Látum ekki deigan síga í baráttunni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 13. september 2022 10:01 Landsnefnd UN Women á Íslandi lætur eina ferðina enn verulega um sig muna innan UN Women fjölskyldunnar með nýju söfnunarátaki. Að þessu sinni ríður íslenska landsnefndin á vaðið og hrindir úr vör herferð til að safna fjármunum í hinseginsjóð UN Women. Sá sjóður er ansi magur þar sem barátta fyrir réttindum hinsegin fólks á enn mjög undir högg að sækja, jafnvel í mörgum þróuðum og auðugum ríkjum. 84% ríkja heims banna til dæmis samkynja hjónabönd og viðurkenna ekki tilvist þeirra sem er til marks um hversu langt er enn í land. Á vegum UN Women starfa alls 12 landsnefndir og íslenska landsnefndin er einfaldlega sú öflugasta og leggur mest fjármagn af mörkum til samtakanna – talið í beinhörðum dollurum. Þeir peningar koma frá íslenskum almenningi sem með framlögum sínum hefur sýnt í verki ríkan skilning á mikilvægi þess að berjast fyrir frelsi og réttindum kvenna um heim allan. Íslenskur almenningur hefur líka sýnt og sannað að hann styður rétt hinsegin fólks til að leita hamingjunnar á eigin forsendum og hafnar hverskyns mismunun sem byggist á kyni, kynhneigð eða kynvitund. Mikil og almenn þátttaka í Hinsegin dögum er sterkur vitnisburður um þennan stuðning. Það sem af er 21. öldinni hafa orðið miklar réttarbætur í málefnum hinsegin fólks á Íslandi. Þessar réttarbætur komu í kjölfarið á öflugri kvennabaráttu og voru raunar skilgetið afkvæmi þeirrar baráttu. Það er í samræmi við það eðli mannréttindabaráttu að gefa sem flestum hlutdeild í þeim réttindum sem vinnast og sýna öðrum samkennd sem eiga á brattan að sækja. Þannig var t.d. sterkur þráður á 19. öldinni milli baráttunnar fyrir afnámi þrælahalds og borgaralegra réttinda blökkufólks og kvenréttindabaráttunnar. Vegna þessa eðlis mannréttinda/kvenréttindabaráttunnar fer það saman að bæði staða kvenna og hinsegin fólks er sterk á Íslandi. En við megum hvorki sofna á verðinum innanlands né gleyma þeim skyldum sem við höfum við allt það fólk sem býr við réttleysi, þöggun, kúgun og ofbeldi víðs vegar um heiminn. Ég veit af eigin reynslu að rödd Íslands er sterk í jafnréttismálum og það er hlustað þegar fulltrúar Íslands tala um þessi mál. Það er vegna þess að kvennahreyfingin hefur aldrei látið deigan síga og íslenskur almenningur hefur staðið þétt á bakvið þessa réttindabaráttu. Það er því vel við hæfi að Íslenska landsnefnd UN Women, fyrst allra landsnefnda, hrindi af stað söfnun meðal almennings í hinseginsjóð UN Women. Söfnunin er undir merkjum FO herferðarinnar en þetta er í áttunda sinn sem landsnefndinni stendur fyrir söfnun undir þeim merkjum. Varningurinn að þessu sinni eru vettlingar sem hægt er að kaupa á vefsíðu landsnefndarinnar FO vettlingarnir - UN Women Ísland | unwomen.is. Ég hvet öll til að slá nú tvær flugur í einu höggi, leggja þessari söfnun lið og búa sig um leið undir komandi vetur. Höfundur á sæti í stjórn landsnefndar UN Women. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Sameinuðu þjóðirnar Jafnréttismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Landsnefnd UN Women á Íslandi lætur eina ferðina enn verulega um sig muna innan UN Women fjölskyldunnar með nýju söfnunarátaki. Að þessu sinni ríður íslenska landsnefndin á vaðið og hrindir úr vör herferð til að safna fjármunum í hinseginsjóð UN Women. Sá sjóður er ansi magur þar sem barátta fyrir réttindum hinsegin fólks á enn mjög undir högg að sækja, jafnvel í mörgum þróuðum og auðugum ríkjum. 84% ríkja heims banna til dæmis samkynja hjónabönd og viðurkenna ekki tilvist þeirra sem er til marks um hversu langt er enn í land. Á vegum UN Women starfa alls 12 landsnefndir og íslenska landsnefndin er einfaldlega sú öflugasta og leggur mest fjármagn af mörkum til samtakanna – talið í beinhörðum dollurum. Þeir peningar koma frá íslenskum almenningi sem með framlögum sínum hefur sýnt í verki ríkan skilning á mikilvægi þess að berjast fyrir frelsi og réttindum kvenna um heim allan. Íslenskur almenningur hefur líka sýnt og sannað að hann styður rétt hinsegin fólks til að leita hamingjunnar á eigin forsendum og hafnar hverskyns mismunun sem byggist á kyni, kynhneigð eða kynvitund. Mikil og almenn þátttaka í Hinsegin dögum er sterkur vitnisburður um þennan stuðning. Það sem af er 21. öldinni hafa orðið miklar réttarbætur í málefnum hinsegin fólks á Íslandi. Þessar réttarbætur komu í kjölfarið á öflugri kvennabaráttu og voru raunar skilgetið afkvæmi þeirrar baráttu. Það er í samræmi við það eðli mannréttindabaráttu að gefa sem flestum hlutdeild í þeim réttindum sem vinnast og sýna öðrum samkennd sem eiga á brattan að sækja. Þannig var t.d. sterkur þráður á 19. öldinni milli baráttunnar fyrir afnámi þrælahalds og borgaralegra réttinda blökkufólks og kvenréttindabaráttunnar. Vegna þessa eðlis mannréttinda/kvenréttindabaráttunnar fer það saman að bæði staða kvenna og hinsegin fólks er sterk á Íslandi. En við megum hvorki sofna á verðinum innanlands né gleyma þeim skyldum sem við höfum við allt það fólk sem býr við réttleysi, þöggun, kúgun og ofbeldi víðs vegar um heiminn. Ég veit af eigin reynslu að rödd Íslands er sterk í jafnréttismálum og það er hlustað þegar fulltrúar Íslands tala um þessi mál. Það er vegna þess að kvennahreyfingin hefur aldrei látið deigan síga og íslenskur almenningur hefur staðið þétt á bakvið þessa réttindabaráttu. Það er því vel við hæfi að Íslenska landsnefnd UN Women, fyrst allra landsnefnda, hrindi af stað söfnun meðal almennings í hinseginsjóð UN Women. Söfnunin er undir merkjum FO herferðarinnar en þetta er í áttunda sinn sem landsnefndinni stendur fyrir söfnun undir þeim merkjum. Varningurinn að þessu sinni eru vettlingar sem hægt er að kaupa á vefsíðu landsnefndarinnar FO vettlingarnir - UN Women Ísland | unwomen.is. Ég hvet öll til að slá nú tvær flugur í einu höggi, leggja þessari söfnun lið og búa sig um leið undir komandi vetur. Höfundur á sæti í stjórn landsnefndar UN Women.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun