Orsic tryggði Dinamo Zagreb óvæntan sigur gegn Chelsea Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. september 2022 18:46 Mislav Orsic reyndist hetja Dinamo Zagreb í kvöld. Luka Stanzl/Pixsell/MB Media/Getty Images Mislav Orsic skorapi eina mark leiksins er Dinamo Zagreb tók á móti Chelsea í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 og óvæntur sigur heimamanna því staðreynd. Orsic kom heimamönnum í forystu strax á 13. mínútu leiksins með góðu marki eftir undirbúning Bruno Petkovic. Við markið færðu heimamenn sig aftar á völlinn og yfirburður Chelsea urðu miklir eftir það. Þrátt fyrir þessa yfirburði gestanna tókst þeim ekki að jafna metin fyrir hálfleikshléið og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleiknum. Gestirnir í Chelsea voru mikið meira með boltann og sóttu stíft, en vörn heimamanna hélt vel og gaf fá færi á sér. Gestirnir fundu þó nokkrar opnanir á varnarleik Dinamo Zagreb, en inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan því 1-0 sigur heimamanna. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Mislav Orsic skorapi eina mark leiksins er Dinamo Zagreb tók á móti Chelsea í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-0 og óvæntur sigur heimamanna því staðreynd. Orsic kom heimamönnum í forystu strax á 13. mínútu leiksins með góðu marki eftir undirbúning Bruno Petkovic. Við markið færðu heimamenn sig aftar á völlinn og yfirburður Chelsea urðu miklir eftir það. Þrátt fyrir þessa yfirburði gestanna tókst þeim ekki að jafna metin fyrir hálfleikshléið og staðan því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleiknum. Gestirnir í Chelsea voru mikið meira með boltann og sóttu stíft, en vörn heimamanna hélt vel og gaf fá færi á sér. Gestirnir fundu þó nokkrar opnanir á varnarleik Dinamo Zagreb, en inn vildi boltinn ekki og niðurstaðan því 1-0 sigur heimamanna.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti