Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 09:11 Thomas Tuchel. vísir/Getty Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Chelsea tilkynnti tíðindin á heimasíðu sinni í morgun. Nýir eigendur liðsins hafa átt félagið í slétta 100 daga og hafa ákveðið að breyta til eftir strembna byrjun á tímabilinu. Chelsea eyddi fúlgum fjár í sumar, því mesta í sögu félagsins í einum félagsskiptaglugga, og þykir árangurinn ekki sýna sig á vellinum. 260 milljónum punda var eytt í leikmannakaup, þar af 200 milljónum umfram sölur. Chelsea hefur aðeins unnið þrjá deildarleiki af sex í vetur, alla með eins marks mun, gegn Everton, Leicester og West Ham. Félagið gerði þá jafntefli við Tottenham og tapaði fyrir Leeds United og Southampton í deildinni. Tapið fyrir Dinamo Zagreb í Króatíu í gærkvöld virðist hafa fyllt mæli nýs eigendahóps, sem leiddur er af Todd Boehly, stjórnarformanni félagsins. Hann gekk frá kaupum á félaginu í júní. Chelsea Football Club part company with Thomas Tuchel.— Chelsea FC (@ChelseaFC) September 7, 2022 Tuchel var ráðinn þjálfari liðsins af Roman Abramovich, þáverandi eiganda liðsins, í janúar 2021 og vann Meistaradeild Evrópu með félaginu um vorið það ár. Hann bætti við Ofurbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða haustið eftir. Þá tapaði Chelsea undir hans stjórn í úrslitum FA-bikarsins í fyrra og í ár. Í tilkynningu Chelsea segir að starfslið félagsins muni sjá um þjálfun liðsins en ekkert hefur verið gefið út um arftaka Þjóðverjans. Tuchel þjálfaði áður Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain með fínum árangri en hann vann franska meistaratitilinn 2019 og 2020 með síðarnefnda liðinu og kom því í úrslit meistaradeildarinnar vorið 2020. Fréttin hefur verið uppfærð. Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
Chelsea tilkynnti tíðindin á heimasíðu sinni í morgun. Nýir eigendur liðsins hafa átt félagið í slétta 100 daga og hafa ákveðið að breyta til eftir strembna byrjun á tímabilinu. Chelsea eyddi fúlgum fjár í sumar, því mesta í sögu félagsins í einum félagsskiptaglugga, og þykir árangurinn ekki sýna sig á vellinum. 260 milljónum punda var eytt í leikmannakaup, þar af 200 milljónum umfram sölur. Chelsea hefur aðeins unnið þrjá deildarleiki af sex í vetur, alla með eins marks mun, gegn Everton, Leicester og West Ham. Félagið gerði þá jafntefli við Tottenham og tapaði fyrir Leeds United og Southampton í deildinni. Tapið fyrir Dinamo Zagreb í Króatíu í gærkvöld virðist hafa fyllt mæli nýs eigendahóps, sem leiddur er af Todd Boehly, stjórnarformanni félagsins. Hann gekk frá kaupum á félaginu í júní. Chelsea Football Club part company with Thomas Tuchel.— Chelsea FC (@ChelseaFC) September 7, 2022 Tuchel var ráðinn þjálfari liðsins af Roman Abramovich, þáverandi eiganda liðsins, í janúar 2021 og vann Meistaradeild Evrópu með félaginu um vorið það ár. Hann bætti við Ofurbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða haustið eftir. Þá tapaði Chelsea undir hans stjórn í úrslitum FA-bikarsins í fyrra og í ár. Í tilkynningu Chelsea segir að starfslið félagsins muni sjá um þjálfun liðsins en ekkert hefur verið gefið út um arftaka Þjóðverjans. Tuchel þjálfaði áður Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain með fínum árangri en hann vann franska meistaratitilinn 2019 og 2020 með síðarnefnda liðinu og kom því í úrslit meistaradeildarinnar vorið 2020. Fréttin hefur verið uppfærð.
Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira