Carragher óviss: Þetta er miskunnarlaust félag Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 18:31 Jamie Carragher er ekki viss um að Potter sé rétti maðurinn í starfið hjá Chelsea. Adam Davy/PA Images via Getty Images Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool til fjölda ára, kveðst óviss um hvort það væri rétt skref fyrir Graham Potter, þjálfara Brighton, að taka við Chelsea. Lundúnafélagið hefur haft samband við stjórann í dag. Chelsea rak í morgun Thomas Tuchel úr starfi knattspyrnustjóra en liðið hefur farið illa af stað heima fyrir og tapaði fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í gærkvöld, 1-0 fyrir Dinamo Zagreb í Króatíu. Todd Boehly er stjórnarformaður félagsins og fer fyrir nýjum eigendahópi sem keypti liðið fyrir þremur mánuðum. Það eyddi heimsmetafjárhæð, 260 milljónum punda, í sumarglugganum og ljóst að þolinmæðin er ekki mikil. Graham Potter er sagður efstur á óskalista hópsins og hefur Chelsea hafið viðræður við hann. Verði gengið frá ráðningu hans mun það kosta Chelsea 16 milljónir punda. "It's a very ruthless club" Jamie Carragher says he 'fears' for Graham Potter and he 'should be very wary' should he be appointed Chelsea manager following the sacking of Thomas Tuchel... pic.twitter.com/KWjoq6LoOX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 7, 2022 „Ég er ekki viss um að hann sé rétti maðurinn fyrir félagið, en kannski vilja Chelsea boða breytingar fyrir framtíðina, með því að ráða meiri þjálfara heldur en framkvæmdastjóra,“ segir Jamie Carragher á Sky Sports. „En ef ég væri Graham Potter ætti ég erfitt með að trúa því, að ný stjórn félagsins muni breyta til og að hann verði frekar þarna í tvö til þrjú ár. Þeir voru að reka stjóra eftir einungis sex leiki við stjórnvölin,“ „Auðvitað væri þetta frábært skref og skref sem hann vill taka á einhverjum tímapunkti á sínum ferli,“ Carragher segist óttast að Potter endi á sama stað og aðrir fyrrum þjálfarar liðsins. Í eigendatíð Roman Abramovich entust þjálfarar yfirleitt ekki mikið lengur en í tvö til þrjú ár. „En maður óttast fyrir hönd Graham Potter að hann lendi í sömu stöðu og allir aðrir þjálfarar Chelsea síðustu tíu ár. Ef hann nær ekki árangri strax munu þeir finna nýjan mann í starfið innan tólf mánaða,“ „Það hefur verið erfitt að gagnrýna félagið því það hefur náð árangri í hvert sinn sem það skipti um þjálfara í tíð Abramovich, þar sem félagið var mjög miskunnarlaust í garð þjálfara,“ segir Carragher. Enski boltinn Tengdar fréttir Segir bölvun hvíla á treyju númer níu hjá Chelsea Pierre Emerick-Aubameyang skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea á dögunum. Hann mun klæðast treyju númer níu hjá félaginu en talið er að það hvíli á henni bölvun. Má eflaust færa rök fyrir því með því að benda á hvernig fyrsti leikur Aubameyang í téðri treyju fór og hvað gerðist í kjölfarið. 7. september 2022 14:10 Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Chelsea rak í morgun Thomas Tuchel úr starfi knattspyrnustjóra en liðið hefur farið illa af stað heima fyrir og tapaði fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í gærkvöld, 1-0 fyrir Dinamo Zagreb í Króatíu. Todd Boehly er stjórnarformaður félagsins og fer fyrir nýjum eigendahópi sem keypti liðið fyrir þremur mánuðum. Það eyddi heimsmetafjárhæð, 260 milljónum punda, í sumarglugganum og ljóst að þolinmæðin er ekki mikil. Graham Potter er sagður efstur á óskalista hópsins og hefur Chelsea hafið viðræður við hann. Verði gengið frá ráðningu hans mun það kosta Chelsea 16 milljónir punda. "It's a very ruthless club" Jamie Carragher says he 'fears' for Graham Potter and he 'should be very wary' should he be appointed Chelsea manager following the sacking of Thomas Tuchel... pic.twitter.com/KWjoq6LoOX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 7, 2022 „Ég er ekki viss um að hann sé rétti maðurinn fyrir félagið, en kannski vilja Chelsea boða breytingar fyrir framtíðina, með því að ráða meiri þjálfara heldur en framkvæmdastjóra,“ segir Jamie Carragher á Sky Sports. „En ef ég væri Graham Potter ætti ég erfitt með að trúa því, að ný stjórn félagsins muni breyta til og að hann verði frekar þarna í tvö til þrjú ár. Þeir voru að reka stjóra eftir einungis sex leiki við stjórnvölin,“ „Auðvitað væri þetta frábært skref og skref sem hann vill taka á einhverjum tímapunkti á sínum ferli,“ Carragher segist óttast að Potter endi á sama stað og aðrir fyrrum þjálfarar liðsins. Í eigendatíð Roman Abramovich entust þjálfarar yfirleitt ekki mikið lengur en í tvö til þrjú ár. „En maður óttast fyrir hönd Graham Potter að hann lendi í sömu stöðu og allir aðrir þjálfarar Chelsea síðustu tíu ár. Ef hann nær ekki árangri strax munu þeir finna nýjan mann í starfið innan tólf mánaða,“ „Það hefur verið erfitt að gagnrýna félagið því það hefur náð árangri í hvert sinn sem það skipti um þjálfara í tíð Abramovich, þar sem félagið var mjög miskunnarlaust í garð þjálfara,“ segir Carragher.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segir bölvun hvíla á treyju númer níu hjá Chelsea Pierre Emerick-Aubameyang skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea á dögunum. Hann mun klæðast treyju númer níu hjá félaginu en talið er að það hvíli á henni bölvun. Má eflaust færa rök fyrir því með því að benda á hvernig fyrsti leikur Aubameyang í téðri treyju fór og hvað gerðist í kjölfarið. 7. september 2022 14:10 Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Segir bölvun hvíla á treyju númer níu hjá Chelsea Pierre Emerick-Aubameyang skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea á dögunum. Hann mun klæðast treyju númer níu hjá félaginu en talið er að það hvíli á henni bölvun. Má eflaust færa rök fyrir því með því að benda á hvernig fyrsti leikur Aubameyang í téðri treyju fór og hvað gerðist í kjölfarið. 7. september 2022 14:10
Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti