Kvikmyndin er eftir leikstjórana Tizza Covi og Rainer Frimmel. Vera og leikstjórarnir tveir verða viðstödd frumsýningu myndarinnar í Háskólabíói 29. september klukkan 19:45 og svara spurningum að sýningu lokinni.
Myndin kannar myrkar hliðar frændhygli, grimmra fegurðarviðmiða og mótun sjálfsmyndar af því að vera barn frægra foreldra fremur en einstaklingur með eigin drauma og þrár.

Myndin fjallar um Veru, dóttur frægs ítalsk kvikmyndagerðarmanns. Hún býr í skugga föður síns í hástigum samfélagsins.
„Þrátt fyrir mikinn vilja til að tengjast öðru fólki og eiga í merkingarbærum samskiptum sjá flestir Veru sem möguleika á að komast í álnir og góð tengsl við elítuna. Vera er þreytt á þessu yfirborðskennda lífi og þegar leigubíll, sem hún er farþegi í, keyrir á ungan dreng, myndar hún spennuþrungið samband við drenginn og föður hans. Þeir búa við veruleika, alls ólíkan hennar, fátækt og vatnsskort. Vera þarf fljótlega að spyrja sig sömu spurningar og áður um hvort hún hafi aðeins hagnýtt gildi fyrir aðra?“
Myndin var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í september og er því um Norðurlandafrumsýningu á myndinni að ræða á RIFF. Hátíðin fer fram 29. september til 9. október.