Næstum annar hver bátur henti fiski Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. september 2022 21:01 Við drónaeftirlit Fiskistofu á þessu ári urður 46% handfærabáta uppvísir að brottkasti. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits þar segir að vegna mannfæðar hafi ekki verið hægt að hafa eftirlit með öllum flotanum. Vísir Næstum annar hver smábátur sem Fiskistofa hefur haft eftirlit með á árinu hefur orðið uppvís að brottkasti. Nokkrum málum verður vísað til lögreglu og fleiri gætu verið sviptir veiðileyfum en áður. Frá því að Fiskistofa byrjaði að nota dróna við veiðieftirlit í janúar 2021 hefur brottkastsmálum fjölgað gríðarlega en fyrir þann tíma voru slík mál um og yfir tíu á ári. Í fyrra voru þau hundrað og fjörutíu og það sem af er ári eru þau tæplega hundrað. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu urðu 46% handfærabáta uppvísir að brottkasti á þessu ári. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir þó að aðeins hafi þó verið hægt að fljúga yfir hluta flotans síðustu mánuðinni vegna mannfæðar á stofnuninni. „Þetta eru um sjö hundruð strandveiðibátar og við komumst ekki yfir nema hluta með drónaeftirliti. En tæplega helmingur er allt of hátt hlutfall af brottkasti. Menn telja greinilega að ávinningur af brotum sé það mikill að þetta sé þess virði, en þetta er algjörlega óásættanleg umgengni við auðlindina,“ segir Elín Björg. Elín bendir á að orðstír sjávarútvegsins sé undir. „Erlendir markaðir geta verið í hættu ef það á að vera viðtekin venja að kasta fiski,“ segir hún. Hér má sjá tölfræði yfir fjölda brottkastmála sem ratað hafa á borð Fiskistofu undanfarin ár.Vísir/Sara Fiski hent eftir að hafa verið blóðgaður Hún bendir á að í fyrsta skipti hafi náðst upptaka af því þegar blóðguðum fiski var fleygt fyrir stærri. „Menn voru að halda til hliðar smærri verðminni fiski og ef veiddist vel þá köstuðu menn honum fyrir verðmeiri fisk. Þetta er hræðileg umgengni. Það er skylda að koma með allan afla að landi,“ segir hún. Eftirlitsmyndavélar verða settar upp í togurum Togarar voru staðnir að brottkasti við drónaeftirlit Fiskistofu á síðasta ári. Aðspurð um hvort nú hafi verið haft eftirlit með stærri skipum svarar Elín: „Það var ekki hægt að fylgjast með togurum að veiðum nú vegna mannfæðar og þá henta drónarnir ekki eins vel í eftirlit langt út á miðum. En við höfum fengið heimild til að setja upp eftirlitsmyndavélar í togurum og munum að öllum líkindum byrja að nota þá heimild nú í september.“ Harðari viðurlög og málum vísað til lögreglu Formaður Landssambands smábátaeigenda fordæmdi brottkast í fréttum Stöðvar 2 í febrúar á síðasta ári en taldi drónaeftirlit ólöglegt. Elín segir búið að úrskurða í því máli. „Í vor komu ný lög þar sem voru tekin öll tvímæli um það að við höfum heimild til að beita þessu eftirliti. Með því munum við fara að beita harðari viðurlögum en áður. Menn mega eiga von á fleiri áminningum og sviptingum en áður vegna drónaeftirlits. Þá verður nokkrum málum vísað til lögreglu,“ segir hún. Fréttastofu hafnað um upptökur af brottkasti Fréttastofa óskaði í desember í fyrra eftir drónaupptökum Fiskistofu á grundvelli upplýsingalaga.Elín segir að Fiskistofu sé ekki heimild að útvega myndefnið. „Þetta er myndefni sem hægt er að réttlæta að eigi erindi til almennings en okkur er ekki heimilt að afhenda þessi gögn,“ segir Elín. Í erindi Fiskistofu til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem fréttastofa hefur aðgang að kom fram að til eru upptökur sem sýna fimm skip að veiðum sem stunda brottkast. Fram kemur að útgerðaraðilar hafi lagst gegn afhendingu gagnanna og hafnaði Fiskistofa í framhaldinu afhendingu upptakanna. Fiskistofa bar fyrir sig að hagsmunir útgerðarinnar af leynd vægju þyngra en hagsmunir almennings að sjá myndefnið. Fréttastofa kærði þessa niðurstöðu í janúar og bíður enn niðurstöðu. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. 19. júlí 2021 13:01 Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. 18. júlí 2021 14:32 „Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. 19. febrúar 2021 12:10 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Frá því að Fiskistofa byrjaði að nota dróna við veiðieftirlit í janúar 2021 hefur brottkastsmálum fjölgað gríðarlega en fyrir þann tíma voru slík mál um og yfir tíu á ári. Í fyrra voru þau hundrað og fjörutíu og það sem af er ári eru þau tæplega hundrað. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu urðu 46% handfærabáta uppvísir að brottkasti á þessu ári. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir þó að aðeins hafi þó verið hægt að fljúga yfir hluta flotans síðustu mánuðinni vegna mannfæðar á stofnuninni. „Þetta eru um sjö hundruð strandveiðibátar og við komumst ekki yfir nema hluta með drónaeftirliti. En tæplega helmingur er allt of hátt hlutfall af brottkasti. Menn telja greinilega að ávinningur af brotum sé það mikill að þetta sé þess virði, en þetta er algjörlega óásættanleg umgengni við auðlindina,“ segir Elín Björg. Elín bendir á að orðstír sjávarútvegsins sé undir. „Erlendir markaðir geta verið í hættu ef það á að vera viðtekin venja að kasta fiski,“ segir hún. Hér má sjá tölfræði yfir fjölda brottkastmála sem ratað hafa á borð Fiskistofu undanfarin ár.Vísir/Sara Fiski hent eftir að hafa verið blóðgaður Hún bendir á að í fyrsta skipti hafi náðst upptaka af því þegar blóðguðum fiski var fleygt fyrir stærri. „Menn voru að halda til hliðar smærri verðminni fiski og ef veiddist vel þá köstuðu menn honum fyrir verðmeiri fisk. Þetta er hræðileg umgengni. Það er skylda að koma með allan afla að landi,“ segir hún. Eftirlitsmyndavélar verða settar upp í togurum Togarar voru staðnir að brottkasti við drónaeftirlit Fiskistofu á síðasta ári. Aðspurð um hvort nú hafi verið haft eftirlit með stærri skipum svarar Elín: „Það var ekki hægt að fylgjast með togurum að veiðum nú vegna mannfæðar og þá henta drónarnir ekki eins vel í eftirlit langt út á miðum. En við höfum fengið heimild til að setja upp eftirlitsmyndavélar í togurum og munum að öllum líkindum byrja að nota þá heimild nú í september.“ Harðari viðurlög og málum vísað til lögreglu Formaður Landssambands smábátaeigenda fordæmdi brottkast í fréttum Stöðvar 2 í febrúar á síðasta ári en taldi drónaeftirlit ólöglegt. Elín segir búið að úrskurða í því máli. „Í vor komu ný lög þar sem voru tekin öll tvímæli um það að við höfum heimild til að beita þessu eftirliti. Með því munum við fara að beita harðari viðurlögum en áður. Menn mega eiga von á fleiri áminningum og sviptingum en áður vegna drónaeftirlits. Þá verður nokkrum málum vísað til lögreglu,“ segir hún. Fréttastofu hafnað um upptökur af brottkasti Fréttastofa óskaði í desember í fyrra eftir drónaupptökum Fiskistofu á grundvelli upplýsingalaga.Elín segir að Fiskistofu sé ekki heimild að útvega myndefnið. „Þetta er myndefni sem hægt er að réttlæta að eigi erindi til almennings en okkur er ekki heimilt að afhenda þessi gögn,“ segir Elín. Í erindi Fiskistofu til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem fréttastofa hefur aðgang að kom fram að til eru upptökur sem sýna fimm skip að veiðum sem stunda brottkast. Fram kemur að útgerðaraðilar hafi lagst gegn afhendingu gagnanna og hafnaði Fiskistofa í framhaldinu afhendingu upptakanna. Fiskistofa bar fyrir sig að hagsmunir útgerðarinnar af leynd vægju þyngra en hagsmunir almennings að sjá myndefnið. Fréttastofa kærði þessa niðurstöðu í janúar og bíður enn niðurstöðu.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. 19. júlí 2021 13:01 Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. 18. júlí 2021 14:32 „Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. 19. febrúar 2021 12:10 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. 19. júlí 2021 13:01
Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. 18. júlí 2021 14:32
„Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. 19. febrúar 2021 12:10