Fleiri tilkynningar ekki endilega merki um meira ofbeldi Árni Sæberg skrifar 12. september 2022 21:14 Eygló Harðardóttir er verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra Stöð 2 Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra segir það hafa verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að ekki einungis fækka ofbeldisbrotum heldur einnig að fjölga tilkynningum. Það endurspeglist í mikilli aukningu tilkynninga um heimilis- og kynferðisofbeldi. Í dag var greint frá því að fjöldi tilkynninga um heimilisofbeldi hefði aldrei verið meiri en á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Lögreglan á landsvísu hafi fengið 1232 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila. Jafngildir það sjö slíkum tilkynningum á dag eða 205 tilkynningum á mánuði. Um er að ræða tæplega þrettán prósenta aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Þá var einnig greint frá því að á sama tímabili hafi lögreglan skráð 125 tilkynntar nauðganir. Það eru 21 tilkynning á mánuði og 28 prósent fjölgun frá því á síðasta ári. „Það hefur verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að annars vegar fækka brotum og hins vegar fjölga tilkynningum. Og ég held að það endurspeglist í raun og veru, bæði í tilkynningum varðandi heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi, að fólk er að leita sér aðstoðar og það sé að tilkynna til lögreglu,“ segir Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Einungis einn af hverjum tíu þolendum tilkynnir Eygló segir að í nýrri skýrslu Stígamóta segi að einungis einn af hverjum tíu, sem leita til miðstöðvarinnar eftir að hafa lent í kynferðisofbeldi, tilkynni brotin til lögreglu. „Þetta er að okkar mati alveg óásættanlegt,“ segir hún. Þess vegna sé það markmið stjórnvalda, með vitundarvakningu sem ráðist hefur verið í í vetur og sumar, að hvetja til þess að annars vegar að samfélagið minnki svigrúm gerenda til að brjóta á þolendum og hins vegar að hvetja til þess að brot séu tilkynnt til lögreglu. Að lokum segir Eygló að lögreglan hafi ráðist í mikla vinnu undanfarið til þess að bæta það hvernig hún vinnur og að koma þeim upplýsingum á framfæri. Því vonar hún þolendur séu ekki hræddir um að kerfið muni bregðast þeim. Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Lögreglan Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Í dag var greint frá því að fjöldi tilkynninga um heimilisofbeldi hefði aldrei verið meiri en á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Lögreglan á landsvísu hafi fengið 1232 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila. Jafngildir það sjö slíkum tilkynningum á dag eða 205 tilkynningum á mánuði. Um er að ræða tæplega þrettán prósenta aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Þá var einnig greint frá því að á sama tímabili hafi lögreglan skráð 125 tilkynntar nauðganir. Það eru 21 tilkynning á mánuði og 28 prósent fjölgun frá því á síðasta ári. „Það hefur verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að annars vegar fækka brotum og hins vegar fjölga tilkynningum. Og ég held að það endurspeglist í raun og veru, bæði í tilkynningum varðandi heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi, að fólk er að leita sér aðstoðar og það sé að tilkynna til lögreglu,“ segir Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Einungis einn af hverjum tíu þolendum tilkynnir Eygló segir að í nýrri skýrslu Stígamóta segi að einungis einn af hverjum tíu, sem leita til miðstöðvarinnar eftir að hafa lent í kynferðisofbeldi, tilkynni brotin til lögreglu. „Þetta er að okkar mati alveg óásættanlegt,“ segir hún. Þess vegna sé það markmið stjórnvalda, með vitundarvakningu sem ráðist hefur verið í í vetur og sumar, að hvetja til þess að annars vegar að samfélagið minnki svigrúm gerenda til að brjóta á þolendum og hins vegar að hvetja til þess að brot séu tilkynnt til lögreglu. Að lokum segir Eygló að lögreglan hafi ráðist í mikla vinnu undanfarið til þess að bæta það hvernig hún vinnur og að koma þeim upplýsingum á framfæri. Því vonar hún þolendur séu ekki hræddir um að kerfið muni bregðast þeim.
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Lögreglan Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira