Segir umdeilda tillögu Ásmundar aðför að leikskólastjórnendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2022 09:45 Leikskólastjóri segir boðaða reglugerðarbreytingu menntamálaráðherra um fjölda barna á leikskólum aðför að leikskólastjórnendum. Hún óttast að sveitarfélögin muni með henni knýja fram hámarksnýtingu á rekstrarleyfi skólanna, þvert á réttindi barnanna. Í drögum að breytingunni sem Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kynnti í samráðsgátt fyrr á árinu segir að ákvörðun um fjölda barna á leikskólum skuli áfram vera tekin í samstarfi leikskólastjóra og sveitarstjórnar. En ef komi til ágreinings um fjölda barna hverju sinni þá taki sveitarstjórn ákvörðun. Og umsagnir um þessa boðuðu breytingu um að sveitarstjórnir hafi úrslitavaldið hafa sannarlega hrúgast inn síðustu örfáa daga. Þær urðu alls 136, sem er afar mikið í samráðsgáttinni, og heilt yfir afar neikæðar. Breytingin er meðal annars sögð aðför að starfsumhverfi barna og kennara, algjörlega galið gróðaplott, glórulaus tilraun til að leysa leikskólavandann og hún sögð vega harkalega að hagsmunum barna og fjölskyldna þeirra – svo fáein dæmi séu tekin. Vinnueftirlitið lét fækka börnum um 20 prósent Guðrún Jóna Thorarensen, leikskólastjóri leikskólans Sólborgar og samráðsfulltrúi leikskólastjórnenda í Reykjavík, bendir á að hingað til hafi sveitarstjórnir yfirleitt viljað hámarksnýta rekstrarleyfi skólanna - en leikskólastjórinn getað haft síðasta orðið. „Þá er það leikskólastjórinn sem er með sérfræðiþekkinguna til þess að meta þetta. Hann er sérfræðingurinn að meta fjölda barna. Hann er sérfræðingurinn í stjórnun menntastofnana,“ segir Guðrún. Að ýmsu sé að huga; samsetningu barnahópsins og þriggja fermetra leikrými fyrir hvert barn. Hún minnist þess að fyrir fáeinum árum hafi nær hundrað börn verið á leikskólanum hjá henni - en hún þá fengið Vinnueftirlitið í heimsókn. „Niðurstaða þess var að það þyrfti að fækka börnum hér um 20 prósent. Það er gríðarleg breyting á líðan barna og starfsmanna inni í húsinu við þessa fækkun,“ segir Guðrún. Hún vonar innilega að breytingin ná ekki fram að ganga. „Þetta hefði mikil áhrif og það yrði bara svo mikið áfall ef við þyrftum að fara til baka.“ Leikskólar Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Í drögum að breytingunni sem Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra kynnti í samráðsgátt fyrr á árinu segir að ákvörðun um fjölda barna á leikskólum skuli áfram vera tekin í samstarfi leikskólastjóra og sveitarstjórnar. En ef komi til ágreinings um fjölda barna hverju sinni þá taki sveitarstjórn ákvörðun. Og umsagnir um þessa boðuðu breytingu um að sveitarstjórnir hafi úrslitavaldið hafa sannarlega hrúgast inn síðustu örfáa daga. Þær urðu alls 136, sem er afar mikið í samráðsgáttinni, og heilt yfir afar neikæðar. Breytingin er meðal annars sögð aðför að starfsumhverfi barna og kennara, algjörlega galið gróðaplott, glórulaus tilraun til að leysa leikskólavandann og hún sögð vega harkalega að hagsmunum barna og fjölskyldna þeirra – svo fáein dæmi séu tekin. Vinnueftirlitið lét fækka börnum um 20 prósent Guðrún Jóna Thorarensen, leikskólastjóri leikskólans Sólborgar og samráðsfulltrúi leikskólastjórnenda í Reykjavík, bendir á að hingað til hafi sveitarstjórnir yfirleitt viljað hámarksnýta rekstrarleyfi skólanna - en leikskólastjórinn getað haft síðasta orðið. „Þá er það leikskólastjórinn sem er með sérfræðiþekkinguna til þess að meta þetta. Hann er sérfræðingurinn að meta fjölda barna. Hann er sérfræðingurinn í stjórnun menntastofnana,“ segir Guðrún. Að ýmsu sé að huga; samsetningu barnahópsins og þriggja fermetra leikrými fyrir hvert barn. Hún minnist þess að fyrir fáeinum árum hafi nær hundrað börn verið á leikskólanum hjá henni - en hún þá fengið Vinnueftirlitið í heimsókn. „Niðurstaða þess var að það þyrfti að fækka börnum hér um 20 prósent. Það er gríðarleg breyting á líðan barna og starfsmanna inni í húsinu við þessa fækkun,“ segir Guðrún. Hún vonar innilega að breytingin ná ekki fram að ganga. „Þetta hefði mikil áhrif og það yrði bara svo mikið áfall ef við þyrftum að fara til baka.“
Leikskólar Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skóla - og menntamál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira