Slóvenar unnu leikinn 88-82 þar sem Doncic skoraði meira en helming stiga Slóvena. 47 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar hjá Doncic í leiknum.
Aðeins hinn belgíski Eddy Terrace hefur skorað fleiri stig í einum og sama leiknum þegar Terrace skoraði 63 stig á EuroBasket árið 1957.
Luka Doncic puts up 2nd-highest scoring performance in #EuroBasket history 🔥
— BasketNews (@BasketNews_com) September 7, 2022
🇧🇪 Eddy Terrace 63 (1957)
🇸🇮 Luka Doncic 47 (2022)
🇬🇷 Nikos Galis 46 (1983) pic.twitter.com/fM4Wb4ug5u
Slóvenar gulltryggðu sæti sitt í 16-liða úrslitum með sigrinum en Frakkar voru búnir að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit fyrir leikinn í dag.
Á sama tíma fór fram viðureign Belga og Búlgara í A-riðli þar sem Belgar unnu níu stiga sigur, 89-80. Retin Obasohan var stigahæstur í liði Belga með 25 stig en Aleksandar Vezenkov, leikmaður Búlgaríu, var stigahæsti maður vallarins með 26 stig.