Erlent

Tuttugu létust í rútu­slysi í Nígeríu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Ástandið er víða slæmt á vegum í Nígeríu. 
Ástandið er víða slæmt á vegum í Nígeríu.  EPA-EFE/Akintunde Akinleye

Að minnsta kosti tuttugu létust í rútuslysi í suðvestur Nígeríu í gær. Yfirvöld segja að slysið megi rekja til hraðaksturs.

Rútan hafnaði á bifreið úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að það kviknaði í bifreiðunum.

„Þetta var hræðilegt banaslys. Tuttugu hafa fundist látnir, en þeir brunnu í eldinum eftir áreksturinn. Bifreiðarnar skullu saman og það kviknaði strax í. Eldurinn var mikill,“ sagði Gbenga Obalowo, æðsti embættismaður Ibarapa héraðsins, þar sem slysið átti sér stað.

Guardian greinir frá því að tveir hafi komist lífs af en með mikil brunasár.

Örfáir mánuðir er síðan sambærilegt slys átti sér stað í Nígeríu en þá skullu þrjár bifreiðar saman með þeim afleiðingum að þrjátíu manns létust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×