„Áttaði mig ekki á því fyrr en ég mætti á leikinn hversu vel mannaðir þeir eru“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2022 23:31 Patrekur Jóhannesson er með virkilega spennandi lið í höndunum að mati Handkastsins. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan vann öruggan fimm marka sigur, 28-33, er liðið heimsótti FH í fyrstu umferð Olís-deildar karla í seinustu viku. Hópurinn sem Patrekur Jóhannesson er með í höndunum lofar virkilega góðu, eins og strákarnir í Handkastinu voru sammála um í seinasta þætti. „Fyrir það fyrsta þá fannst mér Stjarnan líta svakalega vel út,“ sagði Andri Berg Haraldsson, sérfræðingur Handkastsins um Stjörnuna í seinasta þætti. „Ég áttaði mig eiginlega ekki á því fyrr en ég mætti á leikinn hversu vel mannaðir þeir eru. Þeir eru með frábært lið. Mér fannst bara eins og það væri varla veikan blett að finna á þeim. Hrikalega gott start hjá liðinu.“ Þrátt fyrir þessi ummæli sín um Stjörnuna get Andri þó fundið veikasta hlekk liðsins. „Hægri skyttan er kannski fínn leikmaður, en kannski ekki á pari við hina. En þeir litu rosalega vel út. Þetta eru margir góðir leikmenn á góðum aldri, reynsla og frábær þjálfari líka og ég held að þeir gætu gert góða hluti í vetur. Jóhann Ingi Guðmundsson var einnig í settinu og hann tók undir orð kollega síns. Hann vildi þó meina að þrátt fyrir að Stjarnan hafi litið ótrúlega vel út þá hafi það hjálpað þeim að FH-ingar litu sömuleiðis ekki nógu vel út. „Ég held að þetta sé svona sittlítið af hvoru. Ég er sammála Andra að Stjarnan er bara með massívan hóp og getur boðið upp á allskonar uppstillingar. Þeir þurftu engar krúsídúllur í þessum leik eins og að breyta vörninni og setja Hergeir [Grímsson] fyrir framan eða til að sprengja þetta eitthvað upp,“ sagði Jóhann. „Þer stóðu bara í sex-núll og unnu allar stöður einn á móti einum. Mér fannst þeir hafa þennan leik algjörlega í teskeið. En á móti kemur að mér fannst FH-ingarnir bara líta eiginlega illa út. Ég átti von á þeim aðeins beittari. En þá spyr maður sig hvort að það hafi verið af því að Stjarnan var svona rosalega góð eða áttu þeir slakan leik,“ sagði Jóhann að lokum. Umræðu Handkastsins um Stjörnuna má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Handkastið: Umræða um Stjörnuna Næsti leikur Stjörnunnar í Olís-deild karla er næstkomandi fimmtudag klukkan 20:00 er liðið tekur á móti Fram, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
„Fyrir það fyrsta þá fannst mér Stjarnan líta svakalega vel út,“ sagði Andri Berg Haraldsson, sérfræðingur Handkastsins um Stjörnuna í seinasta þætti. „Ég áttaði mig eiginlega ekki á því fyrr en ég mætti á leikinn hversu vel mannaðir þeir eru. Þeir eru með frábært lið. Mér fannst bara eins og það væri varla veikan blett að finna á þeim. Hrikalega gott start hjá liðinu.“ Þrátt fyrir þessi ummæli sín um Stjörnuna get Andri þó fundið veikasta hlekk liðsins. „Hægri skyttan er kannski fínn leikmaður, en kannski ekki á pari við hina. En þeir litu rosalega vel út. Þetta eru margir góðir leikmenn á góðum aldri, reynsla og frábær þjálfari líka og ég held að þeir gætu gert góða hluti í vetur. Jóhann Ingi Guðmundsson var einnig í settinu og hann tók undir orð kollega síns. Hann vildi þó meina að þrátt fyrir að Stjarnan hafi litið ótrúlega vel út þá hafi það hjálpað þeim að FH-ingar litu sömuleiðis ekki nógu vel út. „Ég held að þetta sé svona sittlítið af hvoru. Ég er sammála Andra að Stjarnan er bara með massívan hóp og getur boðið upp á allskonar uppstillingar. Þeir þurftu engar krúsídúllur í þessum leik eins og að breyta vörninni og setja Hergeir [Grímsson] fyrir framan eða til að sprengja þetta eitthvað upp,“ sagði Jóhann. „Þer stóðu bara í sex-núll og unnu allar stöður einn á móti einum. Mér fannst þeir hafa þennan leik algjörlega í teskeið. En á móti kemur að mér fannst FH-ingarnir bara líta eiginlega illa út. Ég átti von á þeim aðeins beittari. En þá spyr maður sig hvort að það hafi verið af því að Stjarnan var svona rosalega góð eða áttu þeir slakan leik,“ sagði Jóhann að lokum. Umræðu Handkastsins um Stjörnuna má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Handkastið: Umræða um Stjörnuna Næsti leikur Stjörnunnar í Olís-deild karla er næstkomandi fimmtudag klukkan 20:00 er liðið tekur á móti Fram, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira