Þakkar fyrir ógleymanlegan stuðning eftir útreiðina í Víkinni Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2022 10:30 Sigurður Heiðar var ánægður með stuðninginn í 9-0 tapi gærkvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis í Reykjavík, setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter í morgun eftir 9-0 tap liðs hans fyrir Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Bestu deild karla í gærkvöld. Hann þakkar fyrir stuðning úr stúkunni við svo erfiðar aðstæður. Leiknir sá aldrei til sólar í leik gærkvöldsins en Daniel Djuric skoraði lokamark Víkinga þegar stundarfjórðungur var enn til leiksloka. Stærð tapsins er jöfnun á meti úr efstu deild en Víkingur var á meðal liða sem átti fyrra met, með 10-1 tapi fyrir ÍA árið 1993. Í viðtali eftir leik sagðist Sigurður stoltur af sínu liði og að stærri lið en Leiknir hefðu tapað svo stórt í efstu deild. Jafnframt komst hann ekki hjá því að finnast svo stórt tap sárt og það sviði. Stuðningsmenn Leiknis í Víkinni í gærkvöld létu ekki deigan síga þrátt fyrir agalega stöðu liðs þeirra á vellinum og sungu stuðningssöngva til leiksloka. Sigurður segir að hann muni aldrei gleyma því. „Mun aldrei gleyma stuðningnum í stúkunni í gær fram að lokaflauti. Leiknishjartað er stórt en það stækkaði um helming í gær. Takk #ghettoboys og allt Leiknisfólk. Við munum gefa allt sem við eigum það sem eftir er. Markmiðið er skýrt.“ segir Sigurður Heiðar á Twitter. Mun aldrei gleyma stuðningnum í stúkunni í gær fram að lokaflauti. Leiknishjartað er stórt en það stækkaði um helming í gær.Takk #ghettoboys111 og allt Leiknisfólk. Við munum gefa allt sem við eigum það sem eftir er. Markmiðið er skýrt.#stoltbreiðholts#fotboltinet pic.twitter.com/hfEG5j1IZ7— Sigurður Höskuldsson (@SHoskulds) September 8, 2022 Markatala Leiknis varð töluvert slakari í samanburði við liðin sem Breiðhyltingar berjast við um fallið en alls eru sjö umferðir eftir af deildinni. Tvær í hefðbundinni deildarkeppni og svo fimm leikir við hin fimm liðin sem enda í neðri helmingi deildarinnar. Leiknir er með 14 stig á botni deildarinnar, einu stigi frá ÍA sem er sæti ofar og tveimur frá FH sem er í neðsta örugga sætinu með 16 stig. ÍBV er með 19 stig í níunda sæti. Leiknir er eftir tap gærkvöldsins með 30 mörk í mínus, samanborið við 23 mörk Skagamanna í mínus og tólf mörk FH-inga. Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Leiknir sá aldrei til sólar í leik gærkvöldsins en Daniel Djuric skoraði lokamark Víkinga þegar stundarfjórðungur var enn til leiksloka. Stærð tapsins er jöfnun á meti úr efstu deild en Víkingur var á meðal liða sem átti fyrra met, með 10-1 tapi fyrir ÍA árið 1993. Í viðtali eftir leik sagðist Sigurður stoltur af sínu liði og að stærri lið en Leiknir hefðu tapað svo stórt í efstu deild. Jafnframt komst hann ekki hjá því að finnast svo stórt tap sárt og það sviði. Stuðningsmenn Leiknis í Víkinni í gærkvöld létu ekki deigan síga þrátt fyrir agalega stöðu liðs þeirra á vellinum og sungu stuðningssöngva til leiksloka. Sigurður segir að hann muni aldrei gleyma því. „Mun aldrei gleyma stuðningnum í stúkunni í gær fram að lokaflauti. Leiknishjartað er stórt en það stækkaði um helming í gær. Takk #ghettoboys og allt Leiknisfólk. Við munum gefa allt sem við eigum það sem eftir er. Markmiðið er skýrt.“ segir Sigurður Heiðar á Twitter. Mun aldrei gleyma stuðningnum í stúkunni í gær fram að lokaflauti. Leiknishjartað er stórt en það stækkaði um helming í gær.Takk #ghettoboys111 og allt Leiknisfólk. Við munum gefa allt sem við eigum það sem eftir er. Markmiðið er skýrt.#stoltbreiðholts#fotboltinet pic.twitter.com/hfEG5j1IZ7— Sigurður Höskuldsson (@SHoskulds) September 8, 2022 Markatala Leiknis varð töluvert slakari í samanburði við liðin sem Breiðhyltingar berjast við um fallið en alls eru sjö umferðir eftir af deildinni. Tvær í hefðbundinni deildarkeppni og svo fimm leikir við hin fimm liðin sem enda í neðri helmingi deildarinnar. Leiknir er með 14 stig á botni deildarinnar, einu stigi frá ÍA sem er sæti ofar og tveimur frá FH sem er í neðsta örugga sætinu með 16 stig. ÍBV er með 19 stig í níunda sæti. Leiknir er eftir tap gærkvöldsins með 30 mörk í mínus, samanborið við 23 mörk Skagamanna í mínus og tólf mörk FH-inga.
Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira