„Við erum ekkert hættar, við ætlum okkur að fara á HM“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. september 2022 22:31 Áslaug Munda segir andrúmsloftið þungt en að sama skapi er íslenski hópurinn ákveðinn í því að klára umspilið og komast á HM. Patrick Goosen/Getty Images Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var að vonum svekkt eftir 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Ísland var 90 sekúndum frá jafntefli sem hefði tryggt liðinu sæti á HM. Aðspurð um stemninguna í íslenska hópnum eftir tapið segir Áslaug: „Bara mjög þungt og dapurt. Þetta verður sárt í kvöld en svo fer maður bara að einbeita sér að næsta leik. Við ætlum bara að klára það og fara beint eftir þann leik á HM,“ Áslaug segir þá Ísland hafa mætt illa til leiks. Íslenska liðið var í töluverðum vandræðum og Holland óð í færum. „Mér fannst vera smá skjálfti í okkur. Við vissum í rauninni bara hvað var undir þannig að við spiluðum í rauninni aðeins öðruvísi leik heldur en við erum vanar. Við vorum heldur þéttar fyrir og vorum bara í lágvörn,“ Hollandi sótti gegndarlaust upp hægra megin, sérstaklega í fyrri hálfleiknum, sem olli Áslaugu, sem var í vinstri bakverðinum, töluverðum vandræðum. „Sjálf var ég smá týnd en það var mikill talandi í hópnum sem hjálpaði mér, bæði af bekknum og í liðinu sjálfu. Það hjálpaði mér aðeins,“ segir Áslaug. „Í seinni hálfleik kom aðeins betri taktur í okkur fannst mér. Auðvitað vorum við ennþá eiginlega ellefu fyrir aftan boltann en við vissum bara að það væri það sem við þyrftum að gera,“ segir hún jafnframt. Líkt og Áslaug kemur inn á var íslenska liðið betra varnarlega í síðari hálfleiknum þar sem færi þeirra hollensku voru færri. Það stefndi allt í jafnteflið þangað til markið kom í lokin. „Þetta var að falla með okkur en ætli við höfum ekki bara hafa haldið að þetta væri búið of snemma. Því miður.“ Þó er enginn uppgjafartónn í henni. Umspilið er fram undan og draumurinn um HM lifir. „Við erum ekkert hættar. Við ætlum okkur að fara á HM,“ sagði Áslaug Munda að lokum. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. 6. september 2022 21:40 „Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15 Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50 Umfjöllun: Holland-Ísland 1-0 | Stelpurnar okkar 90 sekúndum frá því að tryggja sér sæti á HM Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 20:45 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Aðspurð um stemninguna í íslenska hópnum eftir tapið segir Áslaug: „Bara mjög þungt og dapurt. Þetta verður sárt í kvöld en svo fer maður bara að einbeita sér að næsta leik. Við ætlum bara að klára það og fara beint eftir þann leik á HM,“ Áslaug segir þá Ísland hafa mætt illa til leiks. Íslenska liðið var í töluverðum vandræðum og Holland óð í færum. „Mér fannst vera smá skjálfti í okkur. Við vissum í rauninni bara hvað var undir þannig að við spiluðum í rauninni aðeins öðruvísi leik heldur en við erum vanar. Við vorum heldur þéttar fyrir og vorum bara í lágvörn,“ Hollandi sótti gegndarlaust upp hægra megin, sérstaklega í fyrri hálfleiknum, sem olli Áslaugu, sem var í vinstri bakverðinum, töluverðum vandræðum. „Sjálf var ég smá týnd en það var mikill talandi í hópnum sem hjálpaði mér, bæði af bekknum og í liðinu sjálfu. Það hjálpaði mér aðeins,“ segir Áslaug. „Í seinni hálfleik kom aðeins betri taktur í okkur fannst mér. Auðvitað vorum við ennþá eiginlega ellefu fyrir aftan boltann en við vissum bara að það væri það sem við þyrftum að gera,“ segir hún jafnframt. Líkt og Áslaug kemur inn á var íslenska liðið betra varnarlega í síðari hálfleiknum þar sem færi þeirra hollensku voru færri. Það stefndi allt í jafnteflið þangað til markið kom í lokin. „Þetta var að falla með okkur en ætli við höfum ekki bara hafa haldið að þetta væri búið of snemma. Því miður.“ Þó er enginn uppgjafartónn í henni. Umspilið er fram undan og draumurinn um HM lifir. „Við erum ekkert hættar. Við ætlum okkur að fara á HM,“ sagði Áslaug Munda að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. 6. september 2022 21:40 „Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15 Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50 Umfjöllun: Holland-Ísland 1-0 | Stelpurnar okkar 90 sekúndum frá því að tryggja sér sæti á HM Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 20:45 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
„Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. 6. september 2022 21:40
„Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15
Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00
Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50
Umfjöllun: Holland-Ísland 1-0 | Stelpurnar okkar 90 sekúndum frá því að tryggja sér sæti á HM Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 20:45
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti