Karl III sór þegnum sínum hollustueið Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2022 19:20 Karl III nýr konungur Bretlands og þjóðhöfðingi 14 annarra ríkja ávarpaði þegna sína í fyrsta sinn seinnipartinn í dag. AP/Yui Mok Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl III nýr konungur Bretlands Elísabetu II móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar. Karl III vaknaði í morgun í Balmoral kastala til fyrsta heila dagsins í konungsembætti. Hann og Kamilla eiginkona hans flugu um hádegisbil frá Aberdeen til Lundúna meðal annars til skrafs og ráðagerða við forsætisráðherra Bretlands og fleiri um undirbúning útfarar Elíabetar II drottningar sem lést síðdegis í gær. Nokkur fjöldi fólks safnðist saman fyrir fram Buckinghamhöll í dag og margir lögðu blóm og kort við girðingu hallarinnar. Karl heilsaði upp á fólkið við komuna til hallarinnar og ræddi við marga. Breskir þingmenn minntust drottningar með einnrar mínútna þögn á þingfundi í dag. Liz Truss forsætisráðherra rifjaði upp þegar Elísabet sór þess í afmælisávarpi þegar hún varð 21 árs að hvort sem líf hennar yrði stutt eða langt að tileinka lif sitt þjónustu við þegna konungsríkisins. „Allt þingið mun vera sammála því að aldrei hefur loforð verið svo fullkomlega efnt," sagði forsætisráðherrann við góðar undirtektir þingheims. Karl III hitti nýjan forsætisráðherra sem móðir hans setti í embætti á þriðjudag í fyrsta sinn sem konungur í dag.AP/Yui Mok/ Karl verður 74 ára í nóvember og á erfitt verk fyrir hönum að sameina bresku þjóðina og þjóðir 14 annarra ríkja þar sem hann er nú orðinn þjóðhöfðingi að baki sér sem og við að halda samveldi 54 ríkja saman. Ekki er hægt að saka Karl um óþolinmæði til konungdóms því hann stóð alla tíð fast við bak drottningarinnar. Hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta skipti sem Karl III konungur seinnipartinn í dag. Hann sagði fjölskyldu drottningar fulla þakklætis fyrir gjöfult líf hennar og deildi sorginni yfir dauða hennar með svo mörgum þegnum hennar. Konungurinn tilkynnt að Vilhjálmur sonur hans, nú krónprins, erfi alla hans fyrri titla og verði nú prinsinn af Wales. Líf hans sjálfs muni taka miklum breytingum við að setjast á konungsstól. Konungurinn kom til Buckingham hallar í Lundúnum frá Balmoral kastala um hádegisbil þar sem fjöldi fólks beið hans.AP/Yui Mok „Eins og drottningin sjálf gerði af svo óbifanlegri tryggð heiti ég því nú hátíðlega að allan þann tíma sem guð gefur mér muni ég halda í heiðri grundvallarreglur stjórnarskrárinnar sem er þungamiðja þjóðríkis okkar. Og hvar sem þið kunnið að búa í Bretlandi, eða öðrum ríkjum konungdæmisins og svæðum, og hver sem bakgrunnur ykkar og trú kann að vera mun ég kappkosta að þjóna ykkur af trúmennsku, virðingu og ást," sagði Karl III. Hann þakkaði fjölmargar samúðarkveðjur og sagði þær snerta hann meira en hann gæti komið í orð. Að lokum þakkaði hann móður sinni fyrir ást hennar og trúnað til fjölskyldu sinnar og fjölskyldu þjóðanna sem hún þjónaði. Konungurinn endaði ávarp sitt á þessum orðum til móður sinnar: „Megi englaskarar syngja þig í svefn.“ Ávarp Karls í heild sinni má sjá hér að neðan. Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Bresk framamenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00 Karl og Kamilla heilsuðu upp á fólkið fyrir utan Buckingham-höll Karl Bretakonungur og Kamilla, eiginkona hans, heilsuðu upp á fólk sem hafði safnast saman fyrir utan Buckingham-höll í Lundúnum um klukkan 13. 9. september 2022 13:49 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sjá meira
Karl III vaknaði í morgun í Balmoral kastala til fyrsta heila dagsins í konungsembætti. Hann og Kamilla eiginkona hans flugu um hádegisbil frá Aberdeen til Lundúna meðal annars til skrafs og ráðagerða við forsætisráðherra Bretlands og fleiri um undirbúning útfarar Elíabetar II drottningar sem lést síðdegis í gær. Nokkur fjöldi fólks safnðist saman fyrir fram Buckinghamhöll í dag og margir lögðu blóm og kort við girðingu hallarinnar. Karl heilsaði upp á fólkið við komuna til hallarinnar og ræddi við marga. Breskir þingmenn minntust drottningar með einnrar mínútna þögn á þingfundi í dag. Liz Truss forsætisráðherra rifjaði upp þegar Elísabet sór þess í afmælisávarpi þegar hún varð 21 árs að hvort sem líf hennar yrði stutt eða langt að tileinka lif sitt þjónustu við þegna konungsríkisins. „Allt þingið mun vera sammála því að aldrei hefur loforð verið svo fullkomlega efnt," sagði forsætisráðherrann við góðar undirtektir þingheims. Karl III hitti nýjan forsætisráðherra sem móðir hans setti í embætti á þriðjudag í fyrsta sinn sem konungur í dag.AP/Yui Mok/ Karl verður 74 ára í nóvember og á erfitt verk fyrir hönum að sameina bresku þjóðina og þjóðir 14 annarra ríkja þar sem hann er nú orðinn þjóðhöfðingi að baki sér sem og við að halda samveldi 54 ríkja saman. Ekki er hægt að saka Karl um óþolinmæði til konungdóms því hann stóð alla tíð fast við bak drottningarinnar. Hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta skipti sem Karl III konungur seinnipartinn í dag. Hann sagði fjölskyldu drottningar fulla þakklætis fyrir gjöfult líf hennar og deildi sorginni yfir dauða hennar með svo mörgum þegnum hennar. Konungurinn tilkynnt að Vilhjálmur sonur hans, nú krónprins, erfi alla hans fyrri titla og verði nú prinsinn af Wales. Líf hans sjálfs muni taka miklum breytingum við að setjast á konungsstól. Konungurinn kom til Buckingham hallar í Lundúnum frá Balmoral kastala um hádegisbil þar sem fjöldi fólks beið hans.AP/Yui Mok „Eins og drottningin sjálf gerði af svo óbifanlegri tryggð heiti ég því nú hátíðlega að allan þann tíma sem guð gefur mér muni ég halda í heiðri grundvallarreglur stjórnarskrárinnar sem er þungamiðja þjóðríkis okkar. Og hvar sem þið kunnið að búa í Bretlandi, eða öðrum ríkjum konungdæmisins og svæðum, og hver sem bakgrunnur ykkar og trú kann að vera mun ég kappkosta að þjóna ykkur af trúmennsku, virðingu og ást," sagði Karl III. Hann þakkaði fjölmargar samúðarkveðjur og sagði þær snerta hann meira en hann gæti komið í orð. Að lokum þakkaði hann móður sinni fyrir ást hennar og trúnað til fjölskyldu sinnar og fjölskyldu þjóðanna sem hún þjónaði. Konungurinn endaði ávarp sitt á þessum orðum til móður sinnar: „Megi englaskarar syngja þig í svefn.“ Ávarp Karls í heild sinni má sjá hér að neðan.
Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Bresk framamenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00 Karl og Kamilla heilsuðu upp á fólkið fyrir utan Buckingham-höll Karl Bretakonungur og Kamilla, eiginkona hans, heilsuðu upp á fólk sem hafði safnast saman fyrir utan Buckingham-höll í Lundúnum um klukkan 13. 9. september 2022 13:49 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sjá meira
Bresk framamenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00
Karl og Kamilla heilsuðu upp á fólkið fyrir utan Buckingham-höll Karl Bretakonungur og Kamilla, eiginkona hans, heilsuðu upp á fólk sem hafði safnast saman fyrir utan Buckingham-höll í Lundúnum um klukkan 13. 9. september 2022 13:49