Lífið

Kim Kardashian stofnaði framtakssjóð og er mætt á Wall Street

Elísabet Hanna skrifar
Kim Kardashian er mætt á Wall Street.
Kim Kardashian er mætt á Wall Street. Getty/NINO

Kim Kardashian er mætt á Wall Street eftir að hún tók höndum saman með Jay Sammons, sem áður var yfir Carlyle Group, og stofnaði framtakssjóðinn (e. private equity fund) SKKY Partners.

Kim, sem hóf feril sinn í raunveruleikaþáttunum Keeping Up with the Kardashians, hefur gert það gott í viðskiptaheiminum undanfarin misseri. Hún er með vörumerkin Skims og Skkn by Kim, sem áður var KKW beauty og KKW Fragrance. Í dag er hún billjónamæringur og sat á forsíðu Forbes í apríl 2021.

Jay, meðeigandi hennar, er þekktastur fyrir að fjárfesta í vinsælum vörumerkjum líkt og Beats By Dre og fatamerkinu Supreme samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins.

Kris Jenner, móðir Kim, mun einnig starfa hjá fyrirtækinu og saman vonast þau til þess að nýta sérþekkingu sína til þess að byggja upp fyrirtækið. Þau munu fjárfesta í neytendavörum, hóteliðnaðinum, lúxusgeiranum, stafrænum verslunum, fjölmiðlafyrirtækjum og skemmtanaiðnaði. Stefna þeirra er að ljúka fyrstu fjárfestingunni fyrir lok ársins.


Tengdar fréttir

Kylie og Kim gagnrýna nýja stefnu Instagram

Instagram þarf að eiga við kraftmikla gagnrýni frá þekktum notendum sínum þessa dagana en Kylie Jenner og Kim Kardashian gagnrýna myndbandamiðaða stefnu miðilsins. Þær hvetja stjórnendur til þess að endurhugsa áherslur miðilsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.