Þrír þjálfarar efstir á lista Chelsea Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 11:00 Zidane er á meðal þriggja þjálfara sem eru efstir á óskalista Chelsea. Denis Thaust/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Þrír kostir eru sagði heilla forráðamenn Chelsea mest þegar kemur að ráðningu nýs þjálfara. Thomas Tuchel var rekinn frá félaginu í morgun. Tuchel varð annar þjálfarinn til að missa starfið í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að aðeins sex umferðir séu að baki. Scott Parker var rekinn frá Bournemouth eftir 9-0 tap fyrir Liverpool í ágúst. Ef marka má breska fjölmiðla hefur Chelsea þegar sett sig í samband við Brighton vegna möguleikans á að ráða Graham Potter sem nýjan þjálfara liðsins. Ljóst er að Lundúnaliðið myndi þurfa að greiða suðurstrandarfélaginu ríkulega summu til að losa hann undan samningi. Mauricio Pochettino og Zinedine Zidane eru einnig ofarlega á lista, en báðir eru þeir atvinnulausir sem stendur. Graham Potter (Brighton) Spratt fram á sjónarsviðið sem þjálfari Östersund í Svíþjóð. Tók við liðinu árið 2011 og kom því upp um þrjár deildir, í þá efstu í Svíþjóð og vann sænska bikarinn 2017. Fór í kjölfarið með liðið í Evrópudeildina þar sem það komst upp úr riðli sínum og vann annan leik sinn við Arsenal en féll úr leik samanlagt 4-2 í 32-liða úrslitum. Graham Potter hefur náð góðum árangri með Brighton og liðið stendur vel að vígi eftir fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar.Robin Jones/Getty Images Gerði í kjölfarið góða hluti með Swansea í næst efstu deild og tók við Brighton árið 2019. Hefur vakið frekari athygli fyrir góðan árangur og fallegan fótbolta. Brighton hefur unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum á leiktíðinni og sitja í 4. sæti með 13 stig, tveimur frá toppnum. Mauricio Pochettino (Án félags) Hóf þjálfaraferilinn hjá Espanyol árið 2009 þegar liðið sat á botni spænsku deildarinnar. Bjargaði liðinu frá falli og endaði um miðja deild. Náði ágætum árangri við erfiðar fjárhagslegar aðstæður í tæp fjögur ár áður en hann tók við Southampton á Englandi. Færði sig yfir til Tottenham eftir eitt og hálft ár í starfi á suðurströndinni. Pochettino náði góðum árangri með Tottenham en titlarnir skiluðu sér ekki. Átti erfiðara uppdráttar í París.David Ramos/Getty Images Var hvað næst enska meistaratitlinum þegar Chelsea fagnaði sigri 2017 og setti stigamet hjá Tottenham í úrvalsdeildinni með 86 stig. Komst í Meistaradeildarúrslit 2019, þar sem Spurs tapaði fyrir Liverpool, en sagt upp seinna sama ár. Tók við PSG í janúar í fyrra, af Thomasi Tuchel sem var rekinn. Mistókst að vinna franska titilinn á fyrstu leiktíð sinni en vann franska bikarinn og ofurbikarinn. Vann frönsku deildina í vor en var sagt upp störfum í sumar. Zinedine Zidane (Án félags) Hefur verið allan sinn þjálfaraferil hjá Real Madrid. Var aðstoðarþjálfari 2013 til 2014 og þjálfaði B-lið félagsins frá 2014 til 2016. Tók við aðalliðinu í janúar 2016 og vann Meistaradeild Evrópu strax um vorið. Varði Meistaradeildartitilinn næstu tvö ár, auk þess að vinna Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða tvisvar, 2016 og 2017. Vann einnig spænsku deildina 2017 en sagði svo óvænt upp vorið 2018 eftir þriðja Meistaradeildartitil liðsins í röð. Zidane þyrfti að fara út fyrir þægindarammann til að taka við Chelsea. Hefur aðeins þjálfað í spænsku höfuðborginni.Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Það var þá ekki síður óvænt þegar Zidane sneri aftur til liðsins sem þjálfari í mars 2018, rúmum níu mánuðum eftir afsögnina. Vann spænsku deildina og spænska ofurbikarinn eftir endurkomuna en sagði upp í annað sinn vorið 2021 eftir titlalaust tímabil. Enski boltinn Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Í beinni: Brighton - Chelsea | Úrvalsdeildarslagur á suðurströndinni Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Tuchel varð annar þjálfarinn til að missa starfið í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að aðeins sex umferðir séu að baki. Scott Parker var rekinn frá Bournemouth eftir 9-0 tap fyrir Liverpool í ágúst. Ef marka má breska fjölmiðla hefur Chelsea þegar sett sig í samband við Brighton vegna möguleikans á að ráða Graham Potter sem nýjan þjálfara liðsins. Ljóst er að Lundúnaliðið myndi þurfa að greiða suðurstrandarfélaginu ríkulega summu til að losa hann undan samningi. Mauricio Pochettino og Zinedine Zidane eru einnig ofarlega á lista, en báðir eru þeir atvinnulausir sem stendur. Graham Potter (Brighton) Spratt fram á sjónarsviðið sem þjálfari Östersund í Svíþjóð. Tók við liðinu árið 2011 og kom því upp um þrjár deildir, í þá efstu í Svíþjóð og vann sænska bikarinn 2017. Fór í kjölfarið með liðið í Evrópudeildina þar sem það komst upp úr riðli sínum og vann annan leik sinn við Arsenal en féll úr leik samanlagt 4-2 í 32-liða úrslitum. Graham Potter hefur náð góðum árangri með Brighton og liðið stendur vel að vígi eftir fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar.Robin Jones/Getty Images Gerði í kjölfarið góða hluti með Swansea í næst efstu deild og tók við Brighton árið 2019. Hefur vakið frekari athygli fyrir góðan árangur og fallegan fótbolta. Brighton hefur unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum á leiktíðinni og sitja í 4. sæti með 13 stig, tveimur frá toppnum. Mauricio Pochettino (Án félags) Hóf þjálfaraferilinn hjá Espanyol árið 2009 þegar liðið sat á botni spænsku deildarinnar. Bjargaði liðinu frá falli og endaði um miðja deild. Náði ágætum árangri við erfiðar fjárhagslegar aðstæður í tæp fjögur ár áður en hann tók við Southampton á Englandi. Færði sig yfir til Tottenham eftir eitt og hálft ár í starfi á suðurströndinni. Pochettino náði góðum árangri með Tottenham en titlarnir skiluðu sér ekki. Átti erfiðara uppdráttar í París.David Ramos/Getty Images Var hvað næst enska meistaratitlinum þegar Chelsea fagnaði sigri 2017 og setti stigamet hjá Tottenham í úrvalsdeildinni með 86 stig. Komst í Meistaradeildarúrslit 2019, þar sem Spurs tapaði fyrir Liverpool, en sagt upp seinna sama ár. Tók við PSG í janúar í fyrra, af Thomasi Tuchel sem var rekinn. Mistókst að vinna franska titilinn á fyrstu leiktíð sinni en vann franska bikarinn og ofurbikarinn. Vann frönsku deildina í vor en var sagt upp störfum í sumar. Zinedine Zidane (Án félags) Hefur verið allan sinn þjálfaraferil hjá Real Madrid. Var aðstoðarþjálfari 2013 til 2014 og þjálfaði B-lið félagsins frá 2014 til 2016. Tók við aðalliðinu í janúar 2016 og vann Meistaradeild Evrópu strax um vorið. Varði Meistaradeildartitilinn næstu tvö ár, auk þess að vinna Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða tvisvar, 2016 og 2017. Vann einnig spænsku deildina 2017 en sagði svo óvænt upp vorið 2018 eftir þriðja Meistaradeildartitil liðsins í röð. Zidane þyrfti að fara út fyrir þægindarammann til að taka við Chelsea. Hefur aðeins þjálfað í spænsku höfuðborginni.Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Það var þá ekki síður óvænt þegar Zidane sneri aftur til liðsins sem þjálfari í mars 2018, rúmum níu mánuðum eftir afsögnina. Vann spænsku deildina og spænska ofurbikarinn eftir endurkomuna en sagði upp í annað sinn vorið 2021 eftir titlalaust tímabil.
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Í beinni: Brighton - Chelsea | Úrvalsdeildarslagur á suðurströndinni Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti