Innlent

Fjór­tán sóttu um em­bætti hag­stofu­stjóra

Atli Ísleifsson skrifar
Þriggja manna hæfnisnefnd mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til forsætisráðherra sem skipar í embættið til fimm ára.
Þriggja manna hæfnisnefnd mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til forsætisráðherra sem skipar í embættið til fimm ára. Vísir/Vilhelm

Alls bárust fjórtán umsóknir um embætti hagstofustjóra en umsóknarfrestur rann út 1. september síðastliðinn.

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að einn umsækjandi hafi dregið umsókn sína til baka, en þriggja manna hæfnisnefnd mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til forsætisráðherra sem skipar svo í embættið til fimm ára.

Nýr hagstofustjóri mun taka við af Ólafi Hjálmarssyni sem gegnt hefur embættinu síðustu fjórtán ár. Hann óskaði eftir því í sumar að verða færður til í starfi og tók hann við sem skrifstofustjóri fjármálaráðs um síðustu mánaðamót.

Elsa Björk Knútsdóttir, sem hefur verið falið að sinna starfsskyldum hagstofustjóra til 1. nóvember 2022, er í hópi umsækjenda. 

Nöfn umsækjenda:

  • Aríel Jóhann Árnason, viðskiptafræðingur.
  • Arndís Vilhjálmsdóttir, fagstjóri.
  • Áróra Líf Kjerúlf, móttökuritari.
  • Böðvar Þórisson, forstjóri.
  • Elsa Björk Knútsdóttir, sviðsstjóri.
  • Gísli Már Gíslason, fagstjóri.
  • Guðrún Johnsen, lektor.
  • Heiðrún Erika Guðmundsdóttir, deildarstjóri.
  • Hrafnhildur Arnkelsdóttir, sviðsstjóri.
  • Steinþór Kolbeinsson, tölvunarfræðingur.
  • Sigurður Erlingsson, stjórnarformaður.
  • Sverrir Jensson, veðurfræðingur.
  • Þorsteinn Þorsteinsson, deildarstjóri.

Hagstofa Íslands er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir forsætisráðherra. Hagstofan er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu og hefur forystu um tilhögun, samræmingu og framkvæmd hennar og um samskipti við alþjóðastofnanir um hagskýrslu- og tölfræðimál.


Tengdar fréttir

Ólafur hættir sem hagstofustjóri eftir fjórtán ára starf

Ólafur Hjálmarsson, sem hefur gegnt embætti hagstofustjóra samfellt frá árinu 2008, hefur hætt störfum hjá Hagstofu Íslands. Óskaði hann eftir því að verða færður til í starfi og mun Ólafur taka við sem skrifstofustjóri fjármálaráðs um næstkomandi mánaðarmót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×