Konungurinn var að rita nafn sitt í gestabók í Hillsborough-kastala í grennd við Belfast þegar penninn byrjaði að leka. Hann reis upp og rétti Kamillu drottningu, eiginkonu sinni, pennann. Hún óskaði eftir aðstoð þar sem blekið var farið að leka. Karl sagðist ekki þola svona hluti þegar hann gekk í burtu.
Myndbandið má sjá í heild sinni hér að neðan:
Eftir heimsóknina til Norður-Írlands sneri hann aftur í Buckingham höllina þar sem hann tók á móti kistu móður sinnar, Elísabetar II Bretlandsdrottningar heitinnar.