Umfjöllun: Holland-Ísland 1-0 | Stelpurnar okkar 90 sekúndum frá því að tryggja sér sæti á HM Valur Páll Eiríksson skrifar 6. september 2022 20:45 Sandra Sigurðardóttir var frábær í fyrri hálfleik. Vísir/Jónína Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. Ísland mætti afar sterku hollensku liði í kvöld sem var með tögl og hagldir frá upphafi. Íslenska liðinu gekk illa að halda í boltann og í fyrri hálfleik óð hollenska liðið í færum. Danielle van de Donk átti skot í slánna af stuttu færi á 24. mínútu og hún fékk dauðafæri þremur mínútum síðar þegar Sandra Sigurðardóttir varði frábærlega áður en Guðný Árnadóttir bjargaði frá van de Donk á línu strax í kjölfarið. Þá átti Renate Jansen skot í slá mínútu síðar en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra hollensku var staðan markalaus í hléi, þökk sé markstöngunum og Söndru Sigurðardóttur. Varnarleikur íslenska liðsins var sterkari í síðari hálfleiknum þó áfram héldi illa að halda í boltann. Færunum fækkaði hjá þeim hollensku og bera fór á örvæntingu og stressi í þeirra leik eftir því sem leið á. Sveindís Jane Jónsdóttir fékk algjört dauðafæri til að koma Íslandi yfir þegar stundarfjórðungur lifði leiks eftir fyrirgjöf Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur frá hægri. Hún kiksaði hins vegar boltann á markteig og staðan því áfram markalaus. Enn gekk Hollendingum illa að skapa sér almennileg marktækifæri á lokakaflanum þrátt fyrir að liggja algjörlega á íslenska liðinu. En það var svo á þriðju mínútu fjögurra mínútna uppbótartíma sem stíflan brast. Fyrirgjöf Esmee Brugts frá vinstri fór yfir allan pakkann á teignum og lak inn í markið á fjærstönginni. Það dugði Hollandi til 1-0 sigurs og vann liðið þar með riðilinn og er komið á HM. Það verður ekki meira svekkjandi fyrir íslenska liðið sem færist niður í annað sæti og fer í umspil um sæti á mótinu í október næstkomandi. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi
Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. Ísland mætti afar sterku hollensku liði í kvöld sem var með tögl og hagldir frá upphafi. Íslenska liðinu gekk illa að halda í boltann og í fyrri hálfleik óð hollenska liðið í færum. Danielle van de Donk átti skot í slánna af stuttu færi á 24. mínútu og hún fékk dauðafæri þremur mínútum síðar þegar Sandra Sigurðardóttir varði frábærlega áður en Guðný Árnadóttir bjargaði frá van de Donk á línu strax í kjölfarið. Þá átti Renate Jansen skot í slá mínútu síðar en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra hollensku var staðan markalaus í hléi, þökk sé markstöngunum og Söndru Sigurðardóttur. Varnarleikur íslenska liðsins var sterkari í síðari hálfleiknum þó áfram héldi illa að halda í boltann. Færunum fækkaði hjá þeim hollensku og bera fór á örvæntingu og stressi í þeirra leik eftir því sem leið á. Sveindís Jane Jónsdóttir fékk algjört dauðafæri til að koma Íslandi yfir þegar stundarfjórðungur lifði leiks eftir fyrirgjöf Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur frá hægri. Hún kiksaði hins vegar boltann á markteig og staðan því áfram markalaus. Enn gekk Hollendingum illa að skapa sér almennileg marktækifæri á lokakaflanum þrátt fyrir að liggja algjörlega á íslenska liðinu. En það var svo á þriðju mínútu fjögurra mínútna uppbótartíma sem stíflan brast. Fyrirgjöf Esmee Brugts frá vinstri fór yfir allan pakkann á teignum og lak inn í markið á fjærstönginni. Það dugði Hollandi til 1-0 sigurs og vann liðið þar með riðilinn og er komið á HM. Það verður ekki meira svekkjandi fyrir íslenska liðið sem færist niður í annað sæti og fer í umspil um sæti á mótinu í október næstkomandi.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti