Innlent

Sýslu­maður Ís­lands verði stað­settur á Húsa­vík

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill sameina sýslumannsembættin níu í eitt.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill sameina sýslumannsembættin níu í eitt. Vísir/Vilhelm

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn.

Frá þessu greinir Morgunblaðið, en ákvörðun ráðherrans er sögð byggja ekki síst á greiningu Byggðarstofnunar. Í blaðinu segir ennfremur að ráðherra eigi þegar að hafa tilkynnt þingflokkum stjórnarflokkana niðurstöðu sína í málinu.

Jón hyggst leggja fram nýtt frumvarp um sameininguna í haust, en samkvæmt frumvarpinu verða sýslumannsembættin níu sameinuð í eitt.

Samkvæmt frumvarpinu eigi níu skrifstofur þó áfram að verða starfræktar, svokallaðir „sýslumenn í héraði“. Þá kemur fram að skrifstofurnar séu í heild 24 og sagði Jón síðasta vor að með frumvarpinu sé verið að festa þær skrifstofur í lög. Ætli einhver sér að loka einhverri skrifstofunni þá þurfi það að fara í gegnum þingið.

Breytingin er rökstudd á þann veg að miklar breytingar hafi orðið á starfsemi sýslumannsembætta síðustu ár með auknum rafrænum samskiptum og að sú þróun muni halda áfram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×