Píeta hafi bjargað fjölskyldunni eftir andlát Gísla Rúnars: „Það þarf einhver að raða saman brotunum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. september 2022 21:52 Fjölskylda Eddu Björgvinsdóttur er meðal þeirra sem hafa leitað til Píeta samtakanna. Vísir/Vilhelm Leikkonan Edda Björgvinsdóttir segir Píeta samtökin hafa bjargað fjölskyldu sinni eftir að leikarinn Gísli Rúnar Jónsson féll fyrir eigin hendi fyrir rúmum tveimur árum. Hún segir lífsnauðsynlegt að fólk viti af þeim úrræðum sem standa til boða. Formaður stjórnar Píeta samtakanna segir það markmiðið að vekja aftur von hjá fólki sem er ef til vill búið að missa hana. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Samtökin fengu styrk frá Oddfellowstúkunni nr. 3, Hallveigu, til að flytja sig í nýtt húsnæði við Amtmannsstíg en samtökin hafa stækkað verulega á síðustu árum og var því þörf á stærra húsnæði. Meðal viðstaddra voru heilbrigðisráðherra, félagsmálaráðherra, forsetafrú, meðlimir Oddfellowreglunnar og fleiri. „Auðvitað myndi maður vilja sjá að það þyrfti ekki samtök eins og Píeta en á meðan við erum enn þá á þeim stað að fólki líður illa, það er í sjálfsvígshugleiðingum, að þá er svo sannarlega mikil guðsgjöf að við höfum samtök eins og Píeta,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, og Eliza Reid forsetafrú voru viðstödd í dag ásamt Eddu Björgvinsdóttur og syni hennar og Gísla Rúnars heitins, Björgvini Franz. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Þormar, formaður stjórnar Píeta samtakanna, tekur undir með ráðherranum. „Það er eðlilegt og mannlegt að líða stundum illa en það á ekki að þurfa koma til þess að fólk sé komið á þann stað í vanlíðan sinni að það sjái ekkert fram undan. Við viljum ekki að fólk sé orðið vonlaust eða sjái enga aðra lausn en að taka eigið líf,“ segir Sigríður Björk Þormar, formaður stjórnar Píeta samtakanna. „Þannig að Píeta samtökin hafa lagt mikla áherslu á það að vekja aftur von hjá fólki sem er kannski búið að missa hana og hjálpa fólki að styrkja bjargráð sín þannig það geti einhvern veginn farið að feta sig hægt og rólega fram á við aftur,“ segir hún enn fremur. Mölbrotnir einstaklingar standi eftir Þá sinna samtökin einnig aðstandendum en meðal þeirra sem hafa leitað til samtakanna eru aðstandendur leikarans Gísla Rúnars Jónssonar sem féll fyrir eigin hendi í júlí 2020. Fjölskyldan veitti samtökunum styrk við opnunina í dag og gaf þeim upplag af Gervilimrum Gísla Rúnars, sem var hans síðasta verk. Þær verði síðan til sölu í vefverslun Píeta, sem fólk geti notað til að versla jólagjafir og annað slíkt. Edda Björgvinsdóttir, fyrrverandi eiginkona og lífsförunautur Gísla, segir samtökin hafa bjargað fjölskyldunni. Aðstandendur gáfu samtökunum ágóðann af sölu á grímum sem merktar voru til heiðurs Gísla Rúnari auk þess sem þau gáfu upplag af Gervilimrum Gísla Rúnars. Vísir/Vilhelm „Ef að ekki hefði verið fyrir Píeta samtökin og Sorgarmiðstöðina þá veit ég ekki alveg hvar við fjölskyldan værum,“ segir hún. „Það er dálítið óhugguleg staðreynd að í kringum hvern sem að fellur fyrir eigin hendi eru svona aldrei minna en 130 manns sem eru mölbrotnir. Og hvað verður um þetta fólk og hver grípur þetta fólk?“ Sjálf kveðst hún ekki hafa vitað af samtökunum fyrr en eftir að Gísli Rúnar lést. „Það var frábært að hafa fengið að vita það þá en hræðilegt að hafa ekki fengið vitneskju um þessi samtök þegar við vorum að halda utan um svona ofsalega þjáðan einstakling. Því þá auðvitað hefðum við farið með hann hingað,“ segir Edda og tekur fram að það „ef“ sé meðal þess sem brýtur fólk. Um sé að ræða ólýsanlega sorg og við taki langt ferli í að raða saman brotum sálum. Þá sé lífsnauðsynlegt að samtök eins og Píeta séu til og allir viti af þeim. Það var fjölmennt við opnunina í dag. Vísir/Vilhelm „Ég vil að þetta fari inn í alla skóla, leikskóla, allar stöðvar þar sem að fólk sem að talar ekki íslensku fær upplýsingarnar fyrirhafnarlaust í hendur. Vegna þess að þegar maður stendur í þessum sporum, þá er það ekki það fyrsta sem manni dettur í hug að gúgla, hvernig finn ég einhvern til að grípa mig,“ segir Edda. Það að tala við einhvern geti og hafi bjargað mannslífum og því þurfi að dreifa boðskapnum og grípa fólk sem er í sárum. „Það þarf einhver að raða saman brotunum og þá eru það þessi félagasamtök sem koma svo sterkt inn. Því miður er hið opinbera kerfi bara ófært um það eins og er, en ég trúi því núna með þessari byltingu í umræðu, að þá verði gjörbreyting þar á,“ segir Edda. Heilbrigðismál Félagasamtök Geðheilbrigði Tengdar fréttir Hrikalegt áfall að missa pabba sinn Björgvin Franz Gíslason segir að fólk verði að leita sér hjálpar til að vinna úr sorginni eftir missi ástvina. Hann segir það hafa verið hrikalegt áfall að missa föður sinn Gísla Rúnar Jónsson, sem svipti sig lífi síðasta sumar. 24. júní 2021 22:18 „Ég var oft hrædd um hann“ Eftir skyndilegt andlát Gísla Rúnars Jónssonar ákvað stjúpdóttir hans Eva Dögg Sigurgeirsdóttir að koma fram opinberlega og ræða á gagnrýninn hátt um stöðu geðheilbrigðismála hér á landi. Gísli Rúnar svipti sig lífi í sumar. 27. nóvember 2020 10:31 Bein útsending: Goðsagnir lesa gervilimrurnar hans Gísla Rúnars Í tilefni af útgáfu bókarinnar Gervilimrur Gíslar Rúnars, sem að þjóðargersemin Gísli Rúnar Jónsson skildi eftir sig fyrir þjóðina og setti í prent vikunni áður en hann lést, verður útgáfugleði bókarinnar streymt í beinni útsendingu í kvöld klukkan 20. 12. nóvember 2020 19:15 „Andi pabba sveif svo sannarlega þarna yfir vötnum“ Mæðginin Edda Björgvins og Björgvin Franz eru að byrja með nýja þætti á Stöð 2 en tökum á þeim lauk daginn sem Gísli Rúnar, fyrrverandi eiginmaður Eddu og faðir Björgvins, lést. Þættirnir eru því tileinkaðir Gísla Rúnari. 17. október 2020 20:01 Minnast Gísla Rúnars með hlýhug: „Stórveldi í lífinu og listinni“ Útför Gísla Rúnars Jónssonar fer fram í dag klukkan 15. 20. ágúst 2020 13:48 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Samtökin fengu styrk frá Oddfellowstúkunni nr. 3, Hallveigu, til að flytja sig í nýtt húsnæði við Amtmannsstíg en samtökin hafa stækkað verulega á síðustu árum og var því þörf á stærra húsnæði. Meðal viðstaddra voru heilbrigðisráðherra, félagsmálaráðherra, forsetafrú, meðlimir Oddfellowreglunnar og fleiri. „Auðvitað myndi maður vilja sjá að það þyrfti ekki samtök eins og Píeta en á meðan við erum enn þá á þeim stað að fólki líður illa, það er í sjálfsvígshugleiðingum, að þá er svo sannarlega mikil guðsgjöf að við höfum samtök eins og Píeta,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, og Eliza Reid forsetafrú voru viðstödd í dag ásamt Eddu Björgvinsdóttur og syni hennar og Gísla Rúnars heitins, Björgvini Franz. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Þormar, formaður stjórnar Píeta samtakanna, tekur undir með ráðherranum. „Það er eðlilegt og mannlegt að líða stundum illa en það á ekki að þurfa koma til þess að fólk sé komið á þann stað í vanlíðan sinni að það sjái ekkert fram undan. Við viljum ekki að fólk sé orðið vonlaust eða sjái enga aðra lausn en að taka eigið líf,“ segir Sigríður Björk Þormar, formaður stjórnar Píeta samtakanna. „Þannig að Píeta samtökin hafa lagt mikla áherslu á það að vekja aftur von hjá fólki sem er kannski búið að missa hana og hjálpa fólki að styrkja bjargráð sín þannig það geti einhvern veginn farið að feta sig hægt og rólega fram á við aftur,“ segir hún enn fremur. Mölbrotnir einstaklingar standi eftir Þá sinna samtökin einnig aðstandendum en meðal þeirra sem hafa leitað til samtakanna eru aðstandendur leikarans Gísla Rúnars Jónssonar sem féll fyrir eigin hendi í júlí 2020. Fjölskyldan veitti samtökunum styrk við opnunina í dag og gaf þeim upplag af Gervilimrum Gísla Rúnars, sem var hans síðasta verk. Þær verði síðan til sölu í vefverslun Píeta, sem fólk geti notað til að versla jólagjafir og annað slíkt. Edda Björgvinsdóttir, fyrrverandi eiginkona og lífsförunautur Gísla, segir samtökin hafa bjargað fjölskyldunni. Aðstandendur gáfu samtökunum ágóðann af sölu á grímum sem merktar voru til heiðurs Gísla Rúnari auk þess sem þau gáfu upplag af Gervilimrum Gísla Rúnars. Vísir/Vilhelm „Ef að ekki hefði verið fyrir Píeta samtökin og Sorgarmiðstöðina þá veit ég ekki alveg hvar við fjölskyldan værum,“ segir hún. „Það er dálítið óhugguleg staðreynd að í kringum hvern sem að fellur fyrir eigin hendi eru svona aldrei minna en 130 manns sem eru mölbrotnir. Og hvað verður um þetta fólk og hver grípur þetta fólk?“ Sjálf kveðst hún ekki hafa vitað af samtökunum fyrr en eftir að Gísli Rúnar lést. „Það var frábært að hafa fengið að vita það þá en hræðilegt að hafa ekki fengið vitneskju um þessi samtök þegar við vorum að halda utan um svona ofsalega þjáðan einstakling. Því þá auðvitað hefðum við farið með hann hingað,“ segir Edda og tekur fram að það „ef“ sé meðal þess sem brýtur fólk. Um sé að ræða ólýsanlega sorg og við taki langt ferli í að raða saman brotum sálum. Þá sé lífsnauðsynlegt að samtök eins og Píeta séu til og allir viti af þeim. Það var fjölmennt við opnunina í dag. Vísir/Vilhelm „Ég vil að þetta fari inn í alla skóla, leikskóla, allar stöðvar þar sem að fólk sem að talar ekki íslensku fær upplýsingarnar fyrirhafnarlaust í hendur. Vegna þess að þegar maður stendur í þessum sporum, þá er það ekki það fyrsta sem manni dettur í hug að gúgla, hvernig finn ég einhvern til að grípa mig,“ segir Edda. Það að tala við einhvern geti og hafi bjargað mannslífum og því þurfi að dreifa boðskapnum og grípa fólk sem er í sárum. „Það þarf einhver að raða saman brotunum og þá eru það þessi félagasamtök sem koma svo sterkt inn. Því miður er hið opinbera kerfi bara ófært um það eins og er, en ég trúi því núna með þessari byltingu í umræðu, að þá verði gjörbreyting þar á,“ segir Edda.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Heilbrigðismál Félagasamtök Geðheilbrigði Tengdar fréttir Hrikalegt áfall að missa pabba sinn Björgvin Franz Gíslason segir að fólk verði að leita sér hjálpar til að vinna úr sorginni eftir missi ástvina. Hann segir það hafa verið hrikalegt áfall að missa föður sinn Gísla Rúnar Jónsson, sem svipti sig lífi síðasta sumar. 24. júní 2021 22:18 „Ég var oft hrædd um hann“ Eftir skyndilegt andlát Gísla Rúnars Jónssonar ákvað stjúpdóttir hans Eva Dögg Sigurgeirsdóttir að koma fram opinberlega og ræða á gagnrýninn hátt um stöðu geðheilbrigðismála hér á landi. Gísli Rúnar svipti sig lífi í sumar. 27. nóvember 2020 10:31 Bein útsending: Goðsagnir lesa gervilimrurnar hans Gísla Rúnars Í tilefni af útgáfu bókarinnar Gervilimrur Gíslar Rúnars, sem að þjóðargersemin Gísli Rúnar Jónsson skildi eftir sig fyrir þjóðina og setti í prent vikunni áður en hann lést, verður útgáfugleði bókarinnar streymt í beinni útsendingu í kvöld klukkan 20. 12. nóvember 2020 19:15 „Andi pabba sveif svo sannarlega þarna yfir vötnum“ Mæðginin Edda Björgvins og Björgvin Franz eru að byrja með nýja þætti á Stöð 2 en tökum á þeim lauk daginn sem Gísli Rúnar, fyrrverandi eiginmaður Eddu og faðir Björgvins, lést. Þættirnir eru því tileinkaðir Gísla Rúnari. 17. október 2020 20:01 Minnast Gísla Rúnars með hlýhug: „Stórveldi í lífinu og listinni“ Útför Gísla Rúnars Jónssonar fer fram í dag klukkan 15. 20. ágúst 2020 13:48 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Hrikalegt áfall að missa pabba sinn Björgvin Franz Gíslason segir að fólk verði að leita sér hjálpar til að vinna úr sorginni eftir missi ástvina. Hann segir það hafa verið hrikalegt áfall að missa föður sinn Gísla Rúnar Jónsson, sem svipti sig lífi síðasta sumar. 24. júní 2021 22:18
„Ég var oft hrædd um hann“ Eftir skyndilegt andlát Gísla Rúnars Jónssonar ákvað stjúpdóttir hans Eva Dögg Sigurgeirsdóttir að koma fram opinberlega og ræða á gagnrýninn hátt um stöðu geðheilbrigðismála hér á landi. Gísli Rúnar svipti sig lífi í sumar. 27. nóvember 2020 10:31
Bein útsending: Goðsagnir lesa gervilimrurnar hans Gísla Rúnars Í tilefni af útgáfu bókarinnar Gervilimrur Gíslar Rúnars, sem að þjóðargersemin Gísli Rúnar Jónsson skildi eftir sig fyrir þjóðina og setti í prent vikunni áður en hann lést, verður útgáfugleði bókarinnar streymt í beinni útsendingu í kvöld klukkan 20. 12. nóvember 2020 19:15
„Andi pabba sveif svo sannarlega þarna yfir vötnum“ Mæðginin Edda Björgvins og Björgvin Franz eru að byrja með nýja þætti á Stöð 2 en tökum á þeim lauk daginn sem Gísli Rúnar, fyrrverandi eiginmaður Eddu og faðir Björgvins, lést. Þættirnir eru því tileinkaðir Gísla Rúnari. 17. október 2020 20:01
Minnast Gísla Rúnars með hlýhug: „Stórveldi í lífinu og listinni“ Útför Gísla Rúnars Jónssonar fer fram í dag klukkan 15. 20. ágúst 2020 13:48