Tinder er 10 ára: Konur ljúga til um aldur, karlar um hæð Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 11. september 2022 14:30 Marijan Murat/GettyImages Stefnumótaappið Tinder fagnar 10 ára afmæli á morgun. Meira en 75 milljónir manna nota forritið að staðaldri. Forstjóri Kinsey-stofnunarinnar telur Tinder vera næststærstu byltingu mannkynssögunnar þegar kemur að samskiptum kynjanna. Við svæpum til vinstri ef okkur líst ekki á fólk og til hægri ef við gætum hugsað okkur frekari kynni. Svona hefst nútíma tilhugalíf. Það er að segja ef þú ert einn af þeim 75 milljónum jarðarbúa sem nota stefnumótaappið Tinder til að komast á séns. Flest okkar ljúga Tinder fagnar á morgun 10 ára afmæli sínu. Fá smáforrit hafa valdið eins miklum breytingum á eins stuttum tíma. Og Tinder hefur að minnsta kosti kennt okkur eitt: Flest okkar ljúga. Karlar ljúga aðallega til um laun sín og hæð, segja hvort tveggja vera hærra en þau í raun eru. Og konur ljúga í hina áttina; þær segjast vera yngri en þær eru samkvæmt fæðingarvottorðinu. Þá hafa þær tilhneigingu til að segjast vera léttari en baðvigtin segir þeim. Stafsetningarvillur eru illa séðar Og hegðun kynjanna er ólík á fleiri vegu. Konum líkar við um 14% þeirra sem verða á vegi þeirra á Tinder, en karlar svæpa 46% kvenna til hægri, sem þýðir jú að þeir gætu hugsað sér frekari kynni. Og það er fleira en útlitið sem hefur áhrif á hvort þér er svæpað til vinstri eða hægri. Fólk hafnar umsvifalaust fólki sem skrifar rangt mál, ef það klæðist fötum úr gerviefnum, eða ef fólk flaggar myndum af pandabjörnum, svo dæmi séu tekin. Tattú með stafsetningarvillum eru heldur ekki líkleg til vinsælda. Næstmesta bylting mannkyns í samskiptum kynjanna Justin García, framkvæmdastjóri Kinsey-stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem rannsakar meðal annars kynhegðun mannskepnunnar, segir í samtali við El País, að Tinder sé hvorki meira né minna en önnur tveggja stærstu byltinga mannkyns þegar kemur að pörun og samskiptum kynjanna. Fyrri byltingin átti sér stað fyrir 10-15.000 árum, þegar maðurinn fór að stunda landbúnað og fann upp hjónabandið sem hálfgerðan menningar- og samskiptasamning kynjanna. Síðari byltingin er svo semsagt Tinder sem gerir okkur kleift að finna maka, vini eða bólfélaga með símann einan að vopni, í allt að 160 kílómetra fjarlægð. Og fyrirhöfnin er svipuð og þegar þú pantar þér pizzu. Samfélagsmiðlar Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Við svæpum til vinstri ef okkur líst ekki á fólk og til hægri ef við gætum hugsað okkur frekari kynni. Svona hefst nútíma tilhugalíf. Það er að segja ef þú ert einn af þeim 75 milljónum jarðarbúa sem nota stefnumótaappið Tinder til að komast á séns. Flest okkar ljúga Tinder fagnar á morgun 10 ára afmæli sínu. Fá smáforrit hafa valdið eins miklum breytingum á eins stuttum tíma. Og Tinder hefur að minnsta kosti kennt okkur eitt: Flest okkar ljúga. Karlar ljúga aðallega til um laun sín og hæð, segja hvort tveggja vera hærra en þau í raun eru. Og konur ljúga í hina áttina; þær segjast vera yngri en þær eru samkvæmt fæðingarvottorðinu. Þá hafa þær tilhneigingu til að segjast vera léttari en baðvigtin segir þeim. Stafsetningarvillur eru illa séðar Og hegðun kynjanna er ólík á fleiri vegu. Konum líkar við um 14% þeirra sem verða á vegi þeirra á Tinder, en karlar svæpa 46% kvenna til hægri, sem þýðir jú að þeir gætu hugsað sér frekari kynni. Og það er fleira en útlitið sem hefur áhrif á hvort þér er svæpað til vinstri eða hægri. Fólk hafnar umsvifalaust fólki sem skrifar rangt mál, ef það klæðist fötum úr gerviefnum, eða ef fólk flaggar myndum af pandabjörnum, svo dæmi séu tekin. Tattú með stafsetningarvillum eru heldur ekki líkleg til vinsælda. Næstmesta bylting mannkyns í samskiptum kynjanna Justin García, framkvæmdastjóri Kinsey-stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem rannsakar meðal annars kynhegðun mannskepnunnar, segir í samtali við El País, að Tinder sé hvorki meira né minna en önnur tveggja stærstu byltinga mannkyns þegar kemur að pörun og samskiptum kynjanna. Fyrri byltingin átti sér stað fyrir 10-15.000 árum, þegar maðurinn fór að stunda landbúnað og fann upp hjónabandið sem hálfgerðan menningar- og samskiptasamning kynjanna. Síðari byltingin er svo semsagt Tinder sem gerir okkur kleift að finna maka, vini eða bólfélaga með símann einan að vopni, í allt að 160 kílómetra fjarlægð. Og fyrirhöfnin er svipuð og þegar þú pantar þér pizzu.
Samfélagsmiðlar Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira