið falli niður í Grill 66-deildina eftir átján tímabil í röð í deild þeirra bestu. HK lenti í 4. sæti Covid-tímabilið 2019-20 en hefur endað í 7. sæti undanfarin tvö ár og því þurft að fara í umspil til að sæti sínu í Olís-deildinni. Annað árið í röð hefur leikmannahópur HK veikst umtalsvert. Markadrottning Olís-deildarinnar á síðasta tímabili, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, er farinn í atvinnumennsku, fyrirliðinn Sigríður Hauksdóttir, sem lék reyndar ekkert á síðasta tímabili, gekk í raðir Vals og einn besti varnarmaður liðsins, Alexandra Líf Arnarsdóttir, fór til Noregs. HK átti fjóra leikmenn í U-18 ára landsliðinu sem endaði í 8. sæti á HM í sumar. Þessir leikmenn, Ethel Gyða Bjarnasen, Embla Steinþórsdóttir, Inga Lára og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, spiluðu aðallega með U-liði HK á síðasta tímabili en fá væntanlega nokkuð stórt hlutverk með aðalliðinu í vetur. Og þær þurfa að standa sig því HK hefur ekki fengið einn einasta leikmann fyrir tímabilið. Þá er nýr maður í brúnni hjá HK, Samúel Ívar Árnason. Miðað við blóðtökuna sem HK hefur orðið fyrir væri liðið eflaust fegið að halda áfram áskrift að 7. sætinu sínu. Það er þó hætt við að áskriftinni verði sagt upp. Gengi HK undanfarinn áratug 2021-22: 7. sæti 2020-21: 7. sæti 2019-20: 4. sæti 2018-19: 7. sæti 2017-18: B-deild (2. sæti) 2016-17: B-deild (4. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 9. sæti 2013-14: 8. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 5. sæti+átta liða úrslit Lykilmaðurinn Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er af miklum íþróttaættum.vísir/hulda margrét Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er reyndasti leikmaður HK og það reynir á hana sem aldrei fyrr í vetur. Hún býr yfir miklum leiðtogahæfileikum og þeir verða að skína skært í ungu liði HK. Félagið hefur verið í efstu deild frá 2005 og Valgerður vill eflaust ekki sjá það fara niður á sinni vakt. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Farnar: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir til Önnereds (Svíþjóð) Sigríður Hauksdóttir til Vals Guðrún Erla Bjarnadóttir til Fjölnis/Fylkis Þóra María Sigurjónsdóttir til Gróttu Alexandra Líf Arnarsdóttir til Fredrikstad (Noregi) Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Fáir nema allra, allra hörðustu handboltaáhugamenn þekktu Ethel Gyðu Bjarnasen í byrjun sumars. En það breyttist þegar EM U-18 ára hófst. Ethel átti þar hvern stórleikinn á fætur öðrum og var meðal bestu markvarða mótsins. Hún var sérstaklega nösk að verja úr dauðafærum og nánast ósigrandi í vítaköstum. Ethel spilaði sama og ekkert með aðalliði HK á síðasta tímabili en það ætti að breytast í vetur. Olís-deild kvenna HK Kópavogur Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að liðið falli niður í Grill 66-deildina eftir átján tímabil í röð í deild þeirra bestu. HK lenti í 4. sæti Covid-tímabilið 2019-20 en hefur endað í 7. sæti undanfarin tvö ár og því þurft að fara í umspil til að sæti sínu í Olís-deildinni. Annað árið í röð hefur leikmannahópur HK veikst umtalsvert. Markadrottning Olís-deildarinnar á síðasta tímabili, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, er farinn í atvinnumennsku, fyrirliðinn Sigríður Hauksdóttir, sem lék reyndar ekkert á síðasta tímabili, gekk í raðir Vals og einn besti varnarmaður liðsins, Alexandra Líf Arnarsdóttir, fór til Noregs. HK átti fjóra leikmenn í U-18 ára landsliðinu sem endaði í 8. sæti á HM í sumar. Þessir leikmenn, Ethel Gyða Bjarnasen, Embla Steinþórsdóttir, Inga Lára og Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, spiluðu aðallega með U-liði HK á síðasta tímabili en fá væntanlega nokkuð stórt hlutverk með aðalliðinu í vetur. Og þær þurfa að standa sig því HK hefur ekki fengið einn einasta leikmann fyrir tímabilið. Þá er nýr maður í brúnni hjá HK, Samúel Ívar Árnason. Miðað við blóðtökuna sem HK hefur orðið fyrir væri liðið eflaust fegið að halda áfram áskrift að 7. sætinu sínu. Það er þó hætt við að áskriftinni verði sagt upp. Gengi HK undanfarinn áratug 2021-22: 7. sæti 2020-21: 7. sæti 2019-20: 4. sæti 2018-19: 7. sæti 2017-18: B-deild (2. sæti) 2016-17: B-deild (4. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 9. sæti 2013-14: 8. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 5. sæti+átta liða úrslit Lykilmaðurinn Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er af miklum íþróttaættum.vísir/hulda margrét Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er reyndasti leikmaður HK og það reynir á hana sem aldrei fyrr í vetur. Hún býr yfir miklum leiðtogahæfileikum og þeir verða að skína skært í ungu liði HK. Félagið hefur verið í efstu deild frá 2005 og Valgerður vill eflaust ekki sjá það fara niður á sinni vakt. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Farnar: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir til Önnereds (Svíþjóð) Sigríður Hauksdóttir til Vals Guðrún Erla Bjarnadóttir til Fjölnis/Fylkis Þóra María Sigurjónsdóttir til Gróttu Alexandra Líf Arnarsdóttir til Fredrikstad (Noregi) Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Fáir nema allra, allra hörðustu handboltaáhugamenn þekktu Ethel Gyðu Bjarnasen í byrjun sumars. En það breyttist þegar EM U-18 ára hófst. Ethel átti þar hvern stórleikinn á fætur öðrum og var meðal bestu markvarða mótsins. Hún var sérstaklega nösk að verja úr dauðafærum og nánast ósigrandi í vítaköstum. Ethel spilaði sama og ekkert með aðalliði HK á síðasta tímabili en það ætti að breytast í vetur.
2021-22: 7. sæti 2020-21: 7. sæti 2019-20: 4. sæti 2018-19: 7. sæti 2017-18: B-deild (2. sæti) 2016-17: B-deild (4. sæti) 2015-16: 9. sæti 2014-15: 9. sæti 2013-14: 8. sæti+átta liða úrslit 2012-13: 5. sæti+átta liða úrslit
Komnar: Farnar: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir til Önnereds (Svíþjóð) Sigríður Hauksdóttir til Vals Guðrún Erla Bjarnadóttir til Fjölnis/Fylkis Þóra María Sigurjónsdóttir til Gróttu Alexandra Líf Arnarsdóttir til Fredrikstad (Noregi) Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild kvenna HK Kópavogur Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira