Skoðun

Lengi lifi lýð­veldið Ís­land

Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar

Frábært er að búa á Íslandi, í lýðveldi þar sem allir ríkisborgarar eru jafnir fyrir lögum, óháð ætt, og þjóðarleiðtogi er venjulegur maður, metinn hæfur og reglulega kosinn af ríkisborgurum. Ágætt er að búa í landi sem árið 1944 kaus að slíta tengslum við konungsríki.

Ísland býr yfir ýmsum vandamálum, líkt öðrum löndum, en sleppir sumum sem plaga nokkur um veröld, þar með Bretland.

Á Íslandi ríkir engin fjölskylda með réttindum til að fá að vita og veita leynilegar athugasemdir um lagafrumvörp stjórnvalda, áður en Alþingi fái að vita af tillögunum, og þann veg verja önnur forréttindi sín og auð gegn lögum er mættu af tilviljun snerta þau (e. "Queen's consent", nú nýlega orðið "King's consent").

Á Íslandi eiga engir aðalsmenn sjálfsagðan rétt, að kosningu meðal aðals sjálfs, til lífstíðar borgaðrar setu á Alþingi, sem leifar lénsskipulags undir konungi.

Á Íslandi geta stjórnvöld umbunað vinum sínum ýmist, en ekki gert þá að lávörðum með lífstíðar borgaða setu á Alþingi, höfnum yfir aðra menn með tignarheitum sem lénsmönnum konungs, meintum æðri tegundar mannkyns; jafnvel þótt þeir reyni að borga eða lána vel fyrir það (sjá sem dæmi "Cash-for-Honours scandal").

Á Íslandi er maður enginn litinn valinn af Guði með fæðingu til að verðskulda sjálfsagða hylli og undirgefni allra, né stjórna þjóðkirkju sem fær að úthluta til nokkurra biskupa setu á Alþingi, né standa frammi fyrir þjóðinni í alþjóðasamskiptum og þjóðarathöfnum sem þjóðhöfðingi.

Heppnir eru Íslendingar, eigandi jafna reisn, og fræðilega jafnan kost að tækifærum, á landi jafnréttis, án konungsættar sem kjarna aukinnar spillingar. Ég er ánægður með það að búa hér.

Lengi lifi lýðveldið Ísland! Lengi lifi lýðveldishyggja og jöfn staða ríkisborgara!

Höfundur er hálf-enskur og bjó á Englandi í 23 ár.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×