Saka Lilju um metnaðarleysi við ráðningu eftirmanns Hörpu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2022 14:28 Harpa Þórsdóttir, nýr þjóðminjavörður og Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Stjr Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands gera athugasemdir við að meiri áhersla sé gerð á leiðtogahæfni en myndlistarþekkingu í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands. Þeir hvetja Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að endurskoða auglýsinguna sem sé heldur ekki gert með nægjanlega góðum fyrirvara. Starf safnstjóra varð laust á dögunum þegar Lilja skipaði Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð. Skipunin var án auglýsingar sem hefur vakið mikla athygli og ákvörðunin verið haglega gagnrýnd. Staða safnstjóra var í kjölfarið auglýst. „Leitað er að einstaklingi til að stýra Listasafni Íslands, sem hefur sýnt ótvíræða leiðtogafærni og til að bera þá þekkingu, reynslu og aðra eiginleika til að takast á við það verkefni, svo sem frekar greinir í auglýsingu þessari,“ segir í auglýsingunni. Í framhaldinu eru starfsskyldur safnstjóra nefndar. Þær séu einkum: Að öðru leyti eru starfsskyldur safnstjóra einkum: Dagleg stjórnun og rekstur Listasafns Íslands svo sem fyrir er mælt í lögum og reglum Yfirstjórn og varðveisla safneignar Fjárhagsleg ábyrgð, áætlanagerð um meðferð fjármuna og rekstur safnsins Stjórnun listaverkainnkaupa og listaverkagjafa til safnsins Stjórnun sýningarhalds, fræðslustarfsemi, útgáfu og þjónustu við safngesti þ.m.t vörusölu Stjórnun lána á listaverkum til hins opinbera og til annarra safna í samræmi við lög og reglur Skipulagning og tilhögun rannsókna sem safnið hefur með höndum Leiða ráðgjafahlutverk og samvinnu viðurkenndra listasafna á landsvísu Móta framtíðarsýn fræðslu, miðlunar og sýningarhalds Listasafns Íslands Ábyrgð á öryggi safneignar og húsakosts Ábyrgð á þróun sýningahalds og rannsókna- og fræðslustarfsemi Annast umsýslu safneignar, aðgengi og kynningu fyrir almenning og opinbera gesti Að vera menningar- og viðskiptaráðráðuneyti til ráðgjafar um myndlist og listsögulegan menningararf Hæfniskröfur og eiginleikar umsækjanda: Háskólamenntun sem nýtist í starfi og staðgóð þekking á starfssviði Listasafnsins Þekking á starfsumhverfi og lögum um Listasafn Íslands Framúrskarandi leiðtogahæfni, skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði Árangursrík reynsla af stjórnun og mótun liðsheildar Árangursrík reynsla af mannauðsmálum, mannþekking og drifkraftur Þekking á opinberri stjórnsýslu og lagaumhverfi opinberra stofnana Þjónustulund, ásamt lipurð og færni í mannlegum samskiptum Reynsla og hæfileiki til að koma fram opinberlega og við miðlun upplýsinga Góð íslensku- og enskukunnátta ásamt hæfni til og tjá sig í ræðu og riti Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Önnu Eyjólfsdóttur, formanni Samtaka íslenskra myndlistarmanna, og Margréti Elísabetu Ólafsdóttur, formanni Listfræðifélags Íslands, er minnt á að samkvæmt myndlistarlögum sé Listasafn Íslands höfuðsafn á sviði myndlistar. Safnið skuli vera miðstöð faglegrar umræðu, varðveislu og rannsókna á sviði myndlistar. Anna Eyjólfsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og myndhöggvari.Vísir/Egill „Tilfærsla safnstjóra Listasafns Íslands í stöðu þjóðminjavarðar er stjórnvaldsákvörðun. Degi eftir að tilkynnt var um hana var staða safnstjóra LÍ auglýst með þriggja vikna umsóknarfresti. Gert er ráð fyrir að nýr safnstjóri taki við rúmum mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út. Ákvörðunin lýsir metnaðarleysi, skorti á fyrirhyggju og skilningsleysi þegar kemur að hlutverki safnstjóra Listasafns Íslands,“ segir í yfirlýsingunni. „SÍM og Listfræðafélag Íslands vilja ekki gera lítið úr mikilvægi leiðtogahæfni stjórnenda, en vekja athygli á mögulegum áhrifum þess á starfsemi sérhæfðra stofnana ef yfirmenn þeirra búa ekki yfir tilskilinni sérfræðiþekkingu á starfssviði viðkomandi stofnunar.“ Margrét Elísabet Ólafsdóttir, myndlistargagnrýnandi. Safnstjóra Listasafns Íslands sé meðal annars ætlað að stjórna listaverkainnkaupum, sýningarhaldi, fræðslu, útgáfu og þjónustu og skipuleggja rannsóknir. Safnstjóri Listasafns Íslands þurfi að hafa yfirgripsmikla þekkingu á íslenskri myndlist. Leiðtogahæfni ein og sér dugi skammt til að sinna þessum verkefnum. „SÍM og Listfræðafélag Íslands gera því alvarlegar athugasemdir við þær áherslur sem eru lagðar í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands og þann skamma fyrirvara sem tilvonandi safnstjóri hefur til að taka við embættinu. Það er mikilvægt að slík embætti séu auglýst með góðum fyrirvara og ráðning tilkynnt nokkrum mánuðum áður en viðkomandi tekur við stöðunni. Félögin skora á ráðherra að endurskoða starfshætti sína og taka ekki ákvarðanir sem kasta rýrð á starfsemi og ásýnd helstu menningarstofnana þjóðarinnar.“ Söfn Deilur um skipun þjóðminjavarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Starf safnstjóra varð laust á dögunum þegar Lilja skipaði Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð. Skipunin var án auglýsingar sem hefur vakið mikla athygli og ákvörðunin verið haglega gagnrýnd. Staða safnstjóra var í kjölfarið auglýst. „Leitað er að einstaklingi til að stýra Listasafni Íslands, sem hefur sýnt ótvíræða leiðtogafærni og til að bera þá þekkingu, reynslu og aðra eiginleika til að takast á við það verkefni, svo sem frekar greinir í auglýsingu þessari,“ segir í auglýsingunni. Í framhaldinu eru starfsskyldur safnstjóra nefndar. Þær séu einkum: Að öðru leyti eru starfsskyldur safnstjóra einkum: Dagleg stjórnun og rekstur Listasafns Íslands svo sem fyrir er mælt í lögum og reglum Yfirstjórn og varðveisla safneignar Fjárhagsleg ábyrgð, áætlanagerð um meðferð fjármuna og rekstur safnsins Stjórnun listaverkainnkaupa og listaverkagjafa til safnsins Stjórnun sýningarhalds, fræðslustarfsemi, útgáfu og þjónustu við safngesti þ.m.t vörusölu Stjórnun lána á listaverkum til hins opinbera og til annarra safna í samræmi við lög og reglur Skipulagning og tilhögun rannsókna sem safnið hefur með höndum Leiða ráðgjafahlutverk og samvinnu viðurkenndra listasafna á landsvísu Móta framtíðarsýn fræðslu, miðlunar og sýningarhalds Listasafns Íslands Ábyrgð á öryggi safneignar og húsakosts Ábyrgð á þróun sýningahalds og rannsókna- og fræðslustarfsemi Annast umsýslu safneignar, aðgengi og kynningu fyrir almenning og opinbera gesti Að vera menningar- og viðskiptaráðráðuneyti til ráðgjafar um myndlist og listsögulegan menningararf Hæfniskröfur og eiginleikar umsækjanda: Háskólamenntun sem nýtist í starfi og staðgóð þekking á starfssviði Listasafnsins Þekking á starfsumhverfi og lögum um Listasafn Íslands Framúrskarandi leiðtogahæfni, skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði Árangursrík reynsla af stjórnun og mótun liðsheildar Árangursrík reynsla af mannauðsmálum, mannþekking og drifkraftur Þekking á opinberri stjórnsýslu og lagaumhverfi opinberra stofnana Þjónustulund, ásamt lipurð og færni í mannlegum samskiptum Reynsla og hæfileiki til að koma fram opinberlega og við miðlun upplýsinga Góð íslensku- og enskukunnátta ásamt hæfni til og tjá sig í ræðu og riti Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Önnu Eyjólfsdóttur, formanni Samtaka íslenskra myndlistarmanna, og Margréti Elísabetu Ólafsdóttur, formanni Listfræðifélags Íslands, er minnt á að samkvæmt myndlistarlögum sé Listasafn Íslands höfuðsafn á sviði myndlistar. Safnið skuli vera miðstöð faglegrar umræðu, varðveislu og rannsókna á sviði myndlistar. Anna Eyjólfsdóttir formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og myndhöggvari.Vísir/Egill „Tilfærsla safnstjóra Listasafns Íslands í stöðu þjóðminjavarðar er stjórnvaldsákvörðun. Degi eftir að tilkynnt var um hana var staða safnstjóra LÍ auglýst með þriggja vikna umsóknarfresti. Gert er ráð fyrir að nýr safnstjóri taki við rúmum mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út. Ákvörðunin lýsir metnaðarleysi, skorti á fyrirhyggju og skilningsleysi þegar kemur að hlutverki safnstjóra Listasafns Íslands,“ segir í yfirlýsingunni. „SÍM og Listfræðafélag Íslands vilja ekki gera lítið úr mikilvægi leiðtogahæfni stjórnenda, en vekja athygli á mögulegum áhrifum þess á starfsemi sérhæfðra stofnana ef yfirmenn þeirra búa ekki yfir tilskilinni sérfræðiþekkingu á starfssviði viðkomandi stofnunar.“ Margrét Elísabet Ólafsdóttir, myndlistargagnrýnandi. Safnstjóra Listasafns Íslands sé meðal annars ætlað að stjórna listaverkainnkaupum, sýningarhaldi, fræðslu, útgáfu og þjónustu og skipuleggja rannsóknir. Safnstjóri Listasafns Íslands þurfi að hafa yfirgripsmikla þekkingu á íslenskri myndlist. Leiðtogahæfni ein og sér dugi skammt til að sinna þessum verkefnum. „SÍM og Listfræðafélag Íslands gera því alvarlegar athugasemdir við þær áherslur sem eru lagðar í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands og þann skamma fyrirvara sem tilvonandi safnstjóri hefur til að taka við embættinu. Það er mikilvægt að slík embætti séu auglýst með góðum fyrirvara og ráðning tilkynnt nokkrum mánuðum áður en viðkomandi tekur við stöðunni. Félögin skora á ráðherra að endurskoða starfshætti sína og taka ekki ákvarðanir sem kasta rýrð á starfsemi og ásýnd helstu menningarstofnana þjóðarinnar.“
Dagleg stjórnun og rekstur Listasafns Íslands svo sem fyrir er mælt í lögum og reglum Yfirstjórn og varðveisla safneignar Fjárhagsleg ábyrgð, áætlanagerð um meðferð fjármuna og rekstur safnsins Stjórnun listaverkainnkaupa og listaverkagjafa til safnsins Stjórnun sýningarhalds, fræðslustarfsemi, útgáfu og þjónustu við safngesti þ.m.t vörusölu Stjórnun lána á listaverkum til hins opinbera og til annarra safna í samræmi við lög og reglur Skipulagning og tilhögun rannsókna sem safnið hefur með höndum Leiða ráðgjafahlutverk og samvinnu viðurkenndra listasafna á landsvísu Móta framtíðarsýn fræðslu, miðlunar og sýningarhalds Listasafns Íslands Ábyrgð á öryggi safneignar og húsakosts Ábyrgð á þróun sýningahalds og rannsókna- og fræðslustarfsemi Annast umsýslu safneignar, aðgengi og kynningu fyrir almenning og opinbera gesti Að vera menningar- og viðskiptaráðráðuneyti til ráðgjafar um myndlist og listsögulegan menningararf Hæfniskröfur og eiginleikar umsækjanda: Háskólamenntun sem nýtist í starfi og staðgóð þekking á starfssviði Listasafnsins Þekking á starfsumhverfi og lögum um Listasafn Íslands Framúrskarandi leiðtogahæfni, skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði Árangursrík reynsla af stjórnun og mótun liðsheildar Árangursrík reynsla af mannauðsmálum, mannþekking og drifkraftur Þekking á opinberri stjórnsýslu og lagaumhverfi opinberra stofnana Þjónustulund, ásamt lipurð og færni í mannlegum samskiptum Reynsla og hæfileiki til að koma fram opinberlega og við miðlun upplýsinga Góð íslensku- og enskukunnátta ásamt hæfni til og tjá sig í ræðu og riti
Söfn Deilur um skipun þjóðminjavarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira