Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki með Elfsborg í dag vegna uppsafnaðra spjalda.
Michael Baidoo skoraði bæði mörk Elfsborg í fyrri hálfleik en þetta er annar sigurleikur Elfsborg í röð eftir 3-2 sigurinn gegn Malmö í síðustu umferð.
Með sigrinum fer Elfsborg upp í 30 stig og er í 9. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Sundsvall er eftir sem áður í 16. og neðsta sæti deildarinnar með 10 stig.