Tinder er 10 ára: Konur ljúga til um aldur, karlar um hæð Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 11. september 2022 14:30 Marijan Murat/GettyImages Stefnumótaappið Tinder fagnar 10 ára afmæli á morgun. Meira en 75 milljónir manna nota forritið að staðaldri. Forstjóri Kinsey-stofnunarinnar telur Tinder vera næststærstu byltingu mannkynssögunnar þegar kemur að samskiptum kynjanna. Við svæpum til vinstri ef okkur líst ekki á fólk og til hægri ef við gætum hugsað okkur frekari kynni. Svona hefst nútíma tilhugalíf. Það er að segja ef þú ert einn af þeim 75 milljónum jarðarbúa sem nota stefnumótaappið Tinder til að komast á séns. Flest okkar ljúga Tinder fagnar á morgun 10 ára afmæli sínu. Fá smáforrit hafa valdið eins miklum breytingum á eins stuttum tíma. Og Tinder hefur að minnsta kosti kennt okkur eitt: Flest okkar ljúga. Karlar ljúga aðallega til um laun sín og hæð, segja hvort tveggja vera hærra en þau í raun eru. Og konur ljúga í hina áttina; þær segjast vera yngri en þær eru samkvæmt fæðingarvottorðinu. Þá hafa þær tilhneigingu til að segjast vera léttari en baðvigtin segir þeim. Stafsetningarvillur eru illa séðar Og hegðun kynjanna er ólík á fleiri vegu. Konum líkar við um 14% þeirra sem verða á vegi þeirra á Tinder, en karlar svæpa 46% kvenna til hægri, sem þýðir jú að þeir gætu hugsað sér frekari kynni. Og það er fleira en útlitið sem hefur áhrif á hvort þér er svæpað til vinstri eða hægri. Fólk hafnar umsvifalaust fólki sem skrifar rangt mál, ef það klæðist fötum úr gerviefnum, eða ef fólk flaggar myndum af pandabjörnum, svo dæmi séu tekin. Tattú með stafsetningarvillum eru heldur ekki líkleg til vinsælda. Næstmesta bylting mannkyns í samskiptum kynjanna Justin García, framkvæmdastjóri Kinsey-stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem rannsakar meðal annars kynhegðun mannskepnunnar, segir í samtali við El País, að Tinder sé hvorki meira né minna en önnur tveggja stærstu byltinga mannkyns þegar kemur að pörun og samskiptum kynjanna. Fyrri byltingin átti sér stað fyrir 10-15.000 árum, þegar maðurinn fór að stunda landbúnað og fann upp hjónabandið sem hálfgerðan menningar- og samskiptasamning kynjanna. Síðari byltingin er svo semsagt Tinder sem gerir okkur kleift að finna maka, vini eða bólfélaga með símann einan að vopni, í allt að 160 kílómetra fjarlægð. Og fyrirhöfnin er svipuð og þegar þú pantar þér pizzu. Samfélagsmiðlar Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Við svæpum til vinstri ef okkur líst ekki á fólk og til hægri ef við gætum hugsað okkur frekari kynni. Svona hefst nútíma tilhugalíf. Það er að segja ef þú ert einn af þeim 75 milljónum jarðarbúa sem nota stefnumótaappið Tinder til að komast á séns. Flest okkar ljúga Tinder fagnar á morgun 10 ára afmæli sínu. Fá smáforrit hafa valdið eins miklum breytingum á eins stuttum tíma. Og Tinder hefur að minnsta kosti kennt okkur eitt: Flest okkar ljúga. Karlar ljúga aðallega til um laun sín og hæð, segja hvort tveggja vera hærra en þau í raun eru. Og konur ljúga í hina áttina; þær segjast vera yngri en þær eru samkvæmt fæðingarvottorðinu. Þá hafa þær tilhneigingu til að segjast vera léttari en baðvigtin segir þeim. Stafsetningarvillur eru illa séðar Og hegðun kynjanna er ólík á fleiri vegu. Konum líkar við um 14% þeirra sem verða á vegi þeirra á Tinder, en karlar svæpa 46% kvenna til hægri, sem þýðir jú að þeir gætu hugsað sér frekari kynni. Og það er fleira en útlitið sem hefur áhrif á hvort þér er svæpað til vinstri eða hægri. Fólk hafnar umsvifalaust fólki sem skrifar rangt mál, ef það klæðist fötum úr gerviefnum, eða ef fólk flaggar myndum af pandabjörnum, svo dæmi séu tekin. Tattú með stafsetningarvillum eru heldur ekki líkleg til vinsælda. Næstmesta bylting mannkyns í samskiptum kynjanna Justin García, framkvæmdastjóri Kinsey-stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem rannsakar meðal annars kynhegðun mannskepnunnar, segir í samtali við El País, að Tinder sé hvorki meira né minna en önnur tveggja stærstu byltinga mannkyns þegar kemur að pörun og samskiptum kynjanna. Fyrri byltingin átti sér stað fyrir 10-15.000 árum, þegar maðurinn fór að stunda landbúnað og fann upp hjónabandið sem hálfgerðan menningar- og samskiptasamning kynjanna. Síðari byltingin er svo semsagt Tinder sem gerir okkur kleift að finna maka, vini eða bólfélaga með símann einan að vopni, í allt að 160 kílómetra fjarlægð. Og fyrirhöfnin er svipuð og þegar þú pantar þér pizzu.
Samfélagsmiðlar Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira