Aðalatriðið að „flýta sér hægt“ þegar kemur að eignarhaldi Ljósleiðarans
![Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.](https://www.visir.is/i/A24BC5FA2802BC75D9A791B74AA9846EC00F686840DB8ECB29AB121BE8E4663C_713x0.jpg)
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs, segir að hún sé „í prinsippinu“ fylgjandi því að skoða breytingar á eignarhaldi opinberra fyrirtækja í samkeppnisrekstri. Slíkar breytingar taki þó tíma og hugmyndir um breytt eignarhald á Ljósleiðaranum hafi ekki enn komið formlega á borð Reykjavíkurborgar.