Halda átti hátíðina í þriðja sinn á laugardaginn í Fjölnishöllinni en tvö ár eru síðan síðast var blásið til veislunnar.
Í tilkynningu á Facebook-síðu Fjölnis segir að vegna andlátanna skyndilegu og utanaðkomandi aðstæðna hafi verið ákveðið að aflýsa hátíðinni.
„Við hvetjum alla til að standa saman í Fjölnisfjölskyldunni,“ segir í tilkynningunni. Miðakaupendur fái endurgreitt.
„Við hjá Ungmennafélaginu Fjölni sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til aðstandenda.“
Boðað er til Októberfest á næsta ári þann 23. september.