Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Fjárlög ársins 2023, börn sem líða skort, strokulax og verndun Geysissvæðisins verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Fjárlög ársins 2023 voru kynnt í morgun. Þingmaður segir neyðaróp heilbrigðiskerfisins ekki virðast hafa náð í gegn.

Leggja á 5 prósenta lágmarksvörugjald á allar innfluttar bifreiðar á næsta ári. Fullur afsláttur af rafbílum heyrir sögunni til.

Helmingur þeirra laxa sem Fiskistofa veiddi í Mjólká í Arnarfirði til rannsóknar í síðasta mánuði reyndust vera eldislaxar.

Umhverfisráðherra segir stjórnunar- og verndaráætlun Geysissvæðisins mikilvægan áfanga. Geysissvæðið sé mikilvægt fyrir alla landsmenn og reyndar gjörvalla heimsbyggðina.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×