Höfum við gleymt því, sem öllu máli skiptir? Ragnar Borgþór Ragnarsson skrifar 7. september 2022 10:00 Höfum við gleymt því, sem öllu máli skiptir? Sama hvernig við lítum á málin er náttúran sá hornsteinn sem við þurfum að byggja á. Án hennar verður engin sjálfbærni, og ekkert sjálfstæði. Í náttúruna sækjum við hreint vatn og loft, og hreina matvöru. Trén veita skjól fyrir storminum og hreinsa loftið, og fjölbreytt náttúra er undirstaða þess fjölbreytilega lífríkis, sem við erum hluti af. Ari fróði skrifaði í Íslendingabók að landið hafi hér áður verið 'viði vaxið milli fjalls og fjöru'. Hvort sem það er rétt eða rangt, hlýtur það að vera göfugt markmið að stefna þangað aftur. Ég var nýlega að leita að stað til að sækja ætihvönn, eitthvað sem ég hef ekki gert áður, og var sagt að Ölfusárós væri álitlegur staður. Ölfusárós er ármynni (e. estuary), þar sem sjór og ferskvatn blandast saman. Þetta þykja auðug lífríki, því þar er að jafnaði, einstaklega mikið af næringarefnum í bæði jarðveg og vatni. Afurðir náttúrunnar, jurtir, fiskar, og dýr, verða aldrei heilbrigðari en umhverfið sem þau þrífast í. Örlítið ofar í Ölfusá er fráveitukerfi Selfoss, sem sturtar óhreinsuðum úrgangi frá iðnaðar- og íbúabyggð út í ána. Í úrganginum eru ýmis efni sem hvorki við, né dýrin, viljum neyta í neinu magni. Þessi mál þarf að laga. Það er hægt að ganga að fólkinu dauðu, einu sinni eða oftar, en náttúran sem við eyðileggjum kemur seint aftur. Á hinum endanum er framkoma okkar, við fátækt fólk, eldra fólk, fatlaða og veika, fanga, fíkniefnaneytendur o.fl., umhugsunarverð. Þau kerfi sem sjá um þau mál eru ómannúðleg og mætti segja að þau litist af mannfyrirlitningu. Auk þess er þróunin í þá átt, að öll mannleg samskipti verði fjarlægð úr ferlinu, það verður allt rafrænt, hvort sem það er synjun um hjálp og aðstoð, eða annað. Með fangamál og mál fíkniefnaneytenda mættum við velta því fyrir okkur, hvort einhver fæðist í raun illur, eða hvort það sé nóg að segja bara 'nei' við eiturlyfjum. Auk þess má velta því fyrir sér, hvort nokkrum manni þyki það líklegt til árangurs, að loka menn inn í herbergi á stofnun í einhverja mánuði eða ár. Hvaða gagn er af slíkri meðferð? Ofan á það, fá fangarnir sk. 'óhreint sakavottorð'. Þarna setjum við stein í götu karla og kvenna, sem hafa að jafnaði verið í miklum vandræðum með lífið, áður en frelsið var tekið af þeim. Við látum það sem sagt ekki duga að læsa fólk inn á herbergi til lengri tíma, við pössum líka að þeir fái enga vinnu eftir afplánun. Ég myndi giska á, að ef menn fremja glæpi, mætti tengja það við mikil veikindi, eða nöturlega tilveru, sem er til þess fallin að menn tapi trúnni á að til séu góðir menn og konur. Þetta eru stór og mikilvæg vandamál, sem brýnt er að leysa, og margar spurningar sem vert er að velta fyrir sér. Höfundur er tölvunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Höfum við gleymt því, sem öllu máli skiptir? Sama hvernig við lítum á málin er náttúran sá hornsteinn sem við þurfum að byggja á. Án hennar verður engin sjálfbærni, og ekkert sjálfstæði. Í náttúruna sækjum við hreint vatn og loft, og hreina matvöru. Trén veita skjól fyrir storminum og hreinsa loftið, og fjölbreytt náttúra er undirstaða þess fjölbreytilega lífríkis, sem við erum hluti af. Ari fróði skrifaði í Íslendingabók að landið hafi hér áður verið 'viði vaxið milli fjalls og fjöru'. Hvort sem það er rétt eða rangt, hlýtur það að vera göfugt markmið að stefna þangað aftur. Ég var nýlega að leita að stað til að sækja ætihvönn, eitthvað sem ég hef ekki gert áður, og var sagt að Ölfusárós væri álitlegur staður. Ölfusárós er ármynni (e. estuary), þar sem sjór og ferskvatn blandast saman. Þetta þykja auðug lífríki, því þar er að jafnaði, einstaklega mikið af næringarefnum í bæði jarðveg og vatni. Afurðir náttúrunnar, jurtir, fiskar, og dýr, verða aldrei heilbrigðari en umhverfið sem þau þrífast í. Örlítið ofar í Ölfusá er fráveitukerfi Selfoss, sem sturtar óhreinsuðum úrgangi frá iðnaðar- og íbúabyggð út í ána. Í úrganginum eru ýmis efni sem hvorki við, né dýrin, viljum neyta í neinu magni. Þessi mál þarf að laga. Það er hægt að ganga að fólkinu dauðu, einu sinni eða oftar, en náttúran sem við eyðileggjum kemur seint aftur. Á hinum endanum er framkoma okkar, við fátækt fólk, eldra fólk, fatlaða og veika, fanga, fíkniefnaneytendur o.fl., umhugsunarverð. Þau kerfi sem sjá um þau mál eru ómannúðleg og mætti segja að þau litist af mannfyrirlitningu. Auk þess er þróunin í þá átt, að öll mannleg samskipti verði fjarlægð úr ferlinu, það verður allt rafrænt, hvort sem það er synjun um hjálp og aðstoð, eða annað. Með fangamál og mál fíkniefnaneytenda mættum við velta því fyrir okkur, hvort einhver fæðist í raun illur, eða hvort það sé nóg að segja bara 'nei' við eiturlyfjum. Auk þess má velta því fyrir sér, hvort nokkrum manni þyki það líklegt til árangurs, að loka menn inn í herbergi á stofnun í einhverja mánuði eða ár. Hvaða gagn er af slíkri meðferð? Ofan á það, fá fangarnir sk. 'óhreint sakavottorð'. Þarna setjum við stein í götu karla og kvenna, sem hafa að jafnaði verið í miklum vandræðum með lífið, áður en frelsið var tekið af þeim. Við látum það sem sagt ekki duga að læsa fólk inn á herbergi til lengri tíma, við pössum líka að þeir fái enga vinnu eftir afplánun. Ég myndi giska á, að ef menn fremja glæpi, mætti tengja það við mikil veikindi, eða nöturlega tilveru, sem er til þess fallin að menn tapi trúnni á að til séu góðir menn og konur. Þetta eru stór og mikilvæg vandamál, sem brýnt er að leysa, og margar spurningar sem vert er að velta fyrir sér. Höfundur er tölvunarfræðingur.
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar