Viðskipti erlent

Fyrsta borgin til að banna kjötaug­lýsingar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kjötauglýsingar sem þessi verða bannaðar í borginni frá og með árinu 2024.
Kjötauglýsingar sem þessi verða bannaðar í borginni frá og með árinu 2024. Getty

Borgin Haarlem í Hollandi hefur ákveðið að bannað auglýsingar á kjötvörum í almannarýmum. Borgin er sú fyrsta í heiminum til að banna auglýsingarnar.

Markmiðið með banninu er að takmarka neyslu á kjötvörum og losun gróðurhúsalofttegunda. Bannið tekur gildi árið 2024 og var ákvörðunin gerð eftir að kjötvörur voru settar á lista yfir þær vörur sem ýta undir hlýnun jarðar.

„Við viljum ekki hindra fólk frá því að elda og steikja heima hjá sér, ef fólk vill halda áfram að borða kjöt þá er það í lagi. En við getum ekki sagt fólki að það sé loftslagsvandi og síðan hvatt það til þess að kaupa vörur sem eru hluti af vandamálinu,“ sagði Ziggy Klazes, borgarfulltrúi GroenLinks, í samtali við útvarpsstöðina Haarlem105.

Einnig verður bannað að auglýsa fleiri hluti, til dæmis flugferðir, eldsneyti og bíla sem notast við jarðefnaeldsneyti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×