Erlent

Karl III verður for­m­­lega konungur

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Konungurinn ávarpaði þjóð sína í fyrsta skipti sem Karl III konungur seinnipartinn í gær.
Konungurinn ávarpaði þjóð sína í fyrsta skipti sem Karl III konungur seinnipartinn í gær. Samir Hussein/WireImage

Karl III verður lýstur konungur yfir Bretlandi klukkan 9.00 á íslenskum tíma í dag, þegar arftakaráð, sérstök nefnd um valdaskipti, kemur formlega saman.

Athöfnin fer fram í St. James höll í Westminster í London og verður yfirlýsing lesin af Friar Court svölunum hallarinnar klukkan 10.00 á íslenskum tíma, eða 11.00 á staðartíma.

Meðal viðstaddra verða Kamilla, eiginkona konungs, og Vilhjálmur, prinsinn af Wales. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Að athöfn lokinni verða fánar dregnir að húni í 26 klukkustundir til að fagna nýjum konungi. Á morgun verður flaggað í hálfa stöng að nýju til að minnast drottningarinnar.

Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í gær þakkaði Karl III Elísabetu II móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×