Lífið

Lygileg endurkoma í Kviss og allt undir í lokin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alvöru spenna í lokaspurningunni.
Alvöru spenna í lokaspurningunni.

Sextán liða úrslitin halda áfram í Kviss á Stöð 2 en á laugardaginn mættust Leiknismenn og Valsmenn í hörku viðureign.

Í liði Leiknis voru þau Hannes Þór Halldórsson og Anna Lára Orlowska en Hannes var í Kvissliði Vals í fyrstu þáttaröð en hefur nú skipt yfir í uppeldisfélagið.

Hjá Val voru þeir Jóhann Kristófer Stefánsson og Kristófer Acox liðsfélagar. Kristófer var klæddur í Valsmarkvarðarbúning Hannesar sem hann lék í á sínum tíma.

Met var slegið í þættinum á laugardaginn en þeir Jóhann og Kristófer svöruðum öllum spurningunum rétt í hraðaspurningunum, öllum fimmtán og hefur það aldrei áður verið leikið eftir. 

 Valur komst mest sjö stigum yfir í keppninni en Kviss er þannig leikur að í raun er viðureignin aldrei búin.

Undir lokin munaði litlu á liðunum og því réðust úrslitin á lokaspurningunni eftir lygilega endurkomu Leiknis.

Í lokaspurningunni var spurt um hlut og má sjá hvernig þetta fór allt í myndbandinu hér að neðan. Ef þú hefur ekki séð þáttinn eða vilt ekki vita úrslitin þá er um að gera að skoða ekki myndbrotið hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.