Lífið

Drekagler er glæsilegur íshellir í Kötlujökli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hellirinn er ansi hreint stór eins og sést á stærðinni á ferðamanninum á myndinni.
Hellirinn er ansi hreint stór eins og sést á stærðinni á ferðamanninum á myndinni. Vísir/RAX

Íshellir í Kötlujökli í nágrenni Víkur í Mýrdal er magnað náttúrufyrirbæri sem nýtur aukinna vinsælda hjá erlendum ferðamönnum. Ragnar Axelsson, RAX, gerði sér ferð í hellinn í vikunni og myndaði í bak og fyrir.

Íshellirinn er í Kötlujökli, eins af nokkrum skriðjöklum úr Mýrdalsjökli, og í jaðri gígs eins öflugasta eldfjalls landsins, Kötlu. Þess er beðið, ef svo má segja, að Katla láti á sér kræla enda virkt eldfjall sem margir segja komið á tía.

Hellirinn tekur stöðugum breytingum en hann ber nafnið Drekagler á sínum tíma vegna þess hvernig ísinn formast í lofti hellisins. Game of Thrones var víst innblástur fyrir nafnið sem ferðaþjónustufyrirtækið Tröllaferðir gáfu hellinum þegar sjónvarpsþættirnir voru hvað vinsælastir. Fyrirtækið gerir út frá Vík í Mýrdal og fer í þriggja tíma hellaferðir með ferðamenn.

Myndir úr smiðju RAX má sjá að neðan.

KötluhellirVísir/RAX
KötluhellirVísir/RAX
KötluhellirVísir/RAX
KötluhellirVísir/RAX
KötluhellirVísir/RAX
KötluhellirVísir/RAX
KötluhellirVísir/RAX
KötluhellirVísir/RAX
KötluhellirVísir/RAX

KötluhellirVísir/RAX





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.