Að virða niðurstöður kosninga Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 14. september 2022 15:01 Talsvert hefur verið rætt um mikilvægi þess að virða niðurstöður lýðræðislegra kosninga af hálfu þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Hefur þar verið skírskotað til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar sem fram fór haustið 2012. Hins vegar hafa kjósendur gengið talsvert oftar að kjörborðinu síðan. Þannig hefur fjórum sinnum verið kosið til þings frá því að þjóðaratkvæðið fór fram og er óhætt að segja að stjórnmálaflokkar, hlynntir því að skipta um stjórnarskrá, hafi ekki riðið sérlega feitum hesti frá umræddum kosningum. Framboð hlynnt því að skipta út lýðveldisstjórnarskránni fyrir aðra fengu þannig mest um þriðjung atkvæða samanlagt í þingkosningum 2013 en tekizt var harkalega á um málið á Alþingi í aðdraganda kosninganna sem lauk loks með því að frumvarp að nýrri stjórnarskrá náði ekki fram að ganga. Hins vegar skiluðu þingkosningarnar, sem fram fóru einungis sex mánuðum eftir þjóðaratkvæðið, þeim tveimur stjórnmálaflokkum sem börðust gegn samþykkt frumvarpsins, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, meirihluta þingsæta sem gerði þeim í framhaldinu kleift að mynda ríkisstjórn. Minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn Fylgi framboða hlynntum því að skipta um stjórnarskrá hefur síðan þá allajafna farið minnkandi og var þannig einungis um 22% samanlagt í þingkosningunum á síðasta ári þrátt fyrir auglýsingaherferð Stjórnarskrárfélagsins í aðdraganda þeirra þar sem kjósendur voru hvattir til þess að styðja slík framboð. Framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá, Píratar, Samfylkingin og Sósíalistaflokkurinn, fengu þannig ekki aðeins samanlagt mikinn minnihluta atkvæða heldur minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Framboð hlynnt umbótum á stjórnarskrá lýðveldisins fengu hins vegar mikinn meirihluta atkvæða. Með öðrum orðum er ljóst að meint krafa þjóðarinnar um það að skipta um stjórnarskrá hefur alls ekki birzt í niðurstöðum þingkosninga þrátt fyrir að fyrir liggi að stjórnarskrárbreytingar séu háðar aðkomu Alþingis hvort sem tekið er mið af gildandi stjórnarskrá lýðveldisins eða tillögum stjórnlagaráðs. Vert er þó að hafa í huga í þessu sambandi að stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá heldur einungis að koma með ráðgefandi tillögur að breytingum á lýðveldisstjórnarskránni eins og kemur skýrt fram í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins. Hið sama er áréttað á vefsíðu ráðsins. Fyrst og fremst áhugamál afmarkaðs hóps Viðbrögðin úr röðum þeirra sem vilja skipta um stjórnarskrá, þegar bent er á þingkosningar í þessum efnum, hafa verið þau að segja þær ekki snúast um stjórnarskrármálið. Þingkosningar snúast þó yfirleitt um það sem brennur á fólki en ljóst er, eins og forseti lýðveldisins hefur bent á, að það á ekki við um umrætt mál. Talað hefur einnig verið um það í áðurnefndum röðum að íslenzkir kjósendur hafi svikið íslenzku þjóðina í þingkosningum, það er svikið sig sjálfa, og jafnvel verið gengið svo langt að ræða um valdarán gegn lýðræðislega kjörnu Alþingi láti það ekki undan kröfum þeirra sem vilja skipta um stjórnarskrá. Full ástæða er til þess að velta fyrir sér hversu lýðræðislegur þessi málflutningur er. Flest bendir enda til þess að fyrst og fremst sé einungis um að ræða áhugamál frekar afmarkaðs en háværs hóps en valdarán hafa einmitt iðulega verið framin af afmörkuðum hópum gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum. Vonandi þarf annars ekki að deila um mikilvægi þess að virða niðurstöður lýðræðislegra kosninga. Sé lýðræðið hins vegar raunverulega útgangspunkturinn hlýtur að vera rétt að horfa til lýðræðislegra kosninga almennt í því sambandi en ekki einungis þeirra sem henta tilteknum pólitískum málstað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Talsvert hefur verið rætt um mikilvægi þess að virða niðurstöður lýðræðislegra kosninga af hálfu þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Hefur þar verið skírskotað til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar sem fram fór haustið 2012. Hins vegar hafa kjósendur gengið talsvert oftar að kjörborðinu síðan. Þannig hefur fjórum sinnum verið kosið til þings frá því að þjóðaratkvæðið fór fram og er óhætt að segja að stjórnmálaflokkar, hlynntir því að skipta um stjórnarskrá, hafi ekki riðið sérlega feitum hesti frá umræddum kosningum. Framboð hlynnt því að skipta út lýðveldisstjórnarskránni fyrir aðra fengu þannig mest um þriðjung atkvæða samanlagt í þingkosningum 2013 en tekizt var harkalega á um málið á Alþingi í aðdraganda kosninganna sem lauk loks með því að frumvarp að nýrri stjórnarskrá náði ekki fram að ganga. Hins vegar skiluðu þingkosningarnar, sem fram fóru einungis sex mánuðum eftir þjóðaratkvæðið, þeim tveimur stjórnmálaflokkum sem börðust gegn samþykkt frumvarpsins, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, meirihluta þingsæta sem gerði þeim í framhaldinu kleift að mynda ríkisstjórn. Minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn Fylgi framboða hlynntum því að skipta um stjórnarskrá hefur síðan þá allajafna farið minnkandi og var þannig einungis um 22% samanlagt í þingkosningunum á síðasta ári þrátt fyrir auglýsingaherferð Stjórnarskrárfélagsins í aðdraganda þeirra þar sem kjósendur voru hvattir til þess að styðja slík framboð. Framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá, Píratar, Samfylkingin og Sósíalistaflokkurinn, fengu þannig ekki aðeins samanlagt mikinn minnihluta atkvæða heldur minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Framboð hlynnt umbótum á stjórnarskrá lýðveldisins fengu hins vegar mikinn meirihluta atkvæða. Með öðrum orðum er ljóst að meint krafa þjóðarinnar um það að skipta um stjórnarskrá hefur alls ekki birzt í niðurstöðum þingkosninga þrátt fyrir að fyrir liggi að stjórnarskrárbreytingar séu háðar aðkomu Alþingis hvort sem tekið er mið af gildandi stjórnarskrá lýðveldisins eða tillögum stjórnlagaráðs. Vert er þó að hafa í huga í þessu sambandi að stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá heldur einungis að koma með ráðgefandi tillögur að breytingum á lýðveldisstjórnarskránni eins og kemur skýrt fram í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins. Hið sama er áréttað á vefsíðu ráðsins. Fyrst og fremst áhugamál afmarkaðs hóps Viðbrögðin úr röðum þeirra sem vilja skipta um stjórnarskrá, þegar bent er á þingkosningar í þessum efnum, hafa verið þau að segja þær ekki snúast um stjórnarskrármálið. Þingkosningar snúast þó yfirleitt um það sem brennur á fólki en ljóst er, eins og forseti lýðveldisins hefur bent á, að það á ekki við um umrætt mál. Talað hefur einnig verið um það í áðurnefndum röðum að íslenzkir kjósendur hafi svikið íslenzku þjóðina í þingkosningum, það er svikið sig sjálfa, og jafnvel verið gengið svo langt að ræða um valdarán gegn lýðræðislega kjörnu Alþingi láti það ekki undan kröfum þeirra sem vilja skipta um stjórnarskrá. Full ástæða er til þess að velta fyrir sér hversu lýðræðislegur þessi málflutningur er. Flest bendir enda til þess að fyrst og fremst sé einungis um að ræða áhugamál frekar afmarkaðs en háværs hóps en valdarán hafa einmitt iðulega verið framin af afmörkuðum hópum gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum. Vonandi þarf annars ekki að deila um mikilvægi þess að virða niðurstöður lýðræðislegra kosninga. Sé lýðræðið hins vegar raunverulega útgangspunkturinn hlýtur að vera rétt að horfa til lýðræðislegra kosninga almennt í því sambandi en ekki einungis þeirra sem henta tilteknum pólitískum málstað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun