Lífið

Framhald af Enchanted á leiðinni eftir fimmtán ára bið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Disenchanted kemur út 24. nóvember næstkomandi.
Disenchanted kemur út 24. nóvember næstkomandi. Skjáskot

Fyrsta stiklan fyrir Disney myndina Disenchanted var frumsýnd í gær en um er að ræða framhaldsmynd af Enchanted, sem var frumsýnd árið 2007. 

Amy Adams snýr aftur sem ævintýraprinsessan Giselle og leikarinn Patrick Dempsey sem hjartaknúsarinn Robert Philip. Auk þeirra snýr James Marsden aftur sem Prince Edward. Myndin verður frumsýnd 24. nóvember næstkomandi. 

Svo virðist sem atburðir myndarinnar gerist rúmum áratug eftir atburði upprunalegu myndarinnarinnar. Hjónin Giselle og Robert orðin fullorðin, komin með krakka og að flytja út fyrir borgina í úthverfin. 

Þeir sem þekkja til upprunalegu kvikmyndarinnar Enchanted vita að þetta verður engin saga um klassískt úthverfalíf. Ó, nei! Giselle og Robert eru mætt í nýja úthverfahúsið sitt og prins Edward og Nancy Tremaine birtast óvænt í garðinum hjá þeim. Þau eru jú komin í heimsókn frá ævintýra-teiknimyndalandinu sem Giselle ólst upp í. 

Skjótt skipast veður í lofti og svo virðist sem nágrannar hjónann séu einhver illmenni. Kaos og ringulreið einkennir síðari hluta stiklunnar. Þá virðist sem óskabrunnur sé í garði hjónanna og Giselle missi aðeins stjórn á sér í óskunum, eins og hún segir sjálf í lok stiklunnar: „Ég óska mér að lifa ævintýralífi en það er allt farið út um þúfur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.